Fréttablaðið - 12.01.2016, Qupperneq 14
Frá degi til dags
Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir forStjóri: Sævar Freyr Þráinsson Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is
aðStoðarritStjórar: Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis
á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSn 1670-3871
fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is og Viktoría Hermannsdóttir viktoria@frettabladid.is
menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is ljóSmyndir: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚtlitShönnun: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is
Halldór
Fanney Birna
Jónsdóttir
fanney@frettabladid.is
Þegar ríkisstjórn Alþýðuflokksins, Sjálfstæðisflokksins og Sósíalistaflokksins setti lög um almannatrygg-ingar 1946, var Ólafur Thors, formaður Sjálfstæðis-
flokksins, forsætisráðherra. Hann lýsti því þá yfir, að
almannatryggingar á Íslandi ættu að vera í fremstu röð
slíkra trygginga í Evrópu og allir á Íslandi ættu að njóta
þeirra án tillits til stéttar eða efnahags. Fyrst eftir laga-
setninguna voru almannatryggingar á Íslandi í fremstu
röð en síðan drógust þær aftur úr og í dag standa almanna-
tryggingar á Íslandi langt að baki slíkum tryggingum á
Norðuröndum og í Bretlandi. Grunnlífeyrir á Íslandi er
aðeins þriðjungur slíks lífeyris í grannlöndum okkar.
Ólafur Thors vildi efla almannatryggingar hér. Bjarni
Benediktsson vill halda þeim niðri. Það eru alger öfug-
mæli, þegar Bjarni Benediktsson segir, að núverandi
ríkisstjórn sé að auka lífeyri aldraðra og öryrkja meira
en nokkru sinni áður á lýðveldistímanum. Ríkisstjórnin
er ekki að efla almannatryggingar hér neitt. Hún heldur
ekki einu sinni í horfinu. Laun hækkuðu hér um 14-20%
á árinu 2015. Launin hækkuðu frá 1. maí 2015. Lífeyrir
aldraðra og öryrkja hækkar ekkert í átta mánuði og aðeins
um 9,7% frá 1. janúar 2016. Lífeyrir hækkar miklu minna
en laun og átta mánuðum seinna en laun. Það er því verið
að brjóta lagaákvæði um að lífeyrir eigi að hækka í sam-
ræmi við launaþróun og það er verið að hlunnfara lífeyris-
þega með því að draga þá á hækkun í átta mánuði.
Almannatryggingar voru efldar meira 1946 en nú.
Og lífeyrir hækkaði um tæp 20% í ráðherratíð Jóhönnu
Sigurðardóttur um áramótin 2008/2009. Viðreisnar-
stjórnin stórefldi einnig almannatryggingar. Það stenst því
engan veginn, að ríkisstjórnin sé nú að gera betur en áður.
Það er þveröfugt. Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur stóð
sig einnig betur á krepputímanum gagnvart lífeyrisþegum,
þar eð lífeyrir þeirra sem voru á strípuðum bótum var þá
ekkert skertur. Hann hélst óbreyttur þó aðrar bætur lækk-
uðu. Þeir Sigmundur Davíð og Bjarni Ben. eru ekki að bæta
kjör lífeyrisþega. Þeir eru að níðast á þeim.
Ólafur Thors vildi efla
almannatryggingar,
Bjarni halda þeim niðri
Björgvin
Guðmundsson
formaður kjara-
nefndar FEB
Ríkisstjórnin
er ekki að
efla al-
mannatrygg-
ingar hér
neitt. Hún
heldur ekki
einu sinni í
horfinu.
Sími: 540 2050 | pontun@penninn.is
Vildarverð gildir 11. jan, til og með 17. jan. Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um villur og myndabrengl.
MYNDAALBÚM 200 VASAR
3 LITIR Í BOÐI
Vildarverð:
999.-
Verð:
1.839.-
Vilja halda formanninum
Nafn Katrínar Jakobsdóttur, for-
manns VG, hefur ítrekað verið
nefnt í forsetastólinn og hún
jafnan efst í skoðanakönnunum
um næsta forseta. Vinstri græn
virðast óttast þetta og keppast
við að benda á aðra kandídata.
Nú síðast lagði Stefán Pálsson
það til á Stöð2 að ef fólk vildi fá
vinstri grænan forseta þá væri
Steingrímur Joð kjörinn í emb-
ættið. Vinstrimenn eru hræddir
við að missa Katrínu því þá
grunar það sem við hin vitum.
Fylgi flokksins stendur og fellur
með henni.
Staðreyndin er sú að mun
fleiri vilja sjá Katrínu sem for-
seta en geta hugsað sér að kjósa
VG. Og miðað við hvernig emb-
ættið hefur þróast í tíð Ólafs
Ragnars má ætla að Katrín geti
haft mun meiri áhrif sem forseti
en sem formaður flokks sem er
fastur í sömu hjólförunum.
Hakkar útgerðarmenn í sig
Gunnar Bragi Sveinsson utan-
ríkisráðherra heldur áfram að
standa með ákvörðun sinni
um að taka þátt í viðskipta-
banni gegn Rússum þrátt fyrir
mikinn þrýsting samráðherra,
þingmanna og hagsmunaafla.
Í gær birti ráðuneytið svar í
þrettán liðum við rangfærslum
formanns útgerðarmanna á
RÚV um helgina. Allt skýrt og
skorinort. Þetta heitir að setja
embætti sitt að veði.
snaeros@frettabladid.is
Barack Obama Bandaríkjaforseti kynnti í síð-ustu viku áætlun sína um ný lög vegna kaupa á skotvopnum. Áætlunin snýr að ítarlegri bakgrunnsskoðun á kaupendum skotvopna, en forsetinn hyggst fara fram hjá þinginu til að
ná sínu fram í þessum efnum.
Kynning Obama á áætluninni var tilfinninga-
þrungin. Á undan honum ávarpaði faðir fórnarlambs
skotárásar í grunnskóla viðstadda og þegar Obama
ræddi ástæður þessarar nýju lagasetningar komst hann
við. Þó það nú væri. Obama hefur áður sagt að árangurs-
leysi í baráttunni fyrir breyttri löggjöf um skotvopn í
Bandaríkjunum sé það sem hafi valdið honum mestum
vonbrigðum í forsetatíð hans. Ástæða þess að Obama
hyggst sneiða fram hjá þinginu er sú að hann telur
Bandaríkjaþingi hafa mistekist að bregðast við byssu-
vandanum. Hann hefur sannarlega lög að mæla.
Fréttir af dauðsföllum af völdum skotvopna í Banda-
ríkjunum eru daglegt brauð. Í seinni tíð hefur fréttum
af fjöldamorðum á opinberum stöðum, til að mynda í
skólum, þar sem skotvopn koma við sögu fjölgað gríðar-
lega. Árið 2012 voru 29,7 Bandaríkjamenn á hverja
milljón íbúa skotnir til bana. Það er umtalsvert meira en
í samanburðarlöndunum. Öll gögn benda til að árásum
af þessu tagi sé að fjölga. Um er að ræða sérbandarískt
fyrirbæri. Þrátt fyrir það hefur hvorki gengið né rekið
þegar kemur að því að fækka tækifærum misbrjálaðra
manna til að kaupa eða meðhöndla skotvopn.
Áætlun Obama felur í sér að allir vopnasalar þurfa
að athuga bakgrunn á kaupenda. Þá verður undanþága
sölu á netinu og byssusýningum afnumin. Þá þurfi ein-
stök ríki að veita upplýsingar um fólk sem á við ákveðin
geðvandamál að stríða og þá sem hafa framið alvarleg
afbrot. Þar að auki mun alríkislögreglan, FBI, ráða 230
manns til að sjá um þessar bakgrunns athuganir.
Ekki leið á löngu þar til hagsmunaaðilar vestanhafs
risu upp á afturlappirnar og gagnrýndu aðgerðir for-
setans. Forseti fulltrúadeildar þingsins, Paul Ryan, sagði
sniðgöngu við þingið „grafa undan frelsi og lýðræði“
og að reynt verði á reglurnar fyrir dómstólum. Donald
Trump forsetaframbjóðandi sagðist munu draga
ákvörðunina til baka nái hann kjöri. Auk þeirra hafa
stærstu baráttusamtökin fyrir byssueign Bandaríkja-
manna, NRA, sagt að reglurnar muni engu breyta þegar
kemur að fjöldamorðum í landinu.
Sumt er eins víst og að sólin kemur upp. Eitt af því er
harmakvein hagsmunasamtaka þegar að þeim er vegið.
Aðilar, hvort sem um er að ræða einstaklinga eða fyrir-
tæki, sem hafa beinan hag af því að eitthvað sé gert eða
látið ógert munu ávallt beita áhrifum sínum þegar þeir
eiga undir högg að sækja. Hvort sem það er í Bandaríkj-
unum, á Íslandi eða hvar sem er. Mest ítök hafa þeir sem
berjast fyrir fjárhagslegum hagsmunum.
Einhvers staðar frá Columbine til Sandy Hook datt
inn kornið sem fyllti mælinn hjá hinum almenna
Bandaríkjamanni. Dæmin sýna að bann við ákveðnum
tegundum vopna sem og harðar reglur um hver megi
bera vopn virkar. Fari svo að hertar reglur um kaup á
skotvopnum í Bandaríkjunum verði varanlegar er lík-
legt að það verði eitt af því sem standi upp úr í forsetatíð
Obama. Hvað svo sem óskiljanlegum friðarverðlaunum
líður.
Minnisvarði
Ekki leið á
löngu þar til
hagsmunaað-
ilar vestan
hafs risu upp
á afturlapp-
irnar og
gagnrýndu
aðgerðir
forsetans.
1 2 . j a n ú a r 2 0 1 6 Þ r I Ð j U D a G U r14 s k o Ð U n ∙ F r É T T a B L a Ð I Ð
SKOÐUN