Fréttablaðið - 07.12.2015, Síða 16

Fréttablaðið - 07.12.2015, Síða 16
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, Kristín Steingrímsdóttir Kibba lífeindafræðingur, verður jarðsett í Selfosskirkju, miðvikudaginn 9. desember 2015 kl. 14.00. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Vinafélag Fossheima á Heilbrigðisstofnun Suðurlands, þar sem hún bjó síðustu ár. Úlfar Sveinbjörnsson Sveinbjörn Úlfarsson Ingibjörg Sunna Friðriksdóttir Agla Ragna Úlfarsdóttir Brynjar S. Harðarson Gunnar Steinn Úlfarsson Róbert Máni, Kristín María, Iða Ósk, Aron Egill og Soffía Krista Sól Eiginmaður minn, faðir okkar, sonur og bróðir, Sigurður Árni Kjartansson hagfræðingur, Háaleitisbraut 26, Reykjavík, lést aðfararnótt föstudagsins 27. nóvember. Útförin fer fram frá Hallgrímskirkju miðvikudaginn 9. desember kl. 11.00. Sólborg Hreiðarsdóttir Kjartan Árni Sigurðsson Kári Sigurðsson Kormákur Sigurðsson Dóróthea Jónsdóttir Guðlaug Kjartansdóttir Gunnar Kjartansson Guðrún Kjartansdóttir Elsku eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, Sverrir Guðjónsson Norðurbakka 19b, Hafnarfirði, lést á hjúkrunarheimilinu Sólvangi í Hafnarfirði 29. nóvember. Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju mánudaginn 14. desember kl. 13. Erna Aðalheiður Guðjónsdóttir Nína Kristín Sverrisdóttir Jón I. Ingólfsson Sigríður Guðný Sverrisdóttir Jón Gunnarsson barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær faðir okkar, afi, bróðir og mágur, Stefán Hallgrímsson Háaleitisbraut 30, lést þriðjudaginn 24. nóvember á líknardeild Landspítalans. Útför hans fer fram frá Grensáskirkju mánudaginn 14. desember kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir. Þeim sem vilja láta gott af sér leiða og minnast Stefáns er bent á Krabbameinsfélag Íslands . Við viljum þakka starfsfólki á líknardeild Landspítalans fyrir einstaka umönnun. Vigdís Stefánsdóttir Bryndís Gyða Stefánsdóttir Ingibjörg Athena Stewart Stefán Noel Kvaran Jón Otti Ólafsson Jónína M. Aðalsteinsdóttir Ásgeir S. Hallgrímsson Steinunn J. Ásgeirsdóttir 7 . d e s e m b e r 2 0 1 5 m Á N U d A G U r16 t í m A m ó t ∙ F r É t t A b L A ð i ð tímamót Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@365.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000. 43 f.Kr. Kíkeró er tekinn af lífi. 1431 Hinrik 6. Englandskonungur er krýndur konungur Frakklands í París. 1787 Delaware verður fyrsta fylki Bandaríkjanna til að samþykkja stjórnarskrá landsins. 1881 Minnisvarði um Jón Sigurðsson forseta er afhjúpaður á gröf hans í Hólavallakirkjugarði í Reykjavík. 1933 Í fyrsta sinn er miðilsfundi útvarpað í Ríkisútvarpinu. Lára miðill mælir fyrir munn margra framliðinna. 1936 Í Bjarneyjum á Breiðafirði rignir síld. Talið er að skýstrókur hafi náð að sjúga upp síldina er hún átti leið yfir sjó. 1946 Fáni Sameinuðu þjóð- anna er tekinn upp. 1975 Indónesía ræðst inn í Austur-Tímor. 1980 Golfklúbburinn Kjölur er stofnaður í Mosfellsbæ. 2005 Evrópusambandið tekur upp þjóðarlénið .eu. Merkisatburðir Anthony Atamanuik, einn vinsælasti spunaleikari Bandaríkjanna, kemur fram með spunaleikhópnum Improv Ísland í Þjóðleikhúskjallaranum í kvöld klukkan átta. Sýndar verða fjórar mis- munandi langspunaaðferðir, meðal annars söngleikjaspuni. Allar sýning- arnar verða spunnar á staðnum út frá einu orði frá áhorfendum. „Anthony er einn af þeim virkustu í UCB-spunaleikhúsinu í New York, nokkurs konar Mekka langspunans. Þar er hann í frægasta spunaliði þeirra sem kallast AASSSSCAT 3000 og hefur hann sjálfur verið að skrifa alls konar þætti, leika í þeim og leikstýra,“ segir Ragnheiður Maísól Sturludóttir, ein liðsmanna Improv Ísland. Með honum í spunaliðinu eru meðal annars leikkon- ur á borð við Tinu Fey og Amy Poehler. Ragnheiður segir hluta af Improv Ísland hafa farið á 72 klukkustunda spunamaraþon í New York í fyrra. Þá hafi nokkrir liðsmanna farið á nám- skeið hjá honum og í kjölfarið setti hópurinn sig í samband við Anthony og bað hann um að koma til Íslands og halda námskeið fyrir þau. „Það er mikil- vægt að fá kennara erlendis frá til að fá meiri reynslu og tækni í bankann,“ segir Ragnheiður. „Spunasenan á Íslandi er um tveggja ára en hópurinn sjálfur [Improv Ísland] er u.þ.b. ársgamall. Það gengur rosalega vel hjá okkur og það er rosa mikil eftir- spurn. Við höldum námskeið reglulega. Í febrúar á næsta ári ætlum við að byrja að vera með vikulegar spunasýningar í Þjóðleikhúskjallaranum,“ segir Ragn- heiður og bætir því við að hópurinn hafi verið með tíu klukkustunda spuna maraþon á menningarnótt í ár. Hún segir að röðin til að berja spun- ann augum hafi verið lengri en röðin á Dunkin’ Donuts sem myndaðist fyrr á árinu. „Ég hvet fólk til að ná sér í miða áður en það verður uppselt. Þetta er ein- stakt tækifæri til að sjá mann af hans stærðargráðu,“ segir Ragnheiður. thorgnyr@frettabladid.is Vel þekktur bandarískur spunaleikari kemur fram Anthony Atamanuik er einn þekktasti spunaleikari Bandaríkjanna. Hann sýnir í Þjóð- leikhúskjallaranum með Improv Ísland. Hópurinn heldur vikulegar sýningar á næsta ári. í febrúar á næsta ári ætlum við að byrja að vera með vikulegar spunasýn- ingar í Þjóðleikhúskjallaranum. Ragnheiður Maísól Sturludóttir, liðsmaður Improv Ísland Anthony Atamanuik (í rauða bolnum) á sviði í New York í miðjum spuna. Nordicphotos/AFp „Síðdegis í gær var birt tilkynning frá Hvíta húsinu í Washington, sem vakti alheimsathygli þegar í stað. Hvarvetna varð mönnum þegar ljóst, að styrjöldin var nú orðin alheimsstyrjöld. Japan hafði gert fyrirvaralausa árás á Hawaii.“ Svona hófst frétt á for- síðu Vísis þann áttunda desember árið 1941. Degi fyrr, þann sjöunda, hafði japanski herinn ráðist á Perluhöfn, bækistöð bandaríska sjóhersins. Klukkan tólf mínútur í átta um morguninn urðu sjóliðar varir við 353 japanskar herflugvélar sem flugu í átt að þeim. Flug- vélarnar sökktu ellefu herskipum, eyðilögðu rúmlega hundrað flugvélar, særðu 1.178 hermenn og felldu 2.403. Árásin varð til þess að Bandaríkjamenn komu af fullum krafti inn í heimsstyrjöldina síðari. Eins og alþekkt er unnu Banda- ríkjamenn sigur á Japönum og vörpuðu meðal annars á þá kjarnorkusprengjum og felldu rúmlega hundrað þúsund Japana í sprengingunum. Þann leik hefur enginn leikið eftir. Eftir stríðslok var árásin á Perluhöfn tekin fyrir í réttarhöldum í Tókýóborg, höfuðborg Japans, og var hún dæmd stríðsglæpur þar sem stríðsyfirlýsing lá ekki fyrir. Þ eTTA g e R ð I ST : 7 . D e S e M B e R 1 9 4 1 Ráðist á Perluhöfn

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.