Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2019, Blaðsíða 47

Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2019, Blaðsíða 47
FÓKUS - VIÐTAL 4711. október 2019 myndbandinu á Facebook kemst hann ekki inn á aðganginn sinn og fær skýra viðvörun frá miðlin- um. „Mér var sagt að ég færi í ævi- langt Facebook-bann ef ég setti þetta vídeó inn aftur. Ástæðan var sögð vera að þetta hefði skemmt fyrir Sjálfstæðisflokknum, af þeim innan flokksins sem lagði inn kvörtunina,“ segir hann. Samsæri á sviði í Peking Í tengslum við umræðuna um umdeilt grín segist Helgi seint gleyma atviki sem átti sér stað í Peking sumarið 2015. Þá var hann yfirheyrður af lögreglunni vegna gruns um að óæskileg um- mæli um kínversk stjórnvöld væru látin falla á uppistandskvöldi sem hann skipulagði. Þeir félagar hans þurftu að hætta við sýninguna þegar hún var aðeins hálfnuð. „Það var rosalegt verðbréfa- hrun vikuna á undan og alltaf þegar það gerist verður ríkisstjórn- in rosalega stíf,“ segir Helgi. „Það er tvennt sem gefur ríkisstjórninni í Kína lögmeti, þjóðernishyggjan og efnahagurinn, og þegar annað hrynur þarf hitt að gefa í.“ Helgi segist hafa gert grín að Kína á þessu kvöldi og líkti meðal annars ríkisstjórninni við keisara- veldið úr Stjörnustríðsmyndun- um og sagði það vera tilvalda hugmynd að nýrri kvikmynd í ser- íunni. „Allt svona grín er viðkvæmt og þeir hjá ríkisstjórninni eru með þá ímynd að Vesturlöndin séu í herferð að láta Kína illa út,“ segir Helgi. „Áður en við vissum af voru komnir óeinkennisklæddir lög- reglumenn. Við erum allir beðn- ir um skilríki á staðnum og yf- irheyrðir. Þetta snerist minna um grínið og meira um að sýna útlendingnum hver ræður, svona í ljósi ástandsins sem var í gangi. Ríkisstjórnin fær ekki að gefa leyfi fyrir uppistandi, þá halda þeir að sjálfsögðu að öll svona kvöld séu hluti af einhverju samsæri.“ Skuggaleg þróun Helgi var búsettur í Kína þegar hann ákvað að spreyta sig fyrst í gríninu á sviði og segir hann að landið muni ávallt eiga sérstakan sess í sínu hjarta. Hann veltir þó mikið fyrir sér þróuninni og upp- ganginum þar um þessar mundir og segir útlitið ekki gott. „Þetta er rosalega stolt þjóð, en þessi tortryggni þeirra gagn- vart Vesturlöndunum á sér al- veg uppruna,“ segir Helgi og vís- ar í ópíumstríðin og svonefndu Öld niðurlægingarinnar, þegar Vesturlöndin hertóku Kína. „Þeir fengu versta díl mannkyns- sögunnar, stuttu eftir það ráðast Japanir inn og það er hreinlega fokkað í þeim í heila öld. Svo loks- ins þegar Maó tekur yfir og Kína verður kommúnistaríki er aftur sameinað. En ég hef áhyggjur af ástandinu núna.“ Þegar Xi Jinping tók við sem forseti Kína árið 2012 vonuðust margir, að sögn Helga, til að hann væri mikill endurbótasinni, með loforð um betri lýðræðisumbæt- ur. Raunin reyndist þá vera öfug. „Kína virðist bara vera að hoppa um borð í þessa sömu lest og flest- ir aðrir í heiminum, hvort sem það er Vladimir Pútín, Rodrigo Duterte eða Donald Trump,“ seg- ir Helgi. „Nú er búið að herða meira á netinu, fjölmiðlafrelsi og maður veit ekkert hvar þetta endar. Það er smá hroki kominn í þetta þjóðarstolt. Þetta er svolítið skuggalegt,“ segir Helgi. n Sætoppur ehf. l Lónsbraut 6 l 220 Hafnarfirði l Sími 551 7170 l www.saetoppur.is LÓNSBRAUT 6 • 220 HAFNARFIRÐI • SÍMI 551 7170 • SAETOPPUR.IS Fékk hótun um ævilangt Facebook-bann – Kínversk yfirvöld stöðvuðu sýningu „Fyrir suma er mikið sport að móðgast fyrir hönd annarra“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.