Víkurfréttir


Víkurfréttir - 07.11.2019, Blaðsíða 6

Víkurfréttir - 07.11.2019, Blaðsíða 6
Silja Dögg Gunnarsdóttir var kosin forseti Norðurlandaráðs fyrir árið 2020 en Ísland tekur þá við formennskunni af Svíþjóð. Næsta Norðurlandaráðsþing fer því fram í Reykjavík í lok október næsta árs. Oddný Harðardóttir var kosin varaforseti Norður- landaráðs. Silja kjörin forseti Norðurlandaráðs og Oddný varaforseti Forsætisnefnd Norðurlandaráðs er æðsta ákvörðunar- valdið milli hinna árlegu þinga og stýrir og samræmir starf allra nefnda og ráða ráðsins. Nefndin ber einnig ábyrgð á umfangsmiklum pólitískum og stjórnsýslu- legum málum, gerir framkvæmdaáætlun og fjárhagsá- ætlun og fer með ábyrgð á umfangsmiklum málefnum sem snerta utanríkis- og varnarmál. Norðurlandaráðsþingið fór fram dagana 29. – 31. októ- ber þar sem stjórnmálafólk frá öllum Norðurlöndunum kom saman í þinghúsi Svíþjóðar í Stokkhólmi. Lofts- lagsmál, sjálfbærni og þátttaka ungs fólk var meðal annars á dagskrá. Í ræðu sinni á þinginu þakkaði Silja fyrir traustið sem henni og Oddnýju Harðardóttur var sýnt með því að kjósa þær forseta og varaforseta Norðurlandaráðs. Í ræðu sinni sagði hún m.a.: „Við ætlum jafnframt að beina sjónum að líffræði- legri fjölbreytni í hafi, en það er svið sem hefur fengið öllu minni athygli en þróunin á landi. Við ætlum að standa vörð um lýðræðið með því að berjast gegn upplýsingaóreiðu og falsfréttum. Líklegt er að þetta málefni verði mjög í sviðsljósinu á næsta ári þegar for- setakosningarnar fara fram í Bandaríkjunum. Töluvert hefur verið gert til að kortleggja vandann en við ætlum fyrst og fremst að skoða leiðir til að vinna bug á honum, til dæmis með því að efla fjölmiðlalæsi og með því að styrkja stöðu fjölmiðla sem vinna á grundvelli hefðbundinna blaðamennskugilda um trúverðugleika og traust sem mótvægi við falsfréttum. Norrænu löndin hafa öll beint sjónum að þessu málefni og sérstaklega standa Finnar framarlega og við vonumst auðvitað eftir góðu samstarfi við finnsku landsdeildina og við ykkur öll. Silja sagði að í formennskutíð Íslands í ráðinu 2020 verði m.a. lögð áhersla á: að standa vörð um lýðræðið með því að berjast gegn upplýsingaóreiðu og falsfréttum sem grafa undan því, að standa vörð um líffræðilegan fjölbreytileika sem ógnað er af loftslagsbreytingum, mengun og fleiri þáttum sem rekja má til starfsemi manna, að treysta böndin milli Norðurlandabúa með því að efla tungumálakunnáttu innan Norðurlanda til að stuðla að því að þeir geti í sameiningu tekist á við þessi stóru verkefni. Verið velkomin á samkomu alla sunnudaga kl. 11.00 Hvítasunnu- kirkjan í Keflavík, Hafnargötu 84   Bílaviðgerðir Smurþjónusta    Varahlutir Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík sími 421 7979 www.bilarogpartar.is Söngkonan og lagasmiðurinn Jón- ína Aradóttir verður með tónleika á Bryggjunni í Grindavík fimmtudaginn 7. nóvember ásamt hljómsveit. Tónleikarnir eru þeir síðustu á tón- leikaferð hennar um landið og mun Jónína deila með gestum nokkrum vel völdum lögum úr eigin safni í bland við falleg íslensk dægurlög. Jónína hefur spilað og komið fram víða á Íslandi, sem og í Danmörku og Bandaríkjunum. Hún sundaði nám við Musicians Institute í Los Angeles þar sem hún lauk Associate in Art and Performance gráðu árið 2013. Jónína gaf þar út sína fyrstu EP plötu, Jónína Aradóttir. Og haustið 2017 gaf Jónína út sína fyrstu 10 laga plötu, Remember. Tónleikar í Grindavík MÁNUDAGA KL. 21:30 HRINGBRAUT OG VF.IS Nýr samstarfsaðili Heklu hf. í Reykjanesbæ hefur tekið að störfum. Nýsprautun og tengdir aðilar hafa keypt húsnæði Heklu í Reykjanesbæ. Starfsemi fyrirtækisins verður því áfram til húsa að Njarðarbraut 13 í Reykjanesbæ þar sem Hekla hefur verið með umboð og verkstæði síðustu 20 ár. Í húsnæðinu að Njarðarbraut er öll aðstaða til fyrirmyndar en nýlega var verkstæðið uppfært með nýjum lyftum og verkfærum sem nýtast atvinnubílum sérstaklega vel. Eftir sem áður verður hægt að nálgast þjónustu fyrir öll vöru- merki Heklu, Audi, Volkswagen, Skoda og Mit- subishi. Einnig mun sami aðili sjá um sölu nýrra bíla frá Heklu auk þess sem fjölbreytt úrval notaðra bíla verður á staðnum. Afgreiðslutími er alla virka daga frá kl. 08:00 – 17:00. Nú þegar geta eigendur Heklu bíla bókað tíma í þjónustu í síma: 421 2999. „Það er okkur sönn ánægja að kynna nýjan samstarfsaðila í Reykjanesbæ og þá sérstaklega þegar viðskiptavinir Heklu geta áfram leitað á sama stað. Við hlökkum til samstarfsins, einnig er vert að minnast á að samstarfsaðilar okkar geta nýtt sérþekkingu okkar tæknimanna sem og bifvélavirkja sem og reglulega eru gerðar úttektir til að passa upp á alla staðla“, segir Friðbert Friðbertsson forstjóri Heklu. „Við erum mjög ánægð með kaup okkar á hús- næði Heklu í Reykjanesbæ en ljóst er að hús- næðið er til fyrirmyndar sem og öll aðstaða. Við munum þjónusta vörumerki Heklu með natni og vonandi verður samstarfssamningur til þess að gleðja þá sem áður hafa leitað til Heklu í Reykjanesbæ. Einnig er gaman að segja frá því að við höfum fengið til liðs við okkur Erling R. Hannesson sem sölustjóra og er það mikill fengur fyrir okkur að fá eins reyndan mann og hann til þess að leiða söluna“, segir Sverrir Gunnarsson, framkvæmdarstjóri. Nýr samstarfsaðili Heklu í Reykjanesbæ 6 FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM f immtudagur 7. nóvember 2019 // 42. tbl. // 40. árg.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.