Fréttablaðið - 12.01.2016, Side 1

Fréttablaðið - 12.01.2016, Side 1
— M e s t l e s n a dag b l a ð á Í s l a n d i * —9 . t ö l u b l a ð 1 6 . á r g a n g u r Þ r i ð J u d a g u r 1 2 . J a n ú a r 2 0 1 6 Fréttablaðið í dag skoðun Þröstur Ólafsson skrifar um einhæfni auðlinda og virðis­ keðjuna. 14-16 sport Hverjir fara á EM?18 Menning Franska kvikmynda­ hátíðin hefst bæði í Reykjavík og á Akureyri í vikunni. 26-28 lÍfið Glamúr og glæsileiki á Gullhnettinum. 32-34 plús 2 sérblöð l fólk l  bÍlar *Samkvæmt prentmiðlakönnun Gallup apríl-júní 2015 dóMsMál „Henni finnst að lögregl­ an eigi ekki að geta komist upp með svona án þess að neinn viti af því,“ segir Oddgeir Einarsson, lögmaður ungrar stúlku sem hefur stefnt íslenska ríkinu vegna handtöku á Vesturlandi í ágúst síðastliðnum. Stúlkan, sem var sextán ára þegar atvikið átti sér stað, var farþegi í bíl á leið frá Ólafsvík til Reykjavíkur ásamt öðrum ungmennum þegar lögregla stöðvar bílinn. Ungmenn­ in voru öll handtekin og færð á lög­ reglustöðina á Akranesi. Stúlkan ber að þegar þangað hafi verið komið hafi hún verið lokuð inni í fangaklefa ásamt annarri stúlku sem jafnframt var undir lögaldri. Í klefanum framkvæmdi lög­ regluþjónn líkamsleit á stúlkunni að hinni viðstaddri og var henni skipað að klæða sig úr öllum fötum. Stúlkan hlýddi því og stóð nakin í fangaklefanum. Því næst var hún beðin að beygja sig fram og lögregluþjónn skoðaði kynfæri hennar og rass, án snert­ ingar. Áður en þetta átti sér stað var hvorki haft samband við foreldra stúlkunnar, né barnavernd. Lögmaður stúlkunnar hafði í kjölfarið samband við lögreglu til að fá upplýsingar um það hvers vegna stúlkan mátti þola þessa meðferð. Þegar óskað var eftir gögnum málsins kom í ljós að lög­ regluskýrsla var ekki skrifuð um atvikið fyrr en eftir að lögmaður hafði hringt og spurst fyrir um málið, eða 22 dögum eftir atvikið. Í lögregluskýrslunni kemur fram að nafnlaus ábending hafi borist lögreglu um að fíkniefni kynnu að vera í bílnum og að ökumaður væri undir áhrifum þeirra. Þá segir að stúlkan hafi ekki verið beðin um að afklæðast heldur hafi aðeins verið „kíkt ofan í nærbuxur“ hennar. Stúlkan mótmælir því og kveðst ekki hafa verið í nærbuxum þetta kvöld. Engin fíkniefni fundust í bílnum eða á ungmennunum. „Við erum að fara í þetta mál því þetta lá mjög þungt á henni. Hún verður fyrir andlegu tjóni og vill fá staðfestingu á því að þetta hafi ekki verið rétt gert,“ segir Oddgeir. „En alveg sama þó maður taki allt sem þeir segja, þá stenst þetta engan veginn og er alveg út í hött. Það er umdeilt hvort það hafi verið kíkt ofan í nærbuxur eða hún látin afklæðast algjörlega. Hvort fyrir sig er náttúrulega alls ekki rétt aðferð.“ Engin svör fengust frá lögregl­ unni á Vesturlandi vegna málsins. – snæ Létu 16 ára stúlku afklæðast Nafnlaus ábending um fíkniefnavörslu varð til þess að ungmenni voru handtekin á Vesturlandi. Leitað var innanklæða á 16 ára stúlku. Hvorki var haft samband við foreldra stúlkunnar né barnaverndaryfirvöld. Það er umdeilt hvort það hafi verið kíkt ofan í nærbuxur eða hún látin afklæðast algjör- lega. Oddgeir Einarsson lögmaður stúlkunnar Engin fíkniefni fundust við leit lögreglu. Búið um brákaðan úlnlið í gær Mikil hálka var í höfuðborginni í gær og leituðu tugir manna á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi vegna hálku- slysa, margir brotnir, til að mynda á ökkla eða úlnlið. Annir vegna hálkuslysanna voru slíkar að ekki var ráðrúm til að taka saman hversu margir hefðu leitað á sjúkrahúsið vegna þeirra. Í tilkynningu sem Landspítalinn sendi frá sér í gær er brýnt fyrir fólki að fara varlega. Fréttablaðið/Ernir

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.