Fréttablaðið


Fréttablaðið - 07.12.2015, Qupperneq 13

Fréttablaðið - 07.12.2015, Qupperneq 13
CRÉATIVE TECHNOLOGIE Frábær vinnuaðstaða með góðu aðgengi fyrir farm og farþega. 180° opnun á afturhurðum, rennihurð, þægileg hleðsluhæð, há sætisstaða og fjöldi geymslu- hólfa. Öflug en sparneytin 90 hestafla dísilvél ásamt spólvörn og ESP stöðugleikakerfi gera Berlingo Van að öruggum og hagkvæmum kosti fyrir þinn rekstur. Veldu traust umboð með einstöku þjónustuframboði fyrir bíla- og tækjaflota. KOMDU OG PRÓFAÐU CITROËN BERLINGO VAN - NÚNA Á LÆGRA VERÐI citroen.is • 3,3 M - 4,1 M HLEÐSLURÝMI • 850 KG BURÐARGETA • 3JA MANNA • SPARNEYTINN •3 3 Brimborg og Citroën áskilja sér rétt til að breyta verði og búnaði án fyrirvara. Útbúnaður getur verið frábrugðinn mynd í auglýsingu. BETRI REKSTUR OG AUKIN ÞÆGINDI CITROËN BERLINGO VAN 1,6 HDi 90 hö dísil FRÁ: 2.950.000 KR. MEÐ VSK FRÁ: 2.850.000 KR. MEÐ VSK FRÁ: 2.379.032 KR. ÁN VSK FRÁ: 2.298.387 KR. ÁN VSK Nýir og notaðir bílar: Söludeildir eru opnar alla virka daga kl. 9-17 og laugardaga kl. 12-16. Brimborg Reykjavík: Bíldshöfða 8, sími 515 7040 I Brimborg Akureyri: Tryggvabraut 5, sími 515 7050 15á ra afmæli Citroënhjá Brimborg Citroen_Berlingo_5x20_20150923_END.indd 1 24.9.2015 10:49:47 Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur Í dag Er þetta frétt? Er þetta list? Þessar spurningar koma aftur og aftur og yfirleitt virðist svarið vera nú á okkar lýðræðis- tímum: Ef einhverjum finnst að svo sé – þá er það svo. List? Frétt? Hvað finnst þér? Það er sem er. Og alltaf verið að reyna að færa út mörkin: segja fréttir af því ófrétt- næma; búa til list úr því ólistuga. Og nú fléttast þessar tvær spurn- ingar saman í nýja kassastykkinu: listneminn Almar húkir ber í kassa og lætur umheiminn fylgjast með sér. Einsemd í beinni. Er það frétt hvort þetta sé list? Er það list hvort þetta sé frétt? Og er það þá frétt? Og þar með list? Í listum er þetta helst Listfréttalist. Fréttalistafrétt. Sam- kvæmt þessum hugsunarhætti er aðeins ein leið eftir til að skera úr um listgildi verka: að láta fara fram megindlega (eða var það eigindlega?) rannsókn eða skoðanakönnun þar sem fólk er beðið að segja til um það hvort því finnist tiltekið verk vera list eður ei, þumall upp eða þumall niður, og svo ráði einfaldur meirihluti þessu; jafnvel mætti hugsa sér að slíkar spurningar yrðu partur af mánaðar- legum þjóðaratkvæðagreiðsluvagni um hvaðeina, sem útlit er fyrir að komi í staðinn fyrir löggjafann þegar fram líða stundir, þegar einfaldur meirihluti úrskurðar um stórt og smátt. Raunar má segja að kominn sé vísir að slíkum listúrskurðum, nú þegar listgildi er æ meira talið ráðast af því hversu mikið fréttum af listvið- burðunum er deilt á netinu og hversu mörg læk viðburðirnir fá. Það má líka hugsa sér raunveruleikaþátt þar sem fjórir listfræðingar sitja og dæma um það hvort afurðir sem fólk ber fyrir þá sé list … Okkur sem komin erum á léttasta skeið, um og yfir miðjan aldur, okkur finnst stundum að við höfum séð þetta allt áður. Okkur finnst nútíma- list vera eins og ómurinn eftir spreng- inguna. Okkur þykja flest nútímalista- verk eins og hvít jörð eftir bylinn. Við teljum okkur muna þá tíð þegar listaverk vöktu aðdáun eða viðbjóð, hneykslun, ást, hatur – kenndir. Þegar listin var gullgerðarlist. Nú er ekki einu sinni lengur frumlegt að vera ófrumlegur, segjum við þá, og mörk hins sanna og logna, fallega og ljóta, lága og háa, merkilega og ómerkilega, svo vendilega út þurrkuð að við blasir berangur og auðn. Nú er póst-póst- tími, segjum við. Okkur finnst listin handan við það sem var handan við, komin hinumegin – úr augsýn; vera þara einhvers staðar úti í kófinu. Svona tölum við stundum, á góðri stundu. Kannski er það rétt sem þau segja sum: að listin sé dauð. En það merkilega er, að löngu eftir dauða listarinnar er enn verið að búa til list. Þegar maður tuðar yfir einhverju býr maður til vegg milli þess og sín; tuðið varnar því að maður hugsi; tuð er kalviður sem fyllir heilann ef maður passar ekki að fjarlægja það jafnóðum. Nýnæmi listaverka, erindi þeirra, ræðst af samhengi í tíma og rúmi og þetta samhengi er ekki endanlega hægt að sjá berum augum; þetta er andrúmsloft, hugarástand samfélagsins, þjóðfélagsskipanin, umræðuhættir. Ber maður í kassa fyrir allra augum er allt annað verk árið 1966 en það er árið 2015; fjallar um eitthvað allt annað. Listin á tímum lækóhólismans En það er kannski rétt sem þau segja: listgildi verka virðist æ meira komið undir því að talað sé um það á Face- book og Twitter, helst að deilt sé um það, og veki andúð – og já: tuð; gildið ræðst af því hvort listaverkið kemst í „umræðuna“ og snýst þá umræðan gjarnan um að listaverkið sé „umrætt“ (er þetta list? er það frétt?). Listamenn lifa og starfa á tímum samfélags- miðlanna þar sem við sviðsetjum okkur, hvert og eitt í sínum kassa, og hver og ein manneskja nakin á sinn hátt. Sjálft tíðindaleysið hjá Almari þarna í kassanum er eins og langdreginn og syfjulegur Facebook- status. Hin stöðuga frásögn okkar af ófréttnæmum atburðum í lífi okkar sem svo rennur saman við líkams- starfsemi og blygðunarstörf innan tíðar, eins og Eiríkur Örn rekur í nýrri skáldsögu sinni, Heimsku, sem sumir af viðtökustjórum bókmenntalífsins virðast vera andvígir af því að hún er látin gerast á Ísafirði í framtíðinni, sem eru víst ósennilegri aðstæður en hægt er að bjóða upp á. Smám saman kemst listamaðurinn í beint samband við áhorfanda sinn – og læktakkann hjá honum. Í hverjum listamanni býr lækóhólisti. Við hugsum of þröngt. Það er ekki kallinn í kassanum sem er áhyggju- efni heldur kassinn í kallinum: við erum of ferköntuð. Við sjáum of sjaldan listaverk, hugsum of sjaldan um list, þyrftum ekki svona oft að spyrja okkur hvort eitthvað sé list ef listin væri snarari þáttur í lífi okkar. Það er tilvalin leið til að gera okkur þröngsýn, hleypidómafull og hrædd, að fjarlægja listina úr daglegu lífi. Við þurfum samhengi í listum- fjöllun og listnautn, ekki upphlaup eftir dyntum blaðamanna og smelli- dólga þar sem við klórum okkur öll í hausnum – og hvert öðru – yfir því hvað þetta sé nú eiginlega aftur, þetta list. Kassastykki Það er ekki kallinn í kassanum sem er áhyggjuefni heldur kassinn í kallinum: við erum of ferköntuð. Við sjáum of sjaldan listaverk, hugsum of sjaldan um list, þyrftum ekki svona oft að spyrja okkur hvort eitthvað sé list ef listin væri snarari þáttur í lífi okkar. Það er tilvalin leið til að gera okkur þröngsýn, hleypi- dómafull og hrædd, að fjarlægja listina úr daglegu lífi. s k o ð u n ∙ F R É T T a B L a ð i ð 13M Á n u d a g u R 7 . d e s e M B e R 2 0 1 5

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.