Fréttablaðið - 12.01.2016, Page 10
40
þúsund manns búa í bænum
Madaja í Sýrlandi, skammt
vestan við höfuðborgina
Damaskus.
NICOTINELL LYFJATYGGIGÚMMÍ
Nicotinell Classic/Fruit/Icemint/Lakrids/Mint/Spearmint/Tropical Fruit lyfjatyggigúmmí. Inniheldur nikótín. Til meðferðar á tóbaksfíkn en lyfið dregur úr nikótínþörf og fráhvarfseinkennum og það auðveldar þar með reykingarfólki sem vill hætta að reykja, að hætta og auðveldar þeim sem ekki geta hætt eða eru tregir til þess, að draga úr
reykingum. Notkun hjá fullorðnum 18 ára og eldri: Tyggið hægt þar til finnst sterkt bragð, látið tyggigúmmíið hvíla á milli kinnar og tannholds, tyggið aftur þegar bragðið dofnar, endurtakið í um 30 mínútur. Ekki má kyngja lyfjatyggigúmmíinu. Skammta skal ákvarða út frá því hversu háður nikótíni einstaklingurinn er. Þú skalt nota
Nicotinell 4 mg ef þú ert með mikla nikótínþörf, reykir fleiri en 30 sígarettur/sólarhring eða ef þér hefur ekki tekist að hætta að reykja með notkun 2 mg lyfjatyggigúmmís. Annars skaltu nota Nicotinell 2 mg ef reykt er minna en 20 sígarettur á sólarhring. Ef þú færð aukaverkanir við notkun stærri skammtsins skaltu íhuga minni skammt
í staðinn. Tyggja skal eitt stykki Nicotinell lyfjatyggigúmmí við reykingaþörf. Venjuleg notkun er 8-12 stykki á sólarhring, þó ekki fleiri en 15 stykki af 4 mg lyfjatyggigúmmíi og 25 stykki af 2 mg lyfjatyggigúmmíi á sólarhring. Þegar hætta á reykingum: Lengd meðferðar er einstaklingsbundin en varir yfirleitt í a.m.k. 3 mánuði, þá skal
draga úr fjölda stk. smám saman. Meðferð skal hætt þegar neyslan er komin niður í 1-2 stk á sólarhring. Þegar dregið er úr reykingum: Nota skal Nicotinell lyfjatyggigúmmí þegar upp kemur reykingaþörf til að lengja reyklaus tímabil og draga þannig úr reykingum eins og mögulegt er. Ef ekki hefur dregið úr fjölda sígaretta á sólarhring
eftir 6 vikur skal leita faglegrar ráðgjafar. Reykingum skal hætt um leið og einstaklingurinn er reiðubúinn til þess, þó ekki síðar en eftir 6 mánaða meðferð. Leita skal faglegrar ráðgjafar ef ekki hefur tekist að hætta reykingum eftir 9 mánaða meðferð. Venjulega er ekki mælt með reglulegri notkun Nicotinell lyfjatyggigúmmís lengur en í
eitt ár. Sumir, sem eru hættir að reykja, gætu þó þurft lengri meðferð til þess að forðast að byrja aftur að reykja. Geyma skal afgangs lyfjatyggigúmmí þar sem reykingaþörf getur skyndilega komið upp aftur. Ráðgjöf getur aukið líkurnar á því að reykingafólk hætti að reykja. Samtímis neysla á súrum drykkjum t.d. kaffi eða svaladrykkjum
getur dregið úr frásogi nikótíns í kinninni. Forðast skal súra drykki 15 mínútum fyrir notkun lyfjatyggigúmmísins. Frábendingar: Einstaklingar sem ekki reykja, eru með ofnæmi fyrir einhverju innihaldsefnanna eða eru yngri en 18 ára eiga ekki að nota Nicotinell lyfjatyggigúmmí. Varnaðarorð og varúðarreglur: Ráðfærðu þig við lækni eða
lyfjafræðing áður en þú notar Nicotinell því ekki er víst þú megir nota lyfið ef þú: hefur fengið einhverja hjarta eða æðasjúkdóma, sykursýki, ofvirkan skjaldkirtil/nýrnahettur, ert með alvarlega skerta nýrna- og/eða lifrarstarfsemi, með bólgu eða sár í munni, koki, vélinda eða maga, barn á brjósti eða ert á meðgöngu. Einstaklingum með
gervitennur og þeim sem eiga í erfiðleikum með að tyggja tyggigúmmí er ráðlagt að nota önnur lyfjaform nikótínlyfja. Sérstakar varúðarreglur varðandi hjálparefni: Nicotinell inniheldur sorbitól (E420): Sjúklingar með arfgengt frúktósaóþol, sem er mjög sjaldgæft, skulu ekki nota lyfið. Tyggigúmmígrunnurinn inniheldur bútýlhýdroxýtólúen
(E321) sem getur valdið staðbundinni ertingu slímhúðar. Inniheldur natríum sem þarf að hafa í huga hjá sjúklingum á saltskertu fæði. Sumar bragðtegundir innihalda auk þess maltitól. Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Sjá notkunarleiðbeiningar í fylgiseðli. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá.
Jafnvel lítið magn af nikótíni er hættulegt börnum og getur valdið alvarlegum einkennum eða dauða. Markaðsleyfis hafi: Novartis Consumer Health S.A. Umboð á Íslandi: Artasan ehf., Suðurhrauni 12a, 210 Garðabæ
Ertu að hætta að reykja?
Veistu hvaða bragðtegund hentar þér?
Fæst í 6 bragðtegundum!
Nicotinell-6-bragdtegundir-5x10 copy.pdf 1 17/12/15 11:25
Sýrland Bílalest, hlaðin nauðsynja
vörum, hélt í gær af stað til bæjar
ins Madaja í Sýrlandi þar sem íbúar
hafa liðið skort mánuðum saman
vegna umsáturs stjórnarhersins í
landinu.
Þetta er í fyrsta sinn síðan í
október síðastliðnum sem Rauða
krossinum hefur tekist að koma
brýnustu nauðsynjum til Madaja.
Byrjað var á að fara með matar
pakka þangað, en á næstu dögum á
að flytja þangað lyf, teppi og önnur
hjálpargögn.
Þúsundir manna hafa verið
innikróaðar í bænum og nokkrir
hafa nú þegar látist úr hungri.
Í gær var einnig haldið af stað
með nauðsynjar til fólks á fleiri
stöðum í Sýrlandi, sem hafa verið
innilokaðir vegna átaka og umsát
urs annaðhvort stjórnarhersins eða
uppreisnarhópa.
Flóttamannastofnun Sameinuðu
þjóðanna segir að nærri 400 þúsund
manns þurfi á brýnni aðstoð að
halda á samtals fimmtán svæðum í
Sýrlandi, sem erfitt er að komast til
vegna átaka og umsáturs stjórnar
hersins eða uppreisnarmanna.
Vandinn í heild er þó enn meiri,
því meira en fjórar milljónir manna
búa á átakasvæðum sem erfitt er að
ferðast um.
Madaja er rétt vestan við höfuð
borgina Damaskus, skammt frá
landamærum Líbanons. Þar eru
rúmlega 40 þúsund manns sem eiga
erfitt með að draga fram lífið vegna
skorts á brýnustu nauðsynjum.
Á samfélagsmiðlum hafa stuðn
ingsmenn Bashars al Assad Sýr
landsforseta undanfarna daga
farið háðulegum orðum um
þjáningar hinna hungrandi íbúa
Madaja. Þá sögðu sumir þeirra
myndir af sveltandi fólki þar hljóta
að vera falsaðar.
Stjórnarherinn lokaði seint í
desember öllum leiðum til Madaja
og krafðist þess að uppreisnarmenn
þar gæfust upp.
Í lok síðustu viku sendu Sam
einuðu þjóðirnar frá sér yfirlýsingu
þar sem skorað var á stjórnarherinn
að opna hjálparstofnunum leið til
Madaja og vísaði til þess að sam
kvæmt alþjóðalögum sé bannað
að svelta almenna borgara í þeim
tilgangi að ná yfirhöndinni í vopn
uðum átökum.
Stjórn Sýrlands heimilaði í kjöl
farið hjálparstofnunum að fara með
nauðsynjar til Madaja og fleiri svæða,
sem einangruð hafa verið vegna
umsáturs. gudsteinn@frettabladid.is
Hjálpargögn send til Madaja
Nærri fjögur hundruð þúsund manns búa við sára neyð vegna átaka og umsáturs stjórnarhersins eða
uppreisnarmanna í Sýrlandi. Stuðningsmenn Assads gera grín að sveltandi fólki í Madaja.
Bílalest með hjálpargögn leggur af stað frá höfuðborginni Damaskus til Madaja. NorDicphotos/AFp
Þúsundir manna hafa
vikum saman verið innikró-
aðar í Madaja í Sýrlandi og
nokkrir hafa nú þegar látist
úr hungri. Flóttamanna-
stofnun Sameinuðu þjóð-
anna segir nærri 400 þúsund
manns þurfa á brýnni aðstoð
að halda á samtals fimmtán
svæðum í Sýrlandi, sem erfitt
er að komast til vegna átaka
og umsáturs stjórnarhersins
eða uppreisnarmanna.
Bandaríkin Forskot Hillary Clinton
á Bernie Sanders í baráttunni um að
verða forsetaefni Demókrataflokks
Bandaríkjanna er nærri horfið ef
marka má nýja skoðanakönnun IBD/
TIPP sem birt var í gær.
Samkvæmt könnuninni nýtur Clint
on nú stuðnings 43 prósenta líklegra
kjósenda en Sanders 39 prósenta.
Þetta er töluverð breyting frá síðustu
könnun sem kom út í desember. Þá
mældist Clinton með 51 prósent en
Sanders 33. Kannanir IBD/TIPP hafa
reynst nokkuð áreiðanlegar og voru
áreiðanlegastar allra í kosningabarátt
unni árið 2012.
Nú munar bara fjórum prósentu
stigum á Clinton og Sanders. Aldrei
hefur verið jafn mjótt á munum milli
þeirra. Forskot Clinton hefur verið 15
til 30 prósent frá því í haust.
Tæpar þrjár vikur eru í að fyrstu
ríkin kjósi í forkosningum, Iowa og
New Hampshire. Einnig er mjótt á
munum í þeim ríkjum, Sanders hefur
fjögurra prósentustiga forskot í því
síðarnefnda og Clinton þriggja í því
fyrrnefnda. – þea
Forskot Clinton á Sanders nærri hverfur í nýrri skoðanakönnun
Bernie sanders saxar nú hratt á forskot hillary clinton. NorDicphotos/AFp
4,0%
Fjórum prósentustigum
munar nú á Hillary Clinton
og Bernie Sanders í fram-
boðsslag demókrata í Banda-
ríkjunum.
landBÚnaÐUr Atvinnuvega og
nýsköpunarráðuneyti staðfesti
nýlega synjun Matvælastofnunar á
beiðni bónda á Norðurlandi eystra
sem hafði um nokkurra ára skeið
haldið yfir 100 kýr í fjósi sem var
hannað fyrir 92 kýr með 92 legu
básum. Gerðar voru ítrekaðar
athugasemdir við fjölda kúa án þess
að bóndinn sinnti því í nokkru.
Bóndinn hafði óskað eftir leyfi til
að hafa tíu prósentum fleiri kýr en
bása í fjósi í 16 til 20 mánuði til við
bótar við þriggja mánaða lokafrest
til úrbóta sem veittur var í mars
2015. Taldi bóndinn nýjar reglur
íþyngjandi og fór fram á að viður
kenndur yrði réttur hans til bóta
vegna tekjutaps sem væri afleiðing
af niðurskurð á bústofni. Þeir i
beiðni synjaði Matvælastofnun. – ibs
Óheimilt að
hafa fleiri kýr
en bása í fjósi
ViÐSkipti Everest var vinsælasta
kvikmynd landsins með rúmar 89
milljónir í tekjur árið 2015 sam
kvæmt tölum frá félagi rétthafa í
sjónvarps og kvikmyndaiðnaði.
Star Wars: The Force Awakens var
í öðru sæti með tæpar 80 milljónir
í tekjur, þótt hún hafi ekki verið
frumsýnd fyrr en 18. desember
síðastliðinn. Fyrsti sýningardagur
kvikmyndarinnar var jafnframt sá
tekjuhæsti í íslenskri kvikmynda
sögu og var hún þá sýnd allan
sólarhringinn. Myndirnar raða
sér á lista yfir tuttugu vinsælustu
kvikmyndir á Íslandi frá upphafi
mælinga.
Það má því segja að bíóárið
2015 hafi verið einkar gott þar
sem aðsókn að kvikmyndahúsum
hefur verið að dragast saman
undanfarin ár en að þessu sinni
fer aðsóknin upp á milli ára í fyrsta
skipti síðan 2009. – sg
Kvikmyndin
Everest halaði
mest inn á árinu
1 2 . j a n Ú a r 2 0 1 6 Þ r i Ð j U d a G U r10 f r é t t i r ∙ f r é t t a B l a Ð i Ð