Mosfellingur - 19.12.2019, Side 44

Mosfellingur - 19.12.2019, Side 44
Sendið okkur myndir af nýjum Mos- fellingum ásamt helstu upplýsingum á netfangið mosfellingur@mosfellingur.is Haukur Erik fæddist þann 6. september 2019. Hann var 15 merkur og 51 cm. Foreldrar hans eru Hrafn Ingvarsson og Hrefna Óðinsdóttir en fyrir eiga þau soninn Hjört Inga. Í eldhúsinu allir geta dansað Ég fékk það frábæra tækifæri að taka þátt í sjónvarpsþættinum Allir geta dansað í ár. Ég fékk það skemmtilega hlutverk að vera einn af tíu fagdönsur - um. Þetta er án efa eitt skemmtilegast a verkefni sem ég hef tekið mér fyrir hendur. Ég gleymi því aldrei þegar ég var að skoða pýramída í Mexíkó, Chichen Itza, þegar ég fékk skilaboð frá fyrrum danskennara mínum Karen Reeve sem bauð mér að taka þátt í Allir geta dansað (AGD). Ég var ekki lengi að segja já við því, svo leið nákvæmlega heilt ár (upp á dag) í fyrsta þáttinn! Fyrir ykkur sem ekki vitið þá er AGD raunveruleika- þáttur þar sem atvinnudansari kennir þjóðþekktum Íslendingi að dansa. Svo er bein útsending vikulega þar sem parið dansar og sýnir einn samkvæmi s- dans. Ég fékk það skemmtilega verkef ni að dansa við veitinga- og sjónvarps- manninn Ólaf Örn Ólafsson. Ég væri að ljúga ef ég segði að þetta hafi verið auðvelt. Þetta var mikil og krefjandi vinna. Sem fagdansari sé ég um að skapa dansinn, finna lag, þema og búning. Bara þetta eitt var heilmiki l vinna. Ofan á það komu allar æfing- arnar með Óla, um 3-4 klst á dag. Þrát t fyrir að þetta hafi verið afar krefjandi þá var þetta svo ótrúlega gaman, enda var ég að dansa, kenna og æfa með algjörum meistara. Það var mikið hleg ið og haft gaman á æfingum. Afrakstur allrar vinnunnar fékk svo að njóta sín á föstudögum, enda voru það uppáhald s dagarnir mínir meðan á þessu stóð. Það skemmtilegasta sem ég geri er að dansa og performa fyrir fólk svo það v ar klárlega hápunktur þáttarins að dansa á þessum föstudagskvöldum. Svo má ek ki gleyma að nefna að allir þátttakendur þáttarins voru svo skemmtilegir og hressir að það var alltaf mega stuð hjá okkur. Þrátt fyrir að hafa verið fyrst til að detta út þá er ég svo þakklát, stolt o g ánægð með sjálfa mig og Óla. Þetta var magnað ferðalag sem ég fékk mikinn lærdóm út úr. Þetta hefur hjálpað mér að þroskast bæði sem dansari og einstaklingur og fyrir það e r ég afar þakklát. Að lokum vil ég segja að það geta allir dansað og það eiga allir að dansa! Sama hvaða stíl eða gerð af dansi. Það er svo nauðsynlegt og gott fyrir líkama, hug og sál og því hvet ég alla til þess að dansa! Bryndís og Óli skora á Þórdísi og Dagbjart að deila með okkur næstu uppskrift Bryndís Böðvarsdóttir og Ólafur Ragnarsson deila að þessu sinni með Mosfellingi upp- skrift að ljúffengum sunnudagsskonsum. Innihald: • 1 bolli sykur • 3 egg • 3 bollar hveiti (1 heilhveiti og 2 hveiti) • 2 tsk lyftiduft • 2 bollar nýmjólk • 1 tsk vanilludropar • 1-2 msk af matarolíu Aðferð: Gott að byrja á að hræra saman egg og sykur. Bæti svo hveiti og lyftidufti saman við ásamt mjólkinni ( gott að setja hana út í í áföngum). Að lokum set ég vanilludropa og smá olíu. Deigið á að vera frekar þykkt. Síðan eru skonsurnar bakaðar á pönnu í þeirri stærð sem hentar hverjum og einum. Skonsurnar eru bestar nýbakaðar með smjöri. En annars fer það bara eftir smekk hvers og eins, þær eru líka góðar með sírópi, osti, sultu og rækjusalati.  Verðiykkuraðgóðu. marta carrasco - Heyrst hefur...44 Heyrst Hefur... ...að hægt sé að næla sér í VIP flösku- borð í áramótaveislunni í Hlégarði fyrir allt að 700 þúsund krónur. ...að boðið verði til skötuveislu bæði í Hlégarði og á Blik á Þorlák. ...að blásið verði til hátíðarbingóveislu á Barion í kvöld og mánudaginn 30. desember. ...að Afturelding og Álafoss hafi leikið styrktarleik fyrir Mosfellinginn Aron Sigurvins í gærkvöldi. ...að verið sé að úthluta fjórum síðustu lóðunum í Súluhöfða. ...að Gunnar Magnússon þjálfari Hauka í handbolta muni taka við af Einari Andra sem þjálfari Aftureld- ingar eftir tímabilið. ...að búið sé að fella niður leigusamn- ing um lóðina Sólvelli þar sem til stóð að reisa einkarekinn spítala og hótel. ...að Marta Carrasco sé dottin út úr þáttunum Allir geta dansað en Vilborg Arna sem einnig býr í Mosfellsbæ sé komin áfram. ...að Aldís Mjöll og handknatt- leiksmaðurinn Jóhann Birgir hafi eignast strák. ...að meistaraflokkur karla í fótbolta standi fyrir firmamóti í Fellinu á milli hátíðanna. ...að fjórum hnökkum hafi verið stolið af 92 ára hestamanni í hesthúsa- hverfinu í Mosó. ...að Litli skiptibókamarkaðurinn verði haldinn í Bókasafninu 11. janúar. ...að Liverpool hafi gefið áritaðan bolta til styrktar Aroni Sigurvins sem fór til hæstbjóðanda í gær. ...að leitin að Mosfellingi ársins 2019 sé hafin og hægt sé að senda inn tilnefningar á www.mosfellingur.is ...að Matti Matt, Erna Hrönn og Stebbi Hilmars muni öll taka lagið með hljómsveit Mosfellingsins Tomma Tomm á Þorrablóti UMFA 17. janúar. ...að Hreimur Örn og Vignir Snær ásamt hljómsveit muni halda uppi stuði í áramótaveislunni í Hlégarði. ...að hægt sé að kaupa Wellington hátíðarsteikina á Blik og hita svo upp heima fyrir stóru stundina. ...að Sandra og Hrói hafi eignast stúlku á dögunum. ...að Mogginn sé búinn að missa sína tvo bestu Mosfellinga. ...að strákarnir séu aðeins einu stigi frá toppsæti Olís-deildarinnar nú þegar liðin fara í langt jólafrí. ...að knattspyrnudeildin ætli að aðstoða syni Grýlu á aðfangadag. ...Hjössi mæló og Einar Braga hafi stýrt handboltastelpunum í síðasta leiknum fyrir jólafrí. ...að íþróttafólk Aftureldingar 2019 verði kynnt í Hlégarði 27. desember. ...að miklar skipulagsbreytingar standi nú yfir á Heilsugæslunni sem leggist misvel í starfsfólkið. mosfellingur@mosfellingur.is Sunnudags-skonsur Hjá BryndÍsi og óla Afturelding hirðir jólatré í Mosfellsbæ 6.-9. janúar Meistaraflokkur handknattleiksdeildar Aftureldingar mun aðstoða íbúa við að losa sig við jólatré sín eftir jólahátíðina. Ekið verður um bæinn og jóltré hirt sem sett hafa verið út fyrir lóðarmörk frá mánudeginum 6. janúar til fimmtu- dagsins 9. janúar. Íbúar geta einnig losað sig við jólatré á endurvinnslustöð Sorpu við Blíðubakka án þess að greiða fyrir. JólAtrén hirt

x

Mosfellingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.