Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2019, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2019, Blaðsíða 17
FÓKUS - VIÐTAL 1711. október 2019 Orðinn ruglaður og illa áttaður Ástandið á Herberti fór hríð- versnandi næstu daga, hann varð sífellt ruglaðri og vankaðri. Þann 7. janúar var hann farinn að detta til hliðar og gat ekki staðið stöð- ugur. Á þessum tímapunkti var Eydísi hætt að lítast á blikuna. „Hann náði rétt svo að ganga út í bíl.“ Þau ruku undir eins á sjúkra- húsið á Selfossi, sem er í rúmlega tíu mínútna akstursfjarlægð frá heimili þeirra. Þegar þangað var komið var Herbert orðinn mátt- laus í hægri fætinum og þurfti að rúlla honum inn í hjólastól. Eydís segir að á þessum tímapunkti hafi læknar loksins áttað sig á alvar- leika stöðunnar. „Einn læknir spurði mig hvort Herbert væri búinn að vera líkur sjálfum sér upp á síðkastið og ég svaraði að hann væri svo sannar- lega ekki búinn að vera það, enda búinn að vera ruglaður og illa átt- aður. Hann var sjálfur engan veg- inn meðvitaður um stöðuna á sjálfum sér.“ Eftir að hafa verið settur í heilaskanna kom í ljós að Her- bert hafði fengið heilablæðingu. „Þetta var sem sagt æðagúll sem byrjaði að leka. Það eru víst eitt- hvað um tíu prósent mannkyns sem eru með þannig. En það bara kemur ekki í ljós hjá megn- inu af fólki fyrr en einmitt eitt- hvað svona gerist, eða ef það þarf að mynda heilann út af einhverju öðru,“ útskýrir Eydís og hefur það eftir lækni á LSH. Níu manna læknateymi Leiðin lá beint á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi og var Herbert lagður inn á gjörgæslu. Daginn eftir tók við aðgerð með þræðingu í gegnum nára. Nál er þá stungið í slagæð og hollegg- ur þræddur upp að svæðinu þar sem tappinn situr. Aðgerðin átti þó eftir að vinda upp á sig. Eydísi og föður Herberts var tjáð að að- gerðin myndi taka allt frá tvo upp í átta tíma. Fjórum klukkustund- um síðar stóð aðgerðin enn yfir. Eydís og tengdafaðir hennar gátu lítið gert nema að bíða í óviss- unni. Að lokum mætti til þeirra níu manna læknateymi. „Þar sem að það leið svo lang- ur tími þar til hann fékk grein- inguna, þá hafði blóðtappi byrjað að myndast í heilan- um. Blóðtappinn splundraðist í marga minni tappa sem fóru út um allan líkamann. Það þurfti að elta þá uppi og sjúga þá burt.“ Í ljós kom að æðagúllinn var tvöfaldur og líklega með tvo blæðingarstaði og náðu læknar að loka öðrum þeirra. Hinum var lokað í aðgerð nokkrum mánuð- um síðar. Herbert vaknaði strax eftir aðgerðina, ófær um að tala og hreyfa sig eða þekkja þá sem voru í kringum hann. Tveimur vikum síðar var hann síðan fluttur á almenna heila- og taugadeild. „Þá var hann farinn að ná átt- um, farinn að geta sagt „já“ og „nei“ og var farinn að þekkja okk- ur aftur. Hann var þá líka kominn með mátt í aðra hendina.. Lærði að tala og ganga upp á nýtt Næsta hálfa árið tók við stíf endurhæfing, fyrst um sinn á Grensásdeild. Herbert þurfti að læra að ganga og tala upp á nýtt og fékk meðal annars hjálp frá sjúkraþjálfara og talmeina- fræðingi. „Hann var ótrúlega fljótur að ná að standa í fæturna og ganga óstuddur,“ segir Ey- dís. Herbert kom alfarið heim í júlí og sækir nú tíma hjá sjúkra- þjálfara og talþjálfara og er byrj- aður í starfsendurhæfingu hjá Virk. „Þetta er svona allt í áttina, hann þarf ekki lengur að vera í prógrammi allan sólarhringinn.“ Framtíðin óljós En það er enn þá töluvert í land. Lífsgæði Herberts eru enn þá verulega skert. Það er þungur biti að kyngja fyrir ungan mann í blóma lífsins. Herbert get- ur ekki spilað á hljóðfærin sín, trommurnar sínar og gítarinn, en tónlistin er ein af helstu ástríð- um í lífi hans. Þá getur hann ekki heldur sinnt vinnu. „Hann hefur endurheimt hluta af málinu, en talar hægt og hikandi og á erfitt með tjá- skipti. Skammtímaminnið er heldur ekki komið alveg til baka og hægri höndin er enn þá alveg lömuð. Hann hefur mjög lítið þol og er enn þá svolítið illa áttaður og ringlaður.“ Læknar hafa tjáð Herberti og Eydísi að ekki sé hægt að ábyrgj- ast að hann nái sér að fullu en það eina í stöðunni sé að halda endurhæfingu áfram í von um frekari bata. „Það er erfitt að segja til um framhaldið. Þetta er svo einstaklingsbundið. Hugs- anlega mun hann sýna framfarir, en hann gæti líka verið nákvæm- lega eins og hann er núna, alltaf. Það er talað um að mesti bat- inn komi fram á fyrstu þremur mánuðunum. Þessir þrír mánuð- ir eru auðvitað löngu liðnir núna. Hann hefur verið að staðna tölu- vert, og undanfarið hefur lítið breyst. Hann er allur að styrkjast en hreyfigetan hefur lítið aukist.“ Byltingarkennd ný meðferð Fyrir nokkrum mánuðum las Herbert grein um íslenska stúlku sem hafði fengið heilablóðfall og seinna gengist undir læknismeð- ferð við Institute of Neurological Recovery (INR) í Flórída. Með- ferðin gengur út á það að lyfi er sprautað inn í mænugöngin og látið renna með blóðrásinni upp í heila. Það mun draga verulega eða alveg úr bólgum í heilanum og taugavefjum. „Þetta lyf sem er notað er reyndar búið að vera til í mörg ár, en það hefur verið notað við gigt, til að draga úr einkennum gigt- ar. Það sem er byltingarkennt við þessa meðferð er að þetta lyf er notað á allt annan hátt, með því að sprauta því inn í mænugöngin. Lyfið endurvekur heilafrumurnar sem eru í dvala og dregur úr bólg- um og spasma. Fólk endurheimt- ir málið og í sumum tilfellum fær það hreyfigetuna til baka,“ útskýr- ir Eydís en hægt er að kynna sér meðferðina nánar á vef stofn- unarinnar. Í kjölfar þess að hafa lesið um reynslu íslensku stúlkunn- ar fór Herbert á stúfana og aflaði sér frekari upplýsinga á netinu. Hann fann meðal annars mynd- bönd þar sem tekin voru viðtöl við einstaklinga sem gengist hafa undir meðferðina og náð undra- verðum árangri. Eftir það var ekki aftur snúið. „Hann bara grét. Þarna fékk hann vonina um að geta talað aftur,“ segir Eydís. Hún segir öruggt að meðferðin muni skila árangri, en að hve miklu leyti sé þó óljóst. „Hann gæti farið að tala að fullu aftur. Og það væri geggjaður bónus ef hann myndi fá máttinn í höndina aftur.“ „Ég vil koma aftur, og spila kannski á gítar,“ skýtur Herbert inn í, sem hingað til hefur setið og hlustað á samræður Eydísar og blaðamanns. Himinhár kostnaður Herbert og Eydís fengu símtal frá INR á dögunum og var þeim tjáð að Herbert væri gjaldgeng- ur í svokallað greiningarvið- tal. Ef allt gengur að óskum í því viðtali mun hann fá vilyrði til að gangast undir meðferðina sjálfa. Greiningarviðtalið eitt og sér kostar 1.000 dollara, rúmlega 130 þúsund krónur. Meðferðin sjálf kostar rúmlega 8 þúsund dollara. Þá bætist við ferðakostnaður og uppihald og gerir Eydís ráð fyrir að heildarupphæðin sé í kringum 12 þúsund dollarar. Rúmlega ein og hálf milljón íslenskra króna. Eydís og Herbert eru því óviss um hvort eða hvernig þeim muni takast að fjármagna meðferðina. Tekjutap í kjölfar veikindanna undanfarna mánuði hjálpar ekki til. „Þetta er alveg búið að vera talsvert hark fjárhagslega,“ segir Eydís en hún hefur meðal annars tekið að sér aukavinnu við skúr- ingar til að brúa bilið. „Því miður er það þannig að ís- lenska tryggingakerfið og lækna- stéttin tekur ekkert þátt í þessu, þar sem þetta flokkast í raun und- ir tilraunameðferð. Það er engu að síður öruggt að meðferðin mun virka,“ segir Eydís og bend- ir á að meðferðin sé viðurkennd í Ástralíu þar sem mörg hund- ruð manns hafa nýtt sér hana, og undantekningarlaust hlotið bata. Við aðstæður sem þessar er skilj- anlegt að fólk sé tilbúið að leita allra leiða til að fá lækningu. „Þetta er kanski svolítil klikk- un en þarna er von. Ef við gæt- um bara útvegað hluta af þessari upphæð þá væri þá ómetanlegt.“ n Á heimasíðu GoGetFunding hefur verið hrundið af stað fjár- öflun svo hægt sé að láta draum Herberts verða að veruleika. Þeir sem vilja styðja Eydísi og Herbert með frjálsum fjárfram- lögum er bent á eftirfarandi slóð: https://gogetfunding.com/ herbert-stroke-therapy-not-ava- ilable-in-iceland/.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.