Víkurfréttir - 07.11.2019, Side 22
Brynjar í Óðni var það nafn sem við
kölluðum hann oftast enda kenndur
við vélsmiðjuna Óðinn sem hann
rak og vann í stóran hluta lífs síns.
Þegar sá sem þetta ritar kynnist þeim
hjónum, höfðum við Brynjar eignast
öflugar fjórhjóladrifnar bifreiðar sem
voru notaðar óspart til ferðalaga um
óbyggðir Íslands. Þau Brynjar og
Jóhanna ásamt börnum voru afar
dugleg að stunda slíkar ferðir og
njóta. Ég minnist ótal ferða norður
fyrir Hofsjökul í Ásbjarnarvötn, suður
Sprengisand til Veiðivatna og þaðan
yfir Hófsvað til Landmannalauga.
Til slíkra ferða þurfti traustar bif-
reiðar og trausta stjórnendur sem
ekki voru ragir við að takast á við
fjölbreytt, viðfangsefni og áskoranir
sem ferðir um lítt og ókannað hálendi
Íslands voru á þeim tíma. Þar voru
þau Brynjar og Jóhanna á réttum
stað. Suðurnesjafólk var orðið ansi
þekkt í þeim þrönga hópi ferðalanga
sem fór slíkar ferðir á þeim tíma en
þar voru áberandi, Brynjar, Knútur
Höiriis ásamt undirrituðum sem allir
áttu traustar fjallabifreiðir sem báru
sama litinn og var því eftir þeim tekið
hvar sem þeir fóru. Þetta voru góðir
og ánægjulegir tímar með glöðu og
skemmtilegu fólki. Það er freistandi
að minnast einstakra ferða eins og
þegar kabyssan í Landmannalaugum
leitaði útrásar eða páskaferðanna í
öræfasveitina þar sem mörg óvænt
og spennandi ævintýri biðu okkar.
Brynjar var einn stofnenda Björgunar-
sveitarinnar Stakks þar sem hann og
Jóhanna störfuðu í af miklum krafti.
Á mörgum ferða okkar um óbyggð-
irnar, mest að sumarlagi vorum við oft
búin að hugsa um hvernig við gætum
notið þess að ferðast þar um einnig
að vetri til. Það fór svo að hópur sam-
rýmdra ferðafélaga stofnuðu félags-
skap um kaup á snjóbíl, fyrst einum
en síðar öðrum. Brynjar sá um og
smíðaði sleða fyrir báða snjóbílana,
til aðseturs í slíkum ferðum. Það
tímabil var okkur mikill gleðigjafi,
páskaferðir í Landmannalaugar og
víðar með fjölskyldum og vinum voru
afar ánægjulegar. Hópur ferða og
björgunarsveitafélaga tók sig saman
eftir gott starf innan björgunar-
sveitarinnar um að stofna ferðahóp
til að viðhalda tengslum og minn-
ingum um þá góðu tíma. Þar létu þau
Brynjar og Jóhanna sitt ekki eftir
liggja. Hópurinn kallar sig 1313 og
hefur haldið sambandi í 36 ár.
Það er erfitt að kveðja góða vini og
félaga eftir ánægjulegt samstarf til
margra ára. Samstarf sem byggst
hafði á trausti og áreiðanleika þar
sem oft reyndi á þolinmæði og út-
sjónarsemi þegar við lentum í erfiðum
og óvæntum aðstæðum. Þá var gott
að hafa þau Brynjar og Jóhönnu í
hópnum.
Við félagar þeirra í fjallaferðum og
björgunarstarfi þökkum Brynjari
samfylgdina af heilum hug og munum
sakna hans með djúpu þakklæti
fyrir samstarfið, ánægjuna og ljúf-
mennskuna sem fylgdi honum í öllum
okkar ferðum. Okkar dýpsta samúð
er hjá Jóhönnu, börnum þeirra og
fjölskyldum.
Brynjar, góða ferð á hverjar þær slóðir
sem þú ert lagður í og kæra þökk fyrir
samfylgdina.
f.h Félaga í Björgunarsveitinni
Stakkur og Ferðahópsins 1313.
Garðar Sigurðsson.
Kveðja frá Stakksfélögum og ferðahópnum
„Ég er fædd í Keflavík og uppalin í
tíu systkina hópi af foreldrum sem
unnu mikið og samviskusamlega að
lífsverkum sínum en þau voru Marta
Eiríksdóttir, húsmóðir, og Ólafur Ingi-
bersson, vörubílstjóri. Við systkinin
vorum svo lánsöm að eiga föðurömmu
Marín til nítján ára í sama húsi og
móðurömmu Guðrúnu á heimilinu í
35 ár. Ég byrjaði búskap í Keflavík og
bjó þar níu fyrstu búskaparárin mín
ásamt eiginmanni mínum, Sigurði
Karlssyni, og þremur börnum okkar,
sem öll fæddust á Sjúkrahúsi Kefla-
víkur,“ segir Hjördís Ólafsdóttir.
Tíu manna fjölskylda undir súð
„Fjölskyldan bjó í íbúð á loftinu á
Hafnargötu 24 í Keflavík. Þarna voru
þrjú herbergi og eldhús, allt undir súð.
Yfir snarbröttum stiganum var hleri.
Ekkert klósett, bara útikamar. Stofa,
hjónaherbergi og ömmu Guðrúnar
herbergi. Þvottahúsið var í kjallar-
anum. Við tíu systkinin fæddumst öll
á loftinu á sautján ára tímabili. Elínrós
ljósmóðir tók á móti okkur öllum.
Amma Guðrún var með dótturson
sinn móðurlausan átta ára gamlan.
Þau fluttu til mömmu og pabba árið
sem þau byrjuðu að búa eða árið 1934.
Amma og Svenni frændi fengu eitt
herbergi og bjuggu í því þar til hann
flutti að heiman. Þá fór Sverrir bróðir
inn til ömmu. Annars sváfu sjö manns
í hjónaherberginu, mamma, pabbi,
eitt barn í vöggu/barnarúmi og svo
fjögur börn til viðbótar sem sváfu
í tveimur tveggja hæða kojum. Tvö
barnanna sváfu í stofunni og síðustu
árin á Hafnargötunni sváfu tveir niðri
hjá ömmu Marínu. Barnafjöldinn
tók sífellt breytingum og þurfti oft
að stækka eldhúsborðið til að koma
öllu heimilisfólkinu fyrir. Annars var
borðað til skiptis. Í hjónaherberginu
voru auðvitað bara rúm en í stofunni
voru tveir dívanar, saumavélin hennar
mömmu og skrifborðið hans pabba.
Þarna var nægjusemin á háu stigi.“
Kirkjan mikilvæg
„Kirkjan var einn af mínum uppá-
haldsstöðum á sunnudögum. Þá mætti
maður mjög ungur til barnamessu,
söng barnasálma og hlustaði á séra
Björn Jónsson segja okkur dæmisögur
úr Nýja Testamentinu og tengdi þær
daglegu lífi. Einnig fengum við svo-
kallaðar Jesúmyndir sem tengdust
dæmisögu dagsins. Séra Björn var
góður sögumaður og líka söngmaður.
Ég fékk inngöngu í barnakirkjukórinn
sem Villi Ellefsen stjórnaði og var
einnig organisti í barnamessunum.
Á unglingsárum fékk ég inngöngu í
kirkjukórinn og þá var Geir kórstjóri
og organisti.“
Allir upp úr
„Maður lærði sundtökin í sundhöllinni
um fimm, sex ára aldur og aðalmark-
miðið var að komast í „bláu bókina“
sem mig minnir að hafi verið að geta
synt bringusund yfir laugina þvera.
Sundlaugin var eini staðurinn sem
maður sótti daglega, sex daga vik-
unnar. Ég elskaði að synda og leika
mér þó maður mætti bara vera í 40
mínútur ofan í. Að þeim tíma loknum
var flautað í dómaraflautu og maður
rekinn upp úr. Sigga Jóa Ball, Sigríð-
ur Jóhannsdóttir góð vinkona mín
í dag, sá svo um að maður væri sko
ekkert að hangsa í klefanum við að
koma sér í fötin. Hún hótaði að henda
okkur stelpunum inn í strákaklefa ef
við drifum okkur ekki og við trúðum
henni til að standa við orð sín en það
vildum við ekki. Ekki veit ég hvað var
sagt við strákana.“
Skátafélagið Heiðabúar
„Skátahúsið var góður samkomu-
staður fyrir Skátafélagið Heiðabúa. Þar
voru haldnir skátafundir og deildar-
fundir. Mikið lært að skátasið, útilegur
skipulagðar, hnútar bundnir, þrautir
reyndar, skátalögin sungin og boð-
skapurinn tekinn hátíðlegur. Skáta-
hóparnir voru nefndir ýmsum frum-
legum nöfnum og búnir til flokksfánar
sem lýstu nöfnum skátaflokkanna, til
dæmis Stjörnur, Kátir hvolpar og fleira.
Á tímum ferminga var mikil vinna
lögð í að skrifa skátaskeyti sem voru
heillaskeyti til fermingarbarna. Helgi
S. Jónsson, skátahöfðingi Heiðabúa,
var aðalskrautritari á skeytin og gerði
þau litskrúðug og undurfalleg.“
Blómlegt kórastarf
„Tónlistarskólinn í Keflavík var fyrst
á loftinu í UNGÓ. Ég byrjaði þar á
blokkflautu að mig minnir um átta
ára aldur en þegar bræður mínir fóru
að segja mér uppspunnar draugasögur
úr húsinu og dimma tók á kvöldin
missti ég kjarkinn við að fara gang-
andi í myrkrinu í tónlistarnámið og
hætti. Stuttu eftir fermingu mína var
tónlistarskólinn kominn í húsið að
Austurgötu og þar hóf ég nám í klass-
ísku söngnámi. Um 1968 var formlega
stofnaður Kvennakór Suðurnesja og
var þá Herbert kórstjóri í nokkur ár.
Þetta var yndislegur félagsskapur og að
syngja í kórnum var eins og heilun eftir
erfiðan vinnudag, maður kom endur-
nærður heim að lokinni kóræfingu.“
Skautasvell í frosthörku og
álfabrennur á íþróttavellinum
„Boðið var upp á skautasvell á íþrótta-
vellinum við Skólaveg í frosthörkum.
Þá kom tankbíll og sprautaði vatni
í lögum á íþróttavöllinn þannig að
börn og fullorðnir gátu rennt sér á
skautum. Það var gaman og maður
lærði að skauta, fyrst með skíðasleða
til að styðjast við þar til maður var
orðin nógu fær að renna sér án hjálpar.
Álfabrennur á þrettándanum voru
skemmtilegar og haldnar með sam-
eiginlegu átaki bæjarins, Skátafélags-
ins Heiðarbúa, Karlakórs Keflavíkur og
Kvennakórs Suðurnesja, Hestamanna-
félagsins og fleiri. Brennurnar voru vel
hlaðnar og vel stjórnað á íþróttavell-
inum við Skólaveg. Kórfélagar mættu
uppáklæddir grímubúningum, kóngur,
drottning og hirðfólk komu syngj-
andi í stórri skrúðgöngu með logandi
kyndla að bálkestinum og dönsuðu þar
í kring. Börnin í bænum voru einnig
uppáklædd í búningum og tóku þátt.
Þarna var mikil gleði og gaman.“
Hann hafði sjálfur breyst
„Ljósanótt finnst mér meiriháttar sam-
koma. Árgangagangan og skipulagið á
henni, þar sem allir hittast, ungir sem
aldnir. Upplifunin er oft mikið hláturs-
efni bæði meðan á hátíðinni stendur
og þegar heim er komið. Fyrsta sinn
er við hjónin mættum í gönguna sagði
maðurinn minn um skólafélaga sína:
„Ég sá fyrst engan sem ég þekkti, þetta
eru allt svo breytt andlit,“ en auðvitað
var hann ekkert að hugsa um að hann
sjálfur hafði líka breyst og gátum við
hlegið að því.“
Nægjusemi á háu stigi
Hvað segir fólk um gamla bæinn sinn?
HJÖRDÍS ÓLAFSDÓTTIR RIFJAR UPP GAMLA TÍMA Í KEFLAVÍK
Hjördís ásamt foreldrum sínum og systkinum.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma
KRISTÍN JÓNSDÓTTIR,
frá Brekku í Aðaldal,
lést á Hrafnistu Nesvöllum, mánudaginn 4. nóvember.
Guðbjörg Nanna Einarsdóttir,
Kristjana Einarsdóttir Herzog, Briant M. Herzog,
Jóna Gréta Einarsdóttir, Lárus Milan Bulat,
barnabörn og langömmubörn.
Guðbjörg Nanna Einarsdóttir,
Kristjana Einarsdóttir Herzog, Briant M. Herzog,
Jóna Gréta Einarsdóttir, Lárus Milan Bulat,
barnabörn og langömmubörn.
Hjördís ljósálfur í Heiðabúum.
22 MANNLÍF Á SUÐURNESJUM f immtudagur 7. nóvember 2019 // 42. tbl. // 40. árg.