Víkurfréttir


Víkurfréttir - 07.11.2019, Side 21

Víkurfréttir - 07.11.2019, Side 21
TILLAGA AÐ VERNDARSVÆÐI Í BYGGÐ – ÚTGARÐUR Kynning á auglýsingartíma Framkvæmda- og skipulagsráð Suðurnesjabæjar samþykkti á fundi sínum 29. ágúst sl. að kynna íbúum á umræddu svæði og öðrum bæjarbúum og hags- munaaðilum drög unnin af Kanon arkitektum, að tillögu að verndarsvæði í byggð í Útgarði. Kynningar- og samráðsfundur var haldinn í Gerðaskóla 19. september sl. Á fundi í framkvæmda- og skipulagsráði 17. október sl. var sam- þykkt að framlögð greinargerð og tillaga Kanon arkitekta að verndarsvæði í byggð í Útgarði dags. október 2019 yrði auglýst og kynnt og undir það tók bæjarráð á fundi sínum 30. október 2019 og bókaði m.a. að:.. „þannig væri þeim aðilum sem telja sig eiga hagsmuna að gæta gefinn kostur á að kynna sér efni skýrslu tillögunnar, ásamt húsakönnun og fornleifaskráningu og koma með ábendingar og athugasemdir“. Sjálf skýrslan með greinargerð tillögunnar ásamt húsakönnun og fornleifaskráningu og kynningarefni frá íbúafundi liggur frammi á bæjarskrifstofum og er að finna á heimasíðu sveitarfélagsins. Í kynningarefni er fjallað stuttlega um lögin, markmið og aðferð ásamt mati á varðveislugildi byggðarinnar sem byggir einkum á húsakönnun og fornleifaskráningu sem eru veigamikill þáttur greinargerðar, ásamt skilmálum fyrir uppbyggingu. Unnið er samkvæmt lögum um verndarsvæði í byggð sem tóku gildi árið 2015, með það að markmiði að vernda sögulega byggð. Tillagan og fylgigögn eru í auglýsingu til 13. desember nk. Íbúar og aðrir áhugasamir eru hvattir til kynna sér gögnin og koma með upplýsingar og ábendingar, sé tilefni til. Ábendingar og athugasemdir berist til einar@sudurnesjabaer.is Afmörkun svæðis Á dögunum hlaut Heilsuleikskólinn Skógarás verðlaun fyrir besta eTwinn- ing verkefni síðasta skólaárs en það heitir „Litli vistfræðingurinn“ (The Little Ecologist). Verðlaunin voru veitt af landsskrifstofu Erasmus+ á Íslandi (Rannís) við hátíðlega athöfn. Að sögn Þóru Sigrúnar Hjaltadóttur, skólastjóra er verkefnið hluti af „Eco Tweet“ en það er Erasmus+ verkefni skólans. Um er að ræða umhverfis- verndarverkefni þar sem nemendur læra um leiðir til þess að gæta að um- hverfinu og taka ákvarðanir þar að lútandi. Í verkefninu læra börnin m.a. um vistfræði, verndun dýra, gróður- setningu, tré, kryddplöntur, vatn og endurvinnslu svo eitthvað sé nefnt. Helgi Arnarson fræðslustjóri Reykja- nesbæjar og Ingibjörg Bryndís Hilm- arsdóttir leikskólafulltrúi Reykja- nesbæjar heimsóttu skólan af þessu tilefni og færðu honum bókagjöf í tilefni þessarar viðurkenningar. Fjallað er um málið í Suðurnesjama- gasíni vikunnar sem frumsýndur er á fimmtudagskvöld kl. 20.30. Fékk viðurkenn- ingu fyrir umhverfis- verndarverkefni Leikskólinn Skógarás á Ásbrú er í skemmtilegum verkefnum: „ Það var mikill heiður að vera hluti af þessari ráðstefnu þar sem við hjá GeoSilica leggjum áherslu á að auka nýtingu þeirra auðlinda sem við höfum hér á Íslandi með því að framleiða hágæða steinefni unnið úr jarðhitavatni Hellisheiðavirkjunar,“ segir Fida Abu Libdeh, framkvæmdastjóri GeoSilica en síðasta fimmtudag flutti hún erindi á ráðstefnu í Hellisheiðarvirkun um beina nýtingu jarðvarma. Meðal gesta voru margir af forstjórum stærstu orkufyrirtækja heims og frá stjórnvöldum. Gestirnir á ráðstefnunni fræddust um beina nýtingu á jarðvarma og þá sérstaklega um starfssemi GeoSilica. Fida Abu Libdeh, framkvæmdastýra GeoSilica, flutti erindi fyrir gesti og vakti það athygli hjá gestunum en ekki síst sú verðmætasköpun sem á sér stað hjá GeoSilica með beinni nýtingu jarðvarma hér á Íslandi. Við höfum verið í nánu samstarfi við Orku Náttúrunnar frá upphafi og tekið sameiginlega þátt í ráðstefnum sem þessari frá upphafi til þess að vekja athygli á nýsköpun sem á sér stað á Íslandi ,“ segir Fida. Þegar erindi Fidu var lokið fengu gestir að gæða sér á veitingum og fengu þeir allir smakk af GeoSilica vörunum sem vakti mikla lukku en gestum þótti áhugavert að fá tilfinn- ingu fyrir því hverskonar verðmæti er hægt að skapa úr jarðhitavatni. Ísland heldur áfram að vera fremst á heimsmælikvarða í nýtingu á jarð- varma og nýsköpun í nýtingu jarð- varma vekur alltaf athygli erlendra aðila.Frumkvöðlar í slíkri starfsemi hafa því frá miklu að segja þegar slíkir aðilar koma til landsins, segir í frétta- tilkynningu frá GeoSilica. GeoSilica vakti athygli á ráðstefnu um beina nýtingu jarðvarma Helgi og Ingibjörg frá Reykjanesbæ heimsóttu skólann og færðu honum bókagjöf í tilefni árangurs skólans. MÁNUDAGA KL. 21:30 HRINGBRAUT OG VF.IS 21MANNLÍF Á SUÐURNESJUM f immtudagur 7. nóvember 2019 // 42. tbl. // 40. árg.

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.