Fréttablaðið - 12.01.2016, Síða 12
Spennandi námskeið um efni Biblíunnar
byrjar fimmtudaginn 14. janúar kl. 20, og verður á sama tíma alla fimmtudaga í
Boðunarkirkjunni, Álfaskeiði 115, Hafnarfirði. Húsið opnar kl. 19 og verður boðið upp
á súpu og brauð.
Fyrirlesari verður Steinþór Þórðarson sem í áratugi hefur leiðbeint fólki að kynnast
efni Biblíunnar. Fólki er boðið að spyrja og spjalla um einstök atriði er varða Biblíuna
og boðskap hennar. Sérstök áhersla verður lögð á efni Opinberunarbókarinnar, sem
boðar örlagaríka viðburði nútímans. Þetta verða athyglisverðar stundir sem allir hafa
gagn og blessun af.
Biblíutextar og myndskýringar verða birtar með Powerpoint á veggnum, svo að allir
geti fylgst vel með. Allir eru velkomnir og þátttaka er ókeypis.
Húðsjúkdómar
Gísli Ingvarsson húðsjúkdóma-
læknir hefur opna móttöku á sama
stað og áður í Lækningu Lágmúla 5
Símapantanir: 590 9200 kl 09 - 16 alla virka daga
Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is
Hitablásarar
Rafmagnshitablásari 2Kw 1 fasa
6.890
Rafmagnshita-
blásari 5Kw 3 fasa
12.830
Rafmagnshita-
blásari 2Kw
1.990
Rafmagnshitablásari
15Kw 3 fasa
29.990
Rafmagnshitablásari
9Kw 3 fasa
17.990
Kletthálsi Reykjavík
Reykjanesbæ
Rafmagnshitablásari
3Kw 1 fasa
8.890
7.112
20%
afsláttur
heilbrigðismál „Þetta hringir
ákveðnum viðvörunarbjöllum, og
maður veit að þetta er til staðar. En
það er fylgst vel með þessu hér og
hvort lyfin eru að virka,“ segir Þór-
ólfur Guðnason sóttvarnalæknir,
spurður um þær fréttir frá Bretlandi
og Bandaríkjunum að fjölónæmur
lekandi sé þar kominn til að vera og
tilfellum fjölgi ár frá ári.
Landlæknir Bretlands mun hafa
ritað læknum og lyfsölum bréf
vegna þessa skömmu fyrir áramót,
en samkvæmt frétt stórblaðsins
Guardian um málið hvetur hann
menn til að vera á varðbergi og
gæta þess að meðhöndlun sjúk-
dómsins sé í samræmi við hvað
er að eiga á hverjum tíma. Vanda-
mál vegna ofnotkunar sýklalyfja er
flestum kunn, en hérlendis hefur
fjölónæmur lekandi ekki greinst
til þessa. Alþjóðaheilbrigðismála-
stofnunin hefur hins vegar greint
frá því að tilfelli hafi einnig komið
upp í Noregi, Svíþjóð, Ástralíu og
Frakklandi. Í umfjöllun Guardian
er haft eftir landlækni Breta að hætt
sé við að viss afbrigði lekanda geti
orðið ill- eða óviðráðanlegur sjúk-
dómur.
Þórólfur segir alltaf spurningu
um hvort og þá hvenær svona
baktería skýtur upp kollinum hér-
lendis. „Það veit maður ekkert um
en svona bakteríur, svona almennt
séð, virða ekki landamæri ríkja. En
á meðan þetta kemur ekki upp hér
breytum við ekki okkar aðferða-
fræði.“
Baldur Tumi Baldursson, yfir-
læknir á húð- og kynsjúkdóma-
deild Landspítala, segir að lekandi
hafi verið fátíður síðustu áratugina
á Íslandi sem og sárasótt (sýfilis).
Sýklalyfjameðferð sem notuð er
á kynsjúkdómadeild Landspítala
sé í samræmi við evrópskar leið-
beiningar.
Baldur Tumi segir að sárasótt hafi
tekið stórt stökk upp á við 2014 og
2015 en virðist í rénun. Klamidía
greinist í enn hærra hlutfalli af
sjúklingum á kynsjúkdómadeild en
áður og sé enn sem fyrr í sérflokki
hvað varðar fjölda greindra tilfella.
Hann segir að það virðist nánast
öruggt að ef einstaklingur stundar
óvarið kynlíf og skiptir oft um ból-
félaga þá fær hún eða hann klami-
díu. Ef viðkomandi notar smokk er
hún eða hann hins vegar örugg um
að fá ekki þessa sjúkdóma.
„Ég mundi ráðleggja fólki að
kaupa sér smokkapakka um leið
og það setur Tinder í símann. Hver
vill verða fyrstur á Íslandi að fá
fjölónæman lekanda?“ segir Baldur
Tumi. svavar@frettabladid.is
Ótti ástæðulaus en rétt
að vera á verði
Tilfellum lekanda sem svarar illa hefðbundinni sýklalyfjameðferð fer fjölgandi
beggja vegna Atlantsála. Fleiri lönd greina frá því sama. Vandans hefur ekki
orðið vart á Íslandi en tilfellum kynsjúkdóma fer fjölgandi.
Bakteríur, svona
almennt séð, virða
ekki landamæri ríkja. En á
meðan þetta kemur ekki
upp hér breytum
við ekki okkar
aðferðafræði.
Þórólfur Guðnason
sóttvarnalæknir
Ég mundi ráðleggja
fólki að kaupa sér
smokkapakka um leið og
það setur Tinder í
símann.
Baldur Tumi
Baldursson, yfir-
læknir á LSH
Smokkurinn er í dag, sem áður, skilvirkasta leiðin til að verjast lekanda og fleiri
kynsjúkdómum. fréttablaðið/Heiða
Viðskipti Árið 2015 fjárfestu þrír
nýir vaxtarsjóðir, Eyrir Sprotar,
Frumtak 2 og Brunnur, fyrir rúm-
lega þrjá milljarða í fjórtán verk-
efnum. Fjárfestingargeta þeirra
nemur ellefu milljörðum króna og
hafa sjóðirnir nokkur ár í viðbót til
að fjárfesta.
Frumtak 2 fjárfesti í fjórum verk-
efnum, Arctic Trucks, Controlant,
Activity Stream og Appollo X fyrir
milljarð króna. Eyrir Sprotar fjár-
festi í átta verkefnum, þeirra á
meðal InfoMentor, ReMake og
Saga Medica, auk þess að skuld-
binda sig til fjárfestinga í tveimur
verkefnum til viðbótar samkvæmt
upplýsingum frá Erni Valdimars-
syni, framkvæmdastjóra sjóðsins.
Í árslok 2015 námu fjárfestingar
Eyris Sprota alls um 1,7 millörðum
króna auk veittra skuldbindinga
upp á um 445 milljónir króna.
Heildarstærð Eyris Sprota er 3,5
milljarðar króna.
Brunnur fjárfesti í ARK Techno-
logy og ATM Select fyrir 430 millj-
ónir króna. Heildarstærð sjóðsins
er fjórir milljarðar, en það er allt-
af haldið eftir að minnsta kosti
helmingi fjármagnsins til að fylgja
eftir verkefnum, að sögn Sigurðar
Arnljótssonar fjárfestingastjóra.
Sjóðurinn fjárfestir sérstaklega í
fyrirtækjum sem eru að selja vöru
eða þjónustu á erlenda markaði.
Til stendur hjá sjóðunum að fjár-
festa í fleiri fyrirtækjum á nýju ári.
– sg
Vaxtarsjóðir fjárfestu fyrir rúmlega þrjá milljarða króna árið 2015
Örn Valdimarsson,
framkvæmdastjóri
eyris Sprota
Í árslok 2015 námu
fjárfestingar Eyris Sprota alls
um 1,7 milljörðum króna
auk veittra skuldbindinga
upp á um 445 milljónir
króna. Vaxtarsjóðir Eyris
hafa fjárfestingargetu upp á
ellefu milljarða króna.
sjáVarútVegur Aflaverðmæti skipa
Síldarvinnslunnar og dótturfélaga
hennar jókst um 23,8 prósent á milli
áranna 2014 og 2015 en aflinn jókst
um 35 prósent í tonnum talið og
ræður þar aflaaukning uppsjávar-
skipa langmestu, segir í tilkynningu.
Heildaraflaverðmætið var 8.523
milljónir króna á árinu 2014 en
10.548 milljónir króna á árinu 2015.
Dótturfélög Síldarvinnslunnar eru
Gullberg á Seyðisfirði sem gerir út
togarann Gullver NS og Bergur-Hug-
inn í Vestmannaeyjum sem gerir út
togarana Bergey VE og Vestmanna-
ey VE. – sg
Aflaverðmætið jókst um
24% hjá Síldarvinnslunni
aflinn jókst um 35 prósent í tonnum talið hjá Síldarvinnslunni.
Alvarlegur sjúkdómur
Hvað er lekandi?
Lekandi er kynsjúkdómur sem
stafar af bakteríunni Neisseria
gonorr hoeae, en bakterían tekur
sér bólfestu í kynfærum, þvagrás,
endaþarmi eða hálsi.
Hvernig smitast lekandi?
Smit á sér stað við samfarir. Smitun
getur einnig átt sér stað við enda-
þarms- og munnmök.
Hvernig get ég komið
í veg fyrir smit?
Smokkurinn er eina vörnin gegn
smiti.
er lekandi hættulegur?
Lekandi er alvarlegur sjúkdómur því
hann getur valdið ófrjósemi eins og
klamidía. Þetta á bæði við um konur
og karla. Lekandi getur einnig valdið
sýkingu og bólgu í liðum, augnsýk-
ingum og í verstu tilvikum sýkingu í
eggjaleiðurum og kviðarholi.
er til meðferð við lekanda?
Notuð eru sýklalyf við lekanda.
Margir stofnar lekandabakt-
eríunnar eru ónæmir gegn ýmsum
sýklalyfjum. Þess vegna er nauð-
synlegt að taka sýni til ræktunar til
að kanna næmi bakteríunnar fyrir
sýklalyfjum svo hægt sé að tryggja
að rétt sýklalyf hafi verið valið.
f r é t t i r ∙ f r é t t a b l a ð i ð 12Þ r i ð j u D a g u r 1 2 . j a n ú a r 2 0 1 6