Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2019, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2019, Blaðsíða 33
PRESSAN 3311. október 2019 Honey, að þegar hún hitti Barry fyrst hafi henni ekki fundið mikið til hans koma. „Hann stóð inni í eldhúsi. Þar var hann að lesa dagblað, huns- aði alla, var bara Barry. Það eina sem ég gat hugsað var: „Er systir mín með þessu? Hvað er málið?“ En þegar á leið sá ég að hann var snjall, frábær og ljúfur maður.“ Hjónin áttu fjögur börn. Þrjú þeirra gengu staðgöngumæður með eftir að Honey hafði misst nokkur fóstur. Hjónin stóluðu hvort á annað og voru mjög háð hvort öðru. Honey sá til þess að Barry væri klæddur á viðeigandi hátt fyrir viðburði sem hann og þau sóttu, valdi fötin á hann, allt frá bindi niður í sokka. Mjög gjafmild Hjónin létu mikið að sér kveða varðandi mannúðarmál og voru mjög gjafmild. Þar skildu þau eft- ir sig eftirmæli sem ekki munu gleymast. Þau gáfu milljónir dollara til sjúkrahúsa, samtaka gyðinga, háskóla og ýmissa mannúðarsam- taka. Hátæknirannsóknarstofa við háskólann í Toronto ber nafn þeirra hjóna og það sama á við um miðstöð gyðinga í háskólanum. Hjónin gáfu um 40 milljón- ir Bandaríkjadala til góðgerðar- mála um allan heim. Þar á með- al nýttu þau fyrirtæki sitt, Apotex, til að senda lyf til barna í Kenía. Þau flögguðu þó ekki auði sínum þrátt fyrir að vera meðal ríkustu Kanadamannanna. Í samtali við Toronto Life magazine árið 2008 sagði Honey að þau hjónin „lifðu góðu lífi, ekki stóru lífi“ og að þau hefðu áhyggjur af áhrifum auðs síns á börnin þeirra. Hún sagði að þau reyndu að temja þeim „raun- veruleikaskyn“. Barry var þekktur fyrir að nota bíla sína þar til þeir voru ekki til neins nýtir nema að fara í brotajárn. Eins og vinur hans, Murray Rubin, lýsti honum: „Barry var sama um hluti, að græða pen- inga var hans aðferð til að sanna sig.“ Hann segir að Barry hafi ver- ið greindasti maður sem hann hafi nokkru sinni hitt. Umdeildur kaupsýslumaður Barry lærði inn á lyfjaiðnaðinn þegar hann vann í lyfjaverksmiðju frænda síns. Hann stofnaði síðan Apotex 1974. Á fyrstu árunum kom hann að öllum þáttum rekstrarins, skúraði gólfin og skrifaði ávísan- ir. Það orð fór af honum að hann væri óhræddur við að nota dóm- stóla til að byggja fyrirtækið upp og verja hagsmuni fyrirtækisins. Apotex hefur átt aðild að rúmlega 1.000 dómsmálum í Kanada en fyrirtækið hefur verið óhrætt við að láta reyna á einkaleyfi annarra á lyfjum. BBC hefur eftir Amir Attar- an, lagaprófessor við Ottawa-há- skóla, að Apotex sé örugglega það kanadíska fyrirtæki sem hafi rekið flest mál fyrir kanadískum dóm- stólum. „Það er hægt að segja að út frá því hvernig hann rak fyrirtæki sitt hafi hann átt marga óvini.“ Lyfjaverð er mjög hátt í Kanada og segir Attara að viðskiptaaðferð- ir Barry eigi þar hlut að máli. „Hann var siðblindur í viðskipt- um. Lyfin hans voru seld á yfirverði og féfléttu Kanadamenn,“ skrifaði hann á Twitter. Apotex hefur ekki viljað svara þessum ummælum. Það styður kannski orð Attara að fyrrnefndur Rubin segir Barry hafa „verið góða persónu en sem kaup- sýslumaður hafi hann verið harð- ur í horn að taka“. Barry stóð einnig í löngum og mjög áberandi deilum. Á tíunda áratugnum blandaðist Apotex og þar með hann inn í harðar deilur við Nancy Olivieri, lækni á barna- sjúkrahúsinu í Toronto. Deilurnar tengdust tilraunum með nýtt lyf frá Apotex. Olivieri vildi upplýsa þátttakendur í rannsókninni um hugsanlega hættu samhliða þátt- töku þeirra. Apotex vildi ekki fall- ast á það, hætti tilrauninni og hót- aði að stefna Olivieri fyrir dóm ef hún skýrði frá þessum hugsanlegu hættum. Hún lét það ekki stöðva sig. Barry sagði hana „klikkaða“ þegar hann ræddi um málið í fréttaskýringaþættinum 60 mínút- um á CBS-sjónvarpsstöðinni. Í september 2017 hafði hann sigur fyrir dómi gegn ættingjum sínum sem sökuðu hann um að hafa rofið samkomulag sem átti að færa þeim 20 prósenta hlut í Apotex. Þetta voru langvinnar deilur sem stóðu yfir í rúman ára- tug með málsóknum og gagnmál- sóknum. Fólk hefur velt því fyrir sér í tengslum við morðin hvort ein- hver af öllum þessum málum geti verið ástæðan fyrir morðun- um en engin svör hafa fengist við því enn. Rubin segir að þrátt fyrir að Barry hafi verið harður í horn að taka geti hann ekki ímyndað sér hver hafi myrt hann og Honey með svo miklu „hatri“. „Ég trúi ekki að Barry vinur minn … hafi dáið á þennan hátt. Ráðgátan er – hver gerði þetta og af hverju?“ n Smiðjuvegur 4C - 202 Kópavogur - S 587 2202 Ryðga ekki Brotna ekki HAGBLIKK Álþakrennur & niðurföll Litir á lager: Svart, hvítt, ólitað, rautt, silvurgrátt og dökkgrátt „Ég trúi ekki að Barry vin- ur minn ... hafi dáið á þennan hátt. Ráðgátan er – hver gerði þetta og af hverju?“ Mikil sorg Fjölmenni var í minningarathöfn um hjónin eftir andlát þeirra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.