Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2019, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2019, Blaðsíða 6
6 11. október 2019FRÉTTIR Rekstrarumsjón ehf. • Dalshrauni 11, 220 Hafnarfirði • S: 571 6770 • www.rekstrarumsjon.com • umsjon@rekstrarumsjon.com LÁTIÐ OKKUR UM REKSTUR HÚSFÉLAGSINS Við sérhæfum okkur í umsjón með rekstri húsfélaga og bjóðum trausta og faglega þjónustu á góðu verði Hafðu samband og fáðu tilboð strax í dag! Sjálfboðaliði segist svikinn af Sólsetrinu n Ekkert kaup og óboðlegar aðstæður n Eigandi vísar ásökunum á bug Ó launuðum starfsmönnum, hvort sem um er að ræða sjálfboðaliða eða starfs- nema, hefur fjölgað mik- ið í atvinnulífinu undanfarin misseri. Í gegnum heimasíðurn- ar Workaway og Helpx geta at- vinnurekendur auglýst eftir sjálf- boðaliðum í ýmis störf og nokkuð er um slíkar auglýsingar á Face- book. Samkvæmt lögum eru sjálf- boðaliðastörf einungis réttlætan- leg þegar um er að ræða störf fyrir mannúðar- eða hjálparsamtök. Árið 2016 var átakinu Einn réttur, ekkert svindl hrundið af stað af ASÍ, en tilgangurinn er að vinna gegn undirboðum á vinnu- markaði og svartri atvinnustarf- semi. Í sameiginlegri yfirlýsingu ASÍ og SA kemur fram að það sé andstætt kjarasamningum og meginreglum á vinnumarkaði að sjálfboðaliðar gangi í störf launa- fólks í efnahagslegri starfsemi fyr- irtækja. Í yfirlýsingunni stend- ur að samningar við einstaklinga um lakari kjör en kjarasamningar kveða á um séu ógildir. Formenn aðildarfélaga Starfs- greinasambands Íslands sam- þykktu í september síðastliðn- um áskorun til stjórnvalda um að grípa til aðgerða gegn brotastarf- semi á vinnumarkaði og svoköll- uðum félagslegum undirboðum. Kallað er eftir því að eftirlit með vinnustöðum verði samræmt og þétt um land allt. 140 auglýsingar á vef Workaway Þrátt fyrir að ólöglegt sé að reka efnahagslega starfsemi með sjálf- boðaliðum þá eru enn í dag fjöl- mörg dæmi um að atvinnurek- endur hér á landi fari þá leið að fá til sín ólaunaða, og þar af réttindalausa, starfsmenn. Á heimasíðu Workaway þann 8. október síðastliðinn var að finna rúmlega 140 auglýsingar frá að- ilum hér á landi þar sem ósk- að er eftir sjálfboðaliðum í ýmis störf. Oftast er um að ræða störf í landbúnaði og ferðaþjónustu og þónokkuð er um að fjölskyldur óski eftir aðstoð við barnagæslu og heimilishald. Þráði að koma til Íslands Slóvakinn Rudolfin Ukacko seg- ir rekstraraðila Sólsetursins að Skrauthólum misnota vinnuafl með því að lokka útlendinga í sjálfboðaliðastörf og bjóða þeim upp á bágar aðstæður. Rudolfin kemur frá smábænum Stará Lubovna í Norðaustur-Slóvakíu. „Alveg frá því um síðustu alda- mót hafði mig dreymt um að flytja alfarið til Íslands,“ segir hann í samtali við blaðamann DV. Rud- olfin kveðst hafa séð auglýsingu frá Sólsetrinu í gegnum heima- síðu WorkAway, þar sem ósk- að var eftir fólki í sjálfboðavinnu gegn fríu fæði og húsnæði. Þetta var í apríl á síðasta ári. Sólsetrið er að Skrauthólum á Kjalarnesi en á Facebook-síðu setursins er því lýst sem „miðstöð fyrir námskeið, athafnir, trommuhringi, andlegar vitrunarferðir, heilunarathafnir og ýmislegt fleira.“ „Ég hef áður starfað með ung- mennum sem hafa glímt við geð- klofa og einhverfu,“ segir Rudolfin og bætir við að þótt hann sé ekki menntaður heilbrigðisstarfsmað- ur þá hafi það alltaf verið hans ástríða að hjálpa öðrum. „Í maí byrjaði ég að vinna á Sólsetrinu sem sjálfboðaliði. Mér var sagt að ég myndi verða „hluti af fjölskyldu“ og að ég myndi fá mitt eigið herbergi. Það kom þó margoft fyrir að ég þurfti að fara úr herberginu á meðan athafnir fóru þar fram. Þannig að ég end- aði á því að sofa hér og þar. Náinn vinur eigendanna sagði mér að gisting af þessu tagi væri 80 þús- und króna virði.“ Aðspurður hvort hann hafi ekki verið meðvitaður um þá staðreynd að það væri áhætta að koma til landsins til að sinna sjálf- boðavinnu, réttindalaus, viður- kennir Rudolfin að hann hafi ver- ið auðtrúa. „Ég einfaldlega treysti þeim, ég treysti því að við værum að stuðla að jákvæðum breyting- um og hjálpa öðrum.“ Vond lykt Rudolfin segir að áður en hann flutti inn hafi hundur verið geymdur í herberginu og feng- ið að gera þar þarfir sínar. „Það var vond lykt inni í herberginu og seinna fann ég dauða mús undir rúminu mínu.“ Honum hafi stöðugt verið lof- að að aðstæðurnar myndu verða betri með tímanum. Eftir að hafa starfað sem sjálfboðaliði í sex mánuði samdi hann við eigand- ann um að taka að sér laun- að starf á staðnum. „Ég þarf að greiða meðlag og þess vegna gat ég ekki unnið sem sjálfboðaliði lengur.“ Rudolfin segist hafa skrifað undir samning í nóvember síðast- liðnum og samþykkt að fá greidd lágmarkslaun fyrir vinnu sína á Sólsetrinu, enda hafi vinnuveit- endurnir lofað honum betri kjör- um seinna meir, auk þess sem frítt fæði var innifalið. Hann hafi þá sótt um kennitölu og íslenskan bankareikning. Hann segist jafn- framt hafa hlaupið undir bagga þegar illa hafi staðið á og boðið vinnuveitendum sínum afnot af kreditkorti sínu svo hægt væri að greiða fyrir brýnustu nauðsynjar. „Þar af leiðandi hurfu allir pen- ingarnir mínir og seinna meir hættu þau alveg að borga.“ Rudolfin segist aðeins hafa fengið greidd laun þrisvar sinn- um á meðan hann bjó og starf- aði á Sólsetrinu. Hann hafi engu að síður skilað inn meira en 300 klukkustundum í vinnu á mánuði. „Ég stóð í þeirri trú að við værum að byggja upp samfé- lag sem myndi styðja við bakið á þeim sem minna mega sín,“ segir hann og bætir við að samningur- inn sem hann hafi skrifað undir á sínum tíma hafi seinna horfið úr herberginu hans. Rudolfin seg- ist hafa orðið veikur og beðið um frí í nokkra daga. Tveimur dögum síðar hafi eigandinn fengið hann með sér í ferð vestur á land þar sem hann þurfti aðstoð. „Þegar við komum til baka endaði ég á bráðamóttöku og þurfti á sýklalyfjum að halda. Engu að síður báðu þau mig um að vinna. Ég entist í sex daga,“ seg- ir Rudolfin. Hann segir að á þess- um tímapunkti hafi hann verið búinn að fá nóg og ekki lengur haft ástríðu fyrir verkefninu. „Við gerðum þá með okkur samning um að ég mætti fara í lok október.“ Rudolfin segir að þremur dögum seinna hafi starfsmaður komið inn í herbergið hans að nóttu til og tilkynnt honum að hann þyrfti að vera farinn morguninn eftir. Gæti þurft að yfirgefa Ísland Hann segir augljóst að brotið hafi verið á réttindum sínum og furðar hann sig jafnframt á því að það geti gerst á stað þar sem lögð er áhersla á mannrækt.Rud- olfin segist óviss hvað muni taka við næst. Hann segir eiganda Sól- setursins einnig hafa boðist til að lána honum peninga, sem sé furðulegt í ljósi aðstæðna. Rud- olfin segist hafa verið í sambandi við ræðismann Slóveníu hér á landi. Hann gæti þurft að yfir- gefa landið. Auk þess hefur hann haft samband við stéttarfélag og lagt inn tilkynningu hjá lögreglu. Hann segist jafnframt hafa til- kynnt stjórnendum Workaway síðunnar um málið. Auglýsing Sólsetursins hefur nú verið fjar- lægð af síðunni. Vísar ásökunum alfarið á bug Linda Mjöll Stefánsdóttir er eig- andi Sólsetursins. Hún hafnar ásökunum Rudolfin. „Hann byrj- ar að vinna hjá okkur sem sjálf- boðliði en hættir því síðan mjög fljótlega og gerist fjölskyldumeð- limur. Við buðum honum að vera hjá okkur, að kostnaðarlausu. Það var allt í jafnvægi, eins og maður myndi gera á mannlegan máta.“ Linda segir að enginn samn- ingur hafi verið gerður við Rud- olfin. „Hann er að eitra alls staðar út af sínum persónulegu tilfinning- um. Það væri allsvakalegt ef það væri eitthvað sem væri tekið mark á. Hann er bara að sjá rautt, eins og allir sem eru í sárauka og eiga í innra stríði. Hans hugarheimur er að skapa þessar aðstæður.“ Aðspurð um hvort einhverjir sjálfboðaliðar hafi kvartað und- an aðstæðum á Sólsetrinu svarar Linda því neitandi. „Á Workaway er fólk að lofsyngja okkur. Þú get- ur talað við fóllkið allt í kring um hann, sem hefur verið með hon- um. Það segja allir sömu söguna.“ n Auður Ösp Guðmundsdóttir audur@dv.is Ósáttur Íslandsdvölin hefur leikið Rudolfin grátt að eigin sögn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.