Víkurfréttir


Víkurfréttir - 07.11.2019, Qupperneq 20

Víkurfréttir - 07.11.2019, Qupperneq 20
Einstakt tækifæri Guðjónína Sæmundsdóttir, er for- stöðumaður Miðstöðvar símenntunar á Suðurnesjum. Við hittum hana að máli og forvitnuðumst um þessar aðgerðir stjórnvalda fyrir íbúa Suður- nesja. „Leiðsögunámið var eitt af úrræðum Mennta- og menningarmálaráðu- neytisins. Námið sem fór af stað í haustbyrjun, var einstakt tækifæri fyrir fólk sem hafði dreymt um að fara í leiðsögunám. Við komum með tillögur sem yfirvöld samþykktu og eitt af því var þetta nám. Leiðsög- unámið hefur það að markmiði að nemendur öðlist sérmenntun á sviði leiðsagnar og hafi færni og hæfni til þess að standast kröfur ferðaþjón- ustunnar hverju sinni um áreiðan- leika og fagleg vinnubrögð. Að auki mæltum við með íslenskunámskeiði, náms-og starfsráðgjöf, starfsþróunar- námskeiði og frumkvöðlanámskeiði. Öll námskeiðin fara fram á íslensku og nokkur á ensku og pólsku. Enn- fremur erum við með Menntastoðir, Skrifstofuskóla 1 og 2. Síðan erum við með Stökkpall sem er námsleið fyrir ungt fólk. Þá bjóðum við upp Ókeypis leiðsögunám fyrir tilstuðlan yfirvalda Með falli WOW air varð til aðgerðaráætlun Mennta- og menningarmálaráðuneytis fyrir Suður- nesin sem snýr að hagnýtingu tækifæra. Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum, lagði meðal annars til að svæðisbundið leiðsögunám yrði styrkt í þeim aðgerðum yfirvalda. Markmið með aðgerðinni var að efla ferðaþjónustu á svæðinu og auka tækifæri til nýrra atvinnutækifæra. Styrkur Mennta- og menningarmálaráðuneytisins í haustbyrjun gerði það að verkum að unnt var að bjóða Leið- sögunám hjá MSS án skólagjalda og þurftu þátttakendur því eingöngu að greiða fyrir inntökupróf í erlendu tungumáli. Teknir voru inn þrjátíu nemendur sem er jafnframt stærsti einstaki hópur sem hefur skráð sig í leiðsögunámið hjá MSS. Með náminu eflist þekking á meðal þátttakenda á Reykjanesskaga og gefur þeim möguleika til að skapa ný atvinnutækifæri, sem getur leitt til aukins ferðamannastraums og lengingu dvalar ferðamanna á svæðinu. Miðað við aðsóknina í námið sáum við að margir höfðu látið sig dreyma um þetta nám en því miður var ekki pláss fyrir alla. Þetta er heilmikið nám sem gengur ekki bara út á göngu- ferðir og útiveru. Við erum í sam- starfi við Menntaskólann í Kópavogi sem útskrifa með okkur. Við kennum námið á einu ári og þeir sem vilja bæta við sig geta tekið eitt ár í MK. Það er hægt að sérhæfa sig í fjallaleið- sögn, gönguleiðsögn og rútuleiðsögn fyrir allt landið. Hver leiðsögumaður hefur tækifæri til að skapa sitt eigið vörumerki og höfum við flott dæmi um það eins og Nanný með göngu- ferðirnar, Reynir sem tekur á móti fjölmörgum hópum og Helga Ingi- mundar. Þeir sem skapa sér sérstöðu geta fengið ágætar tekjur úr þessu. Atvinnumöguleikar ráðast af fólkinu sjálfu og áhuga þeirra. Leigubílstjórar geta til dæmis haft mikla möguleika sem leiðsögumenn og einnig rútubíl- stjórar sem vilja sameina þessi störf sín við leiðsögn. Svo eru þeir sem eru hættir að vinna, komnir á eftirlaun en hafa gaman af til dæmis sögum sem hægt er að tengja við landssvæði. Þetta fólk velur oft rútuleiðsögn eða léttari gönguferðir. Mér finnst per- sónulega skemmtilegast að fara um náttúruna enda er hún einstök hér og mikil jarðfræði og sögur sem tengjast náttúrunni“ segir Guðjónína. Leiðsögunámið er kennt á haustönn 2019 og vorönn 2020. Kennt er tvö kvöld í viku og einstaka helgar verða vettvangs- og æfingarferðir. Námið veitir rétt til inngöngu í Félag leið- sögumanna. Viljum hjálpa fólki af stað með hugmyndir sínar Það hafa margir nemendur hjá MSS öðlast sjálfstraust og hugrekki til að fara af stað út í lífið og látið drauma sína rætast í framhaldinu. „Okkar hlutverk er að vera til staðar fyrir einstaklinga sem vilja bæta líf sitt, vilja mennta sig, einstaklinga sem eru með hugmyndir og langar til að koma þeim af stað. Við bjóðum alla velkomna, þá sem vilja bæta við sig kunnáttu, vilja efla sig sjálf, þá sem vantar ráðgjöf, þá sem eru skapandi, svo dæmi séu tekin. MSS hefur yfir að ráða hæfu og metnaðarfullu starfsfólki sem er tilbúið að aðstoða alla. Það er bara að líta við,“ segir hún að lokum. Þrjátíu nemendur sóttu leiðsögunám hjá Miðstöð símenntunar: á kvennasmiðju og karlasmiðju en þar erum við að vinna með sjálfsupp- byggingu og frumkvæði,“ segir hún. Getur opnar ýmsar dyr „Ég kláraði sjálf leiðsögunámið árið 2017 og veit af eigin raun að þetta er mjög áhugavert nám. Ég er ferðamála- fræðingur í grunninn og átti þann draum að fara í leiðsögumanninn en hafði sjálf ekki tækifæri til þess fyrr en börnin mín voru orðin eldri. Ég elska útiveru og geng mikið á fjöll. Ég er ekki mikið í leiðsögn í dag en geri það stundum. Það var kapps- mál mitt að koma leiðsögunáminu á koppinn hjá MSS á sínum tíma. Það tókst ekki alveg strax í byrjun þegar við vildum bjóða upp á þetta nám fyrst en tókst svo árið 2004 en ég hafði brennandi áhuga og vissi að námið myndi gagnast svæðinu því hér eru svo margir möguleikar á sviði ferðaþjónustu. Þegar maður hefur trú á einhverju þá getur svo margt gerst, maður finnur ákveðnar lausnir. Í dag erum við að uppskera og útskrifa leiðsögumenn frá MSS. Viðfangsefni leiðsögunámsins eru margvísleg en farið er yfir sögu Íslands, jarðfræði, gróðurfar, mannlíf, tengingu við þjóð- sögur og bókmenntir, auk hagnýtra atriða varðandi skipulag ferða, leið- sögutækni, samskipti og margt fleira. Hluti af náminu er svokallað svæðis- bundið leiðsögunám þar sem áhersla er lögð á Reykjanesskaga. Inntöku- kröfur í leiðsögunámið er stúdents- próf eða sambærilegt, 21. árs og eldri. Atvinnumöguleikar ráðast af fólkinu sjálfu og áhuga þeirra. Leigubílstjórar geta til dæmis haft mikla mögu- leika sem leiðsögumenn og einnig rútubílstjórar sem vilja sameina þessi störf sín við leiðsögn. Svo eru þeir sem eru hættir að vinna, komnir á eftirlaun en hafa gaman af til dæmis sögum sem hægt er að tengja við landssvæði Bæjarbúar voru margir í hræðilegu skapi á hrekkjavöku eins og sjá mátti víða. Mörg heimili og hús voru skreytt og krakkar gengu á milli húsa og sögðu „gott eða grikk“ sem er góð íslensk setning þegar hrekkjarvaka er í gangi. Meðfylgjandi myndir eru lítið dæmi um stemmninguna sem sjá mátti víða um Suðurnesin í síðustu viku. Myndirnar fékk VF frá Sigríði Sigurðardóttur. Gott eða grikk? Innri-Njarðvíkurbyggð nær inn á Stapa inn undir Ytri Skor. Hér áður var farið á Stapann og niður Ytri Skor til að skoða dót, sem þar var hent. Smábörn fóru þar ekki, það var of langt en nú er þarna byggð. Sama má segja um Bergið. Börnum er hætt þarna, eltandi hvolpa og ketti til dæmis. Ég vil gera það að tillögu, að girða Stapann og friða fyrir fugl og hafa jafnvel lúpínu upp að girðingunni, börn hafa ekki tilhneigingu að ganga í lúpínuna. Þarna er gönguleið og það er hægt að gera tröppur niður Ytri Skor og pall til að kasta út fyrir fisk. Kanarnir komu þarna mikið í gamla daga með veiðistangir. Okkur þótti það ómerkilegt að vera að reita upp eitt og eitt kolakvikindi. En fyrir túrista að ganga niður fyrir björg niður í náttúrulegt flæðarmál, það þykir þeim athyglisvert, sem okkur dettur ekki hug. Svo eru sett spjöld við göngustígana með myndum af fuglum, mink, ref. selum og hvölum. Þá verður þetta félagslega virkt svæði. Við svæðið þarf smápalla með handriði fyrir “selfí” eða sjálfmynd með bakgrunn. En börnin ganga fyrir, hitt er til að þetta borgi sig sjálft fjárhagslega fyrir samfélagið. Þorsteinn Hákonarson. Lesendur senda, skrifa eða hringja: Gera tröppur niður Ytri Skor og pall til að kasta út fyrir fisk Vantar stóla í Listasafnið Eldri kona hringdi til Víkurfrétta og sagði að það mætti huga betur að aðstöðu fyrir eldri borgara og fótafúna sem sækja Listasafnið í Reykjanesbæ. Þar væru glæsilegar sýningar en leiðinlegt ef ekki væri hægt að njóta þeirra. Það mætti setja fjóra stóla inn í stóra salinn svo hægt sé að setjast og njóta lista- verkanna, ekki síst fyrir eldri borgara sem eiga kannski erfitt með að standa lengi og þurfa að tylla sér og eflaust vildu fleiri geta sest niður en bara þeir. Guðjónína Sæmundsdóttir á Sveinstindi. Heyrnarmælingar, ráðgjöf og heyrnartækjaþjónusta Bókaðu tíma í síma 568 6880 eða á www.heyrnartaekni.is Vantar þig heyrnartæki? Opn S eru ný tegund heyrnartækja frá Oticon sem hjálpa þér að heyra margfalt betur í fjölmenni og klið. Þú getur fengið Opn S með endurhlaðanlegum rafhlöðum. Árni Hafstað heyrnarfræðingur verður í Reykjanesbæ í nóvember. Reykjanesbær 19. nóvember Heyrnartækni | Glæsibæ | Álfheimum 74 | 104 Reykjavík | Landsbyggðaþjónusta | Sími 568 6880 20 MANNLÍF Á SUÐURNESJUM f immtudagur 7. nóvember 2019 // 42. tbl. // 40. árg.

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.