Fréttablaðið - 07.12.2015, Síða 14

Fréttablaðið - 07.12.2015, Síða 14
Hvað gerði Gylfi? Gylfi Þór Sigurðsson var einn af fáum ljósu punktum við frammi- stöðu Swansea sem tapaði fyrir toppliði Leicester, 3-0. Hann spilaði allan leikinn og skaut í stöng. Stærstu úrslitin Í stað þess að fjar- lægjast fallsvæðið versnaði staða Chelsea enn frekar með 1-0 tapi gegn Bournemouth, sem lyfti sér úr fallsæti með sigrinum. Hetjan Glenn Murray var búinn að vera inn á í aðeins 99 sekúndur þegar hann tryggði Bournemouth sigur á Chelsea. Kom á óvart Newcastle vann óvænt- an sigur á Liverpool, 2-0, sem var á miklu skriði fyrir leikinn. Liver- pool missti þar með af tækifæri til að blanda sér í toppbaráttuna. Í dag 19.50 Everton - Crystal P. Sport 2 22.00 Messan Sport 2 Olísdeild karla 18.00 ÍBV - Akureyri Vestmannae. 19.30 Haukar - FH Ásvellir Powerade-bikar karla: 19.15 Hamar - Njarðvík Hveragerði 19.15 Keflavík - Valur Keflavík eyGLó koMSt Í uNdaNúrSLit eygló ósk Gústafsdóttir lauk keppni á eM í 25 m laug í Ísrael er hún hafnaði í 15. sæti í 50 m baksundi á laugardaginn. Hún var áður búin að vinna brons í bæði 100 og 200 m baksundi. inga elín Cryer lauk keppni á að hafna í 27. sæti í 400 m skriðsundi og þá varð aron Örn Stefánsson í 52. sæti í 100 m skriðsundi. Nýjast Stoke 2 – 0 Man. City Man. Utd. 0 – 0 West Ham Swansea 0 – 3 Leicester Arsenal 3 – 1 Sunderland Southampton 1 – 1 Aston Villa West Brom 1 – 1 Tottenham Watford 2 – 0 Norwich Chelsea 0 – 1 Bournemouth Newcastle 2 – 0 Liverpool Efst Leicester 32 Arsenal 30 Man. City 29 Man. Utd. 29 Tottenham 26 Neðst Norwich 13 Bournem. 13 Newcastle 13 Sunderland 12 Aston Villa 6 Enska úrvalsdeildin Fyrir þig í Lyfju www.lyfja.is Strepsils/Strepsils Cool/Strepsils med Honning & Citron/Strepsils Jordbær Sukkerfri/Strepsils Warm munnsogstöur. Samantekt á eiginleikum lyfs - styttur texti SPC. Innihaldsefni: 2,4-tvíklóróbensýlalkóhól 1,2 mg, amýlmetakresól 0,6 mg. Ábendingar: Eymsli og erting í hálsi. Skammtar og lyfjagjöf: Strepsils Cool: Fullorðnir og börn 12 ára og eldri: 1 munnsogstaa er látin leysast hægt upp í munni á 2-3 klst. fresti. Strepsils/Strepsils med Honning & Citron/Strepsils Jordbær Sukkerfri/Strepsils Warm: Fullorðnir og börn 6 ára og eldri: 1 munnsogstaa er látin leysast hægt upp í munni á 2-3 klst. fresti. Börn á aldrinum 6-11 ára: Lyð skal gefa undir eftirliti fullorðins aðila. Börn yngri en 6 ára: Vegna lyfjaformsins skal notkun takmarkast við börn eldri en 6 ára. Frábendingar: Ofnæmi fyrir virku efnunum eða einhverju hjálparefnanna. Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun: Ekki nota stærri skammt en ráðlagður er. Sjúklingurinn skal leita læknis ef hann er í vafa eða ef einkenni lagast ekki eða versna innan nokkurra daga. Strepsils/Strepsils Cool/Strepsils med Honning & Citron/Strepsils Warm inniheldur glúkósa og súkrósa. Sjúklingar með frúktósaóþol, glúkósa-galaktósavanfrásog eða súkrasa-ísómaltasaþurrð, sem eru sjaldgær arfgengir kvillar, skulu ekki taka lyð. Strepsils Jordbær Sukkerfri inniheldur ísómalt og maltitól sem geta haft væg hægðalosandi áhrif. Sjúklingar með arfgengt frúktósaóþol, sem er mjög sjaldgæft, skulu ekki taka lyð. Lesið leiðbeiningar á umbúðum og í fylgiseðli fyrir notkun. Markaðsleysha: Reckitt Benckiser Healthcare A/S. Umboð á Íslandi: Artasan ehf., Suðurhrauni 12a, 210 Garðabæ. Dregur úr eymslum og ertingu í hálsi - á aðeins 5 mínútum Strepsils Fótbolti Það er nánast óhætt að full- yrða að enginn hefði getað séð fyrir að eftir fyrstu fimmtán umferðirnar í ensku úrvalsdeildinni þetta tímabilið yrði Leicester á toppnum og eng- landsmeistarar Chelsea í fjórtánda sæti, aðeins þremur stigum frá fall- sæti. Þetta er að engu síður raunin. Ástandið hjá knattspyrnustjór- anum Jose Mourinho versnaði enn um helgina þegar liðið tapaði fyrir nýliðum Bournemouth, 1-0. til að gera vonda sögu enn verri fór leikur- inn fram á Stamford Bridge í Lundún- um, sem eitt sinn var óvinnandi vígi hjá Chelsea undir stjórn Mourinho. Kenningin um þriðja árið Slæmt gengi Chelsea í vetur verður að teljast mikil ráðgáta enda er liðið skipað að stærstum hluta sama hópi leikmanna og vann ensku deildina í vor. Meira að segja Spánverjinn Pedro kom í sumar frá Barcelona en það á eins við um hann og flesta aðra í liði Lundúnafélagsins – hann virðist langt frá sínu besta. Pedro hefur til að mynda hvorki skorað né lagt upp mark í deildarleik síðan í ágúst. Sama hvaða álit menn hafa á Jose Mourinho er ekki hægt að líta fram- hjá því að árangur hans á ferlinum er glæsilegur – 22 titlar í fjórum löndum á þrettán árum. en þess ber að geta að sautján af þessum titlum vann hann á fyrstu átta árunum. undanfarin fimm tímabil hefur hann „aðeins“ skilað fimm titlum í hús – sem er þó meira en langflestir aðrir geta sagt. Sú kenning að lið undir stjórn Jose Mourinho hafi hrunið á þriðja ári hans hefur verið á flugi í haust. Sjálfur sagði hann ekkert hæft í henni þegar umræðan fór fyrst af stað í haust og benti á að hann hefði hvorki verið í þrjú ár hjá Porto né inter. Hjá Chelsea (í fyrra skiptið sem hann stýrði liðinu) og real Madrid hafi liðið unnið bikartitla og komist í undanúrslit Meistaradeildar evrópu. Mourinho hefur notið stuðnings eigandans, romans abramovich, og stjórnar Chelsea. abramovich var á leiknum á laugardaginn og myndir af honum með andlitið grafið í eigin lúkur voru áberandi á baksíðum ensku blaðanna í gær. Því hefur ítrekað verið velt upp hvort þolin- mæði abramovich sé nú eða verði senn á þrotum. Það veit enginn nema rússinn sjálfur. Dýrt að reka Mourinho Jafnvel þótt abramovich vilji reka Mourinho gæti það reynst dýrt spaug, enda skrifaði Portúgalinn undir nýjan fjögurra ára samning við Chelsea fyrir réttum fimm mán- uðum í dag. „Þetta er það félag sem stendur næst hjarta mínu og ég er mjög ánægður að vita að ég verð hér í langan tíma,“ sagði Mourinho þá. Mourinho ætlaði sér að byggja upp nýtt stórveldi í enska bolt- anum. Stórveldi í ætt við það sem alex Ferguson byggði upp hjá Man- chester united. en efasemdaradd- irnar hafa aldrei verið háværari. „allir aðrir stjórar væru búnir að missa vinnuna,“ sagði Jason Burt, blaðamaður daily telegraph, í viku- legum umræðuþætti á Sky Sports í gær. „kannski telja þeir enn að hann sé „sá sérstaki“, afskrifa þetta tímabil og byrja upp á nýtt í haust.“ Ráðast örlögin gegn Porto? annar blaðamaður, John richard- son hjá Sunday express, sagði í sama þætti að hann vilji sjá hvernig Mourinho nái að bjarga sér úr þeim aðstæðum sem hann er í. „Hann hefur alltaf farið frá sínum liðum eftir tvö eða þrjú ár. Hefur hann það sem til þarf til að endurbyggja lið?“ Það kann að hljóma eins og kald- hæðni örlaganna en næsti leikur Chelsea verður gegn Porto, gamla liðinu hans Mourinho, í Meistara- deildinni á miðvikudag. tap gæti þýtt að Chelsea falli úr leik í keppninni og abramovich hefur áður sýnt að hann hafi litla þolinmæði fyrir því. eirikur@frettabladid.is Eru dagar Mourinho taldir? Jose Mourinho er á ókunnum slóðum. Eftir tap gegn nýliðum á heimavelli um helgina eru meistarar Chelsea að daðra við fallsvæðið. Mourinho ætlaði að byggja upp stórveldi en starf hans virðist hanga á bláþræði. Jose Mourinho hefur ekki glímt við annað eins mótlæti á ferlinum og síðustu vikur og mánuði hjá Englandsmeisturum Chelsea. FRéttABlAðið/AP Þriðja árið hjá Mourinho Chelsea 2004-2007 1. árið: 95 stig (76,3% sigurhlutfall) - 1. sæti 2. árið: 91 stig (76,3%) - 1. sæti 3. árið: 83 stig (63,2%) - 2. sæti Real Madrid 2010-2013 1. árið: 92 stig (76,3)% - 2. sæti 2. árið: 100 stig (84,2%) - 1. sæti 3. árið: 85 stig (68,4%) - 2. sæti Chelsea 2013- 1. árið: 82 stig (65,8%) - 3. sæti 2. árið: 87 stig (68,4%) - 1. sæti 3. árið (eftir 15 umferðir): 15 stig (26,7%) - 14. sæti titlarnir hjá Mourinho 2002-2010: 17 titlar (6 landsmeistarar, 2 Evrópumeistarar) 2010-2015: 5 titlar (2 landsmeistarar, 0 Evrópumeistarar) 7 . d e S e M b e R 2 0 1 5 M Á N U d A G U R14 S p o R t ∙ F R É t t A b l A ð i ð sport

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.