Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2019, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2019, Blaðsíða 32
32 PRESSAN 11. október 2019 U m miðjan desember 2017 fundust hjónin Barry, 75 ára, og Honey Sherman, 70 ára, látin á heimili sínu í Toronto í Kanada. Þau voru millj- arðamæringar á kanadíska vísu og vöktu morðin heimsathygli. Enn hefur enginn verið hand- tekinn vegna morðanna en lög- reglan vinnur enn að rannsókn þeirra. Fjölskylda hjónanna hefur heitið 10 milljónum dollara fyrir upplýsingar sem geta leitt til þess að málið upplýsist. Í mars 2018 staðfesti kanadíska lögreglan að það hefði ekki verið tilviljun að hjónin voru myrt. Málið er mjög dularfullt og greinilega mjög erfitt viðureign- ar fyrir lögregluna sem hefur ekki handtekið neinn vegna þess þrátt fyrir mikla og ítarlega rannsókn. Hjónin fundust við innisund- laugina á heimili sínu. Þau hengu þar í karlmannsbeltum. Í fyrstu var jafnvel talið að þau hefðu fyr- irfarið sér en lögreglan útilokaði þann möguleika síðar. Ekki hef- ur verið skýrt frá hvað gæti leg- ið að baki morðinu en í sumar sagði lögreglan að hún telji sig hafa nokkuð skýra mynd af því hvað gerðist á heimili hjónanna en sagði ekkert um hvort hún hafi einhvern ákveðinn eða einhverja ákveðna grunaða um morðin. Rúmlega 10.000 manns, þar á meðal Justin Trudeau forsætis- ráðherra, voru viðstödd útför hjónanna. Það þurfti svo sem ekki að koma á óvart því þau voru þekkt og auðug en auð- ur þeirra var metinn á þrjá millj- arða dollara. Þau komu víða við sögu í Kanada, þau áttu lyfjafyr- irtækið Apotex Inc., sem Barry hafði stofnað, og létu að sér kveða í mannúðarmálum en til þeirra gáfu þau milljónir dollara. Hver voru þau? Í óbirtum endurminningum sín- um frá 1996 skrifaði Barry að „hann hafi alltaf verið mjög með- vitaður um eigin dauðleika“. Þess- ar endurminningar virðist hann ekki hafa ætlað að gefa út en þær voru opinberaðar í tengsl- um við málaferli. Úr þeim má lesa að Barry hafi verið maður með sterkar skoðanir. Hann taldi guð ekki til, frjálsan vilja aðeins vera tálsýn og að „lífið hefði enga meiningu eða tilgang“. Hann skrifaði einnig að hann teldi þess- ar hugsanir sínar kannski til þess fallnar að vekja áhuga annarra síðar, „kannski hrokafull trú mín“ skrifaði hann. Endurminningarn- ar veita smá innsýn í líf hjónanna. Við útförina sagði sonur þeirra, Jonathon, að þau hefðu verið „yin og yang“. „Þau fullkomnuðu hring sem inniheldur allt það mikilvæga sem skiptir máli til að vera mann- eskja. Hvorugt þeirra var fullkom- ið en saman voru þau í algjöru jafnvægi og einstök.“ Barry lýsti sjálfum sér sem vinnualka, manni sem tók vinnuna með sér þegar hann fór í frí. Hann var grjótharður trúleys- ingi, harður í horn að taka í við- skiptum og ástríkur en oft fjarver- andi faðir. Honey var hlý í viðmóti og sögð vera „segullinn og límið“ sem hélt fjölskyldunni saman. Hún var mikið partíljón sem lét krabbamein í hálsi og kvalafulla liðagigt ekki halda aftur af sér í samkvæmislífinu eða við góð- gerðarstörf. Foreldrar hennar voru Pólverjar sem lifðu helförina af og fluttu síðar til Kanada. Barry fæddist í Toronto 1942. Hann var enginn afburðanáms- maður í skóla en fljótt var samt ljóst að hann var vel greindur. Hann fékk inngöngu í verkfræði- deild Toronto-háskólans þegar hann var 16 ára, yngsti nem- andi deildarinnar nokkru sinni, og lærði síðan loftsiglingafræði við Massachusetts Institute of Technology í Bandaríkjunum. Barry og Honey kynntust í ágúst 1970 og gengu í hjónaband ári síðar. Honey var félagslynd en Barry þótti meiri einfari og skorti stundum á félagslega færni hans. Við útförina sagði Mary, systir Kristján Kristjánsson ritstjorn@dv.is Ráðgátan um kyrktu milljarðamæringana n Hjónin Barry og Honey Sherman fundust látin á heimili sínu í lok árs 2017 n Enginn verið handtekinn n Barry átti marga óvini Gagnrýndur Barry og Honey áttu lyfjafyrirtækið Apotex Inc. og voru viðskiptaaðferðir þeirra gagnrýndar. Gjafmild og rík Hjónin Barry og Honey.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.