Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2019, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2019, Blaðsíða 4
4 11. október 2019FRÉTTIR Rússíbanar voru fundnir upp seint á nítjándu öld til að halda Bandaríkjamönnum frá krám og vitleysunni sem því fylgdi. Það er ómögulegt að hömma á meðan maður heldur fyrir nefið. Hvert augnhár endist í um 150 daga. Letidýr geta haldið lengur í sér andanum en höfrungar. NASA sýnir nýjum yfirmönnum kvikmyndina Armageddon til að sjá hve margar villur þeir geta fundið. Það er staðreynd að… Músin og pöpullinn S varthöfði er orðinn þreyttur á heimsyfirráðum Disney-samsteypunnar. Í gegnum áratugaraðir hefur hún matað ofan í börnin okkar ígildi fegurðar, réttlætiskenndar og lífsreglna. Á undanförnum árum hefur þó aðeins verið reynt að stýra skuggagildum fortíðarinnar í jákvæðari átt, þar sem ekki lengur er brýnt fyrir tvennu; að ungar prinsessur eigi sér engin mittismál og þurfi að vera teiknaðar upp sem ofurmódel, að allt utan vestræna heimsins sé morandi í staðalmyndum. Eins og það hafi ekki verið nógu þreytt fyrir í áratugaraðir hvað Disney hefur mest matreitt þau skilaboð ofan í börn um gagnsleysi foreldra. Disney er á meðal stærstu merkja veraldar og langstærsta fjölmiðlasamsteypa heims, sem étur upp allt og tröllríður yfir skemmtanamarkaðinn núna. Útbreiðslan virðist stækka með ólíkindum um ár hvert, hvort sem það gerist með tilkomu nýrrar streymisveitu (sem við Íslendingar höfum enn engin merki um að ná, þannig að ninjur niðurhalsins verða fljótar til leiks) eða kaupum á öðrum fyrirtækjum á borð við Fox. Eftir kaupin á Fox fyrr á árinu bættust FX, National Geographic og Hulu, auk kvikmyndaversins 20th Century Fox í hóp fjölda vörumerkja sem skiluðu fyrirtækinu um 1.500 milljarða króna hagnaði árið 2018. Eins og stendur í dag ræður samsteypan yfir allt að 40% efnis sem ratar í kvikmyndahús og sjónvarp, bæði myndabálka og bráðum tvær risastórar streymisþjónustur. Til að bæta gráu ofan á Svarthöfða hyggst kvikmyndadeild Disney núna að endurgera fjöldann af þeim titlum sem samsteypan eignaðist með kaupunum á Fox, þar á meðal Home Alone. Þetta þýðir að hin jólaklassíkin, Die Hard, sé í opnu skotfæri, enda jafn furðuleg tilhugsun og að músin skuli eiga réttinn á Die Hard, af öllu. Fyrirtækið veltir um 250 milljarða Bandaríkjadala á ári, en nokkrar sameiningar til viðbótar og þá liggur við að Disney sjái til þess að einoka eldsneytis- og matarmarkað Vesturlanda og seinna meir víðar. Fyrir hverja áskrift að Disney+ hlýtur þá að fylgja aðgangur að fatnaði, vatni og öðrum nauðsynjavörum, en aðeins ef þú stimplar inn þrettán stafa kóða sem þú færð í hverjum mánuði til að tryggja endurnýjun áskriftar. Langsóttari hlutir hafa nú gerst í þessum heimi. Einokunin er óhugnanleg og býður upp á það að fiska eftir lítilmagnanum undir hverju borði til að sigra þetta stórveldi, eða að minnsta kosti tryggja ásættanlegt mótvægi fyrir neytandann. Þetta á sérstaklega við um dægurmenningarhliðina og fólk sem vill ekki eingöngu söngva- og glansmyndir, Marvel- hetjur eða þrjátíu gerðir af Stjörnustríði. Það versta af öllu er að Disney á tæknilega séð réttinn á ímynd Svarthöfða, þannig að í rauninni á Svarthöfði engan rétt til að kvarta. Hann glottir bara undir hjálminum og samþykkir örlög sín. n Svarthöfði Hver er hún n Hún er fædd 28. júlí árið 1979. n Hún hóf ferilinn aðeins sextán ára gömul í ABBA-sýningu á Broadway sem þá var og hét. n Hún varð þess valdandi að fléttur komust aftur í tísku. n Mest var leitað af skyldleika við hana á Íslendingabók árið 2005. n Hún var fyrsta manneskjan til að fá persónugert debetkort, líka árið 2005. SVAR: BIRGITTA HAUKDAL Háskólamenntuð en fær enga vinnu n Mætir fordómum á vinnumarkaði n Menntuð í raungreinum og viðskiptafræði N igar Khaligova er þrítug og hefur verið búsett á Íslandi í sjö ár, en hún er fædd og uppalin í Aserbaídsjan. Hún er með háskólagráðu í raungreinum frá heimalandi sínu og stundar í dag nám í viðskiptafræði en hún segist mæta miklum fordómum hjá vinnuveitendum. Afar erfitt sé fyrir háskólamenntaða útlendinga að fá vinnu á Íslandi, jafnvel þó að viðkomandi tali góða íslensku og sé með dýrmæta þekkingu. Oftar en ekki reiða vinnuveitendur sig á tengslanet og sambönd, sem kemur sér illa fyrir manneskju sem hefur búið á landinu í takmarkaðan tíma. Vann við afgreiðslu og þrif Nigar er í dag búsett á Egilsstöðum. „Ég er með háskólapróf í efnatæknifræði frá háskóla í Aserbaídsjan. Þegar ég flutti til Íslands fyrir sjö árum var ég nýútskrifuð frá háskólanum og talaði ekki íslensku. Á þessum tíma vann ég alls konar vinnu, eins og við afgreiðslu og þrif.“ Ég sótti um vinnu á mörgum stöðum, en ég var aldrei ráðin vegna þess að ég var með takmarkaða íslenskukunnáttu, enga reynslu og ég gat lítið notast við háskólaprófið mitt.“ Hún segir enga eftirspurn hafa verið eftir efnafræðingum á Austurlandi. Hún ákvað því að bæta við sig menntun í viðskiptafræði til að auka atvinnumöguleika sína hér á landi og fá þægilega vinnu. Hún skráði sig því í BA-nám í Háskólanum á Akureyri og er í dag á öðru ári í náminu. „Ég hugsaði með mér að það yrði ekkert mál að finna vinnu þegar ég væri komin með háskólamenntun fra íslenskum háskóla. Þá gæti enginn hafnað mér, af því að það væri engin ástæða til þess.“ Vilja ekki sjá erlent nafn Nigar segist vera búin að sækja um nokkur störf á fjármálasviði, án árangurs. Oftast sé henni tjáð að „við ætlum að hafa þig í huga þegar okkur vantar starfsfólk“. Hjá opinberum stofnunum er hún kölluð í viðtal en heyrir aldrei neitt meir. „Ég veit ekki hvað veldur en mig grunar að þetta sé vegna þess að ég er ekki íslensk og ég á ekki „góða vini“ til þess að hjálpa mér. Mér finnst eins og fólk í stjórnunarstöðum vilji einhverra hluta vegna ekki ráða útlendinga í vinnu, nema þörf sé á. Kannski vilja þeir ekki að útlendingum vegni vel?“ segir Nigar. Hún segir það líta út eins og atvinnurekendur hendi umsókn strax í ruslið ef erlent nafn er á blaðinu. Þá skipti engu hvort manneskjan sé búsett á Íslandi, með menntun og tali ágæta íslensku. „Ég heyri oft að það sé verið að ráða nýtt fólk í vinnu hjá fjármálafyrirtækjum hér á Egilsstöðum. En ég skil ekki eitt: Hvernig vissi fólk að það væri laus staða, ef starfið var ekki auglýst? Þarf maður alltaf að þekkja einhvern til að geta fengið sér vinnu? Þegar ég sótti síðast um starf á fjármálasviði þá var mér hafnað. Þegar ég spurði hver ástæðan væri þá var mér sagt að ég væri ekki með reynslu. En hvernig á ég að öðlast reynslu, ef ég er aldrei ráðin í starf?“ spyr Nigar jafnframt. „Þetta hljómar þannig að ég er aldrei „nógu góð“ til að fá vinnu. Það er alltaf eithvað að: „þú talar ekki íslensku“, „þú kannt ekki að skrifa á íslensku“, „þú ert ekki með háskólamenntun frá Íslandi“. Og núna er reynsluleysi. Er það nokkuð sanngjarnt gagnvart manneskju sem er búin að gera allt sem er mögulegt í stöðunni? Ég verð aldrei íslensk, nafnið mitt mun aldrei verða íslenskt, það er satt. En ég er með íslenskan rikisborgararétt, ég borga skatta hér á landi og ég er með sömu réttindi og Íslendingar. Af hverju fæ ég þá ekki sömu meðferð?“ segir Nigar og biðlar að lokum til vinnuveitenda að gefa aðfluttum Íslendingum tækifæri til að koma undir sig fótunum hér á landi. „Kæru vinnuveitendur og ríkisstjórn. Þið eruð í þessu starfi í dag af því að einn daginn hafði einhver trú á ykkur og gaf ykkur tækifæri til að sanna ykkur. Ekki taka þetta tækifæri frá öðrum, bara vegna þess að viðkomandi er með erlent nafn. Á bak við hvert nafn er líf: væntingar- og örvæntingarfullur vilji til að gera meira og verða betri.“ Auður Ösp Guðmundsdóttir audur@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.