Vesturbæjarblaðið - jul. 2015, Síða 2

Vesturbæjarblaðið - jul. 2015, Síða 2
Myndi kosta 5,8 milljarða Vistun áragamalla barna í leikskóla myndi kosta 5,8 milljarða á ári samkvæmt nýlega útkominni skýrslu starfshóps til borgarráðs Reykjavíkurborgar sem nefnist „Að brúa bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla“. Í skýrslunni er áætlað að útgjöld Reykjavíkurborgar aukist um allt að 5,8 milljarða króna á ári ef ársgömul börn fá vistun í leikskóla. Til að brúa þetta bil nú verða mörg börn að fara til dagforeldra þegar foreldrar þeirra hafa lokið sex til níu mánaða fæðingarorlofi. Að koma börnum til dagforeldra er bæði kost- naðarsamt og oft ekki auðvelt þar sem eftirspurn er mun meira en framboð á þjónustu þeirra. Staða margra foreldra ungbarna er því alls ekki örugg og í mörgum tilfellum algerlega óviðunandi Systkinaafsláttur í leikskólum S k ó l a - o g f r í s t u n d a r á ð samþykkti á síðasta fundi sínum fyrir sumarfrí að taka upp systkinatillit á leikskólum. Er það gert með því að breyta reglum um leikskólaþjónustu með samþykkt á nýju ákvæði í reglum um þjónustuna. Með reglu um systkinatillit í leikskólum er komið til móts við þau sjónarmið að mikilvægt sé að systkini á leikskólaaldri geti verið á sama leikskóla í borginni. Einnig er tryggt að reglan skerði ekki rétt barna sem eru framar á biðlista og þeim er tryggð innritun á öðrum leikskóla sem forsjármenn þeirra hafa óskað eftir. Þess má einnig geta að borgarráð samþykkti nýlega tillögu skóla- og frístundaráðs um að taka börn fædd í janúar og febrúar 2014 inn á leikskóla í haust. Aukin sveigjanleiki á milli skólastiga Borgarstjóri hefur óskað eftir formlegum viðræðum við menntamálaráðherra um hugmyndir sem tengjast auknum sveigjanleika á milli skólastiga. Í bréfi sem sent hefur verið til menntamálaráðherra kemur fram að viðræðurnar snúist um þrennt: Að kanna kosti þess og galla að flytja samræmd próf tíundu bekkja til vors í níunda bekk, og gefa þeim nemendum sem það kjósa val um að hefja fyrr nám í framhaldsskóla, að skilgreindum skilyrðum uppfylltum. Útskrift úr grunnskóla geti verið að vori í níunda bekk eða áramót í tíunda bekk, auk hefðbundinnar útskr i f tar að vor i t íunda bekkjar. Að hleypt verði af stokkunum verkefni, í borginni í heild eða einstökum hverfum, þar sem nemendum á efstu árum grunnskóla verði gert enn þá auðveldara að ljúka skilgreindum áföngum fyrsta árs í framhaldsskólanámi samhliða námi í níunda og tíunda bekk. Að efnt verði til viðræðna um rekstur Reykjavíkurborgar á einum eða fleiri framhaldsskólum í tilraunaskyni, til að auka samfellu í námi og vinna að ofangreindum áherslum. Helgi Grímsson sviðsstjóri Helgi Gríms son hef ur verið ráðinn nýr sviðsstjóri skóla- og frí stunda sviðs Reykja vík ur borg- ar. Hann hef ur áður starfað sem skólaráðgjafi og for stöðumaður frí stunda miðstöðvar auk þess sem hann var skóla stjóri fyrst í Laug ar nesskóla og nú síðast í Sjá- lands skóla í Garðabæ sem hlaut ís lensku mennta verðlaun in árið 2011. Þessir sóttu um starfs stöðu sviðsstjóra skóla- og frístundas- viðs Reykjavíkurborgar auk Helga: Davíð Freyr Þórunnarson men- ningarstjórnandi, Grétar Erlings- son framkvæmdastjóri, Guðlaug Sturlaugsdóttir skólastjóri, Gunnar Kristinn Þórðarson stjórnsýslufræðingur, Halla Birgis- dóttir, Hrönn Árnadóttir, M.A. íþróttasálfræði, Rannveig Björk Þorkelsdóttir, uppeldis og menn- tunarfræðingur og doktorsnemi, Sigríður Ágústsdóttir, skólastjóri, Særún Magnea Samúelsdóttir, M.A. í menningar- og menntastjórnun, Vigfús Hallgrímsson þróunarfull- trúi grunnskóla, Þorsteinn Frímann Sigurðsson, viðskiptafræðingur og Þorsteinn Sæberg Sigurðs- son skólastjóri. Helgi mun taka til starfa 1. október 2015 þegar Ragnar Þorsteinsson lætur af störfum. Hvassahraun kemur best út Hvassahraun kemur vel út í samanburði við aðra flugvallar- kosti þegar litið er til þátta eins og veðurfars, rýmis og hindrana, kostnaðar og umhverfismála. Þá kemur Hvassahraun best út þegar horft er til möguleika flugval- larstæða til að taka við flugumferð eða starfsemi umfram það sem nú er í Vatnsmýri.“ Þetta er meðal þess sem segir í skýrslu stýrihóps ríkisins, Reykjavíkurborgar og Ice- landair Group um flugvallakosti á höfuðborgarsvæðinu. Þá telur stýrihópurinn nauðsyn- legt að samkomulag náist um rekstraröryggi Reykjavíkurflug- vallar í Vatnsmýri á meðan nauðsynlegur undirbúningur og eftir atvikum framkvæmdir fara fram. Að sama skapi þurfi að eyða óvissu um framtíð æfinga, kennslu- og einkaflugs. Breytingar á Brynjureit Vísað hefur verið til borgar- ráðs breytingu á deiliskipulagi Brynjureits á milli Laugavegar og Hverfisgötu austan Klapparstígs. Í tillögunni felst að samræma þann hluta deiliskipulags Brynjureits frá 2003 og 2006 þeim deiliskipu- lagsbreytingum sem tóku gildi árið 2013 en breytingarnar náðu aðeins til lóðanna Laugavegs 23, Klappar- stígs 31, Laugavegs 27a, Hverfis- götu 40 til 42 og Laugavegs 27b og Hverfisgötu 44. Breytingar eru uppfærðar og skipulagsskilmálar alls reitsins eru endurskoðaðir og samræmdir. Auk þess er nú gert ráð fyrir breytingum á lóðum að Laugavegi 27 og 29 vegna laga um menningarminjar sem tóku gildi 1. janúar 2013. Samþykkt hefur verið að auglýsa framlagða tillögu. Brynjureitur er að hluta byggður gömlum og illa förnum húsum eða óbyggður og notaður fyrir bílastæði. Hafnarstræti 19 endurbyggt Lögð fram að lokinni auglýsingu og vísað til borgarráðs umsókn Sjöstjörnunnar ehf. varðandi breytingu á deiliskipulagi Kvosar- innar vegna lóðarinnar nr. 19 við Hafnarstræti. Í breytingunni felst að heimilt verði að rífa og endurbyggja húsið í samræmi við upprunalegt útlit, samkvæmt lagfærðum uppdrætti THG arkitekta ehf. frá 16. apríl 2015. 2 Vesturbæjarblaðið Útgefandi: Borgarblöð ehf. Eiðistorgi 13-15 • 170 Seltjarnarnes • Pósthólf 172 Rit stjóri: Þórður Ingimarsson • Sími 551 1519 • 893 5904 Netfang: thordingimars@gmail.com Auglýsingasími: 511 1188 • 552 1953 • 895 8298 Heimasíða: borgarblod.is Net fang: borgarblod@simnet.is Framkvæmda- og aug lýs inga stjóri: Krist ján Jó hanns son Um brot: Valur Kristjánsson Prentun: Landsprent ehf. Dreif ing: Morgunblaðið 7. tbl. 18. árgangur Vesturbæjarblaðinu er dreift í hvert hús í póstnúmerum 107 og 101. S T U T T A R b o r g a r f r é t t i r M eð þeim húsbyggingum sem ákveðnar eru og fyrirhugað er að reisa í miðborg Reykjavíkur á næstunni munu breyta ásýnd hennar verulega. Fyrirhuguð stórbygging í Lækjargötu mun ekki einungis breyta götumyndinni við Lækinn heldur einnig miðbæjarmyndinni en mesta umbreytingin mun þó verða á hafnarsvæðinu þar sem fyrirhugað er að reisa bankabyggingu, hótel og stórt íbúða, verslunar- og þjónustuhús. Skoðanir fólks eru skiptar um þessar framkvæmdir. Á meðan fólki finnst í of mikið lagt – of mikið byggt fagna aðrir þéttingu byggðarinnar og auknu athafna- og atvinnulífi í miðbænum. Vissulega má deila um útlit nýrra bygginga, staðsetningu þeirra og hversu vel þær falla með sjónrænum hætti að þeim mannvirkjum sem eru fyrir. Fram hjá því má þó ekki horfa að flestar þessar byggingar eiga að rísa á svæðum sem verið hafa auð og nánast ónotuð um langa hríð. Lóðin á horni Lækjargötu og Vonarstrætis þar sem nú er fyrirhugað að reisa hótel- þjónustubyggingu hefur staðið auð síðan í stórbruna sem varð árið 1967. Svæði austurhafnarinnar sem stundum er nefnt Hörpureitur og nær frá Kalkofnsvegi vestur að Tollstöðvarhúsinu hefur lítið sem ekkert verið nýtt eftir að athafnasvæði Eimskipafélagsins var flutt inn í Sundahöfn og Faxaskáli rifinn. V issulega er tími kominn til og þótt fyrr hefði verið að nýta þessi svæði fyrir athafnir og mannlíf. Aðgátar er þó þörf við hönnun bygginga á miðborgarsvæðum. Menn mega heldur ekki láta hótelglýjuna í landi hinnar vaxandi ferðaþjónustu villa sér sýn en svo virðist sem ákvarðanir hafi verið teknar um að dreifa hótelum og annarri þjónustu við ferðafólk um stærra svæði en miðborgina. Hvernig sem til mun takast við þá uppbyggingu sem nú er að fara af stað í miðborginni ber að fagna henni. Þau göt sem verið hafa í miðborgarmyndinni og einkum á hafnarsvæðinu hafa stungið í augu bæði hvað umhverfi varðar og einnig að þessi borgarsvæði hafi ekki verið vel nýtt. Byggingarnar sem risu við Aðalstræti voru vel heppnaðar. Þau spor þarf ekki að hræðast. Vonast verður til að arkitektar og hönnuður – þeir sem skapa hús gæti þess að huga að einfaldri og fallegri borgarmynd. Miðborgin er að breytast. Breytt miðborg Vesturbæingar Eru fornminjar undir fótum mínum? JÚLÍ 2015 Geri við allar tegundir startara, alternatora, beinar innspýtingar, rafmagn í bílum og bátum. Sævar Bíla- og bátarafmagn Sími 561-1466 - Kirkjubraut 13, Seltjarnarnesi ra fm ag n@ m i.i s ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Auðbrekku 1, Kópavogi Útfararþjónusta síðan 1996 Vaktsímar: 581 3300 & 896 8242 • www.utforin.is • Allan sólarhringinn ALÚÐ • VIRÐING • TRAUST • REYNSLA Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is • Símar: 565 5892 & 896 8242 Kristín Ingólfsdóttir Hilmar Erlendsson Sverrir Einarsson

x

Vesturbæjarblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.