Fréttablaðið - 12.01.2016, Qupperneq 46
Það vita kannski allir Íslendingar en myndir
sólveigar eru mjög vel Þekktar Í Frakklandi og
hún var alla tÍð mjög áberandi Í Frönsku kvikmyndalÍFi
sem og Íslensku.
Höfundakvöld
í Norræna húsinu
12. janúar kl. 19:30
Veitingastaðurinn Aalto bistro selur
veitingar fyrir viðburðinn og í hléi.
Sænski verðlaunahöfundurinn Kristina Sandberg
kemur fram á höfundakvöldi í Norræna húsinu 12. Janúar
kl. 19:30. Sandberg er þekktust fyrir þríleikinn um um
heimavinnandi húsmóðurina Maj. Fyrir síðustu bókina
í þríleiknum, Liv till varje pris, hlaut Kristina Sandberg
virtustu bókmenntaverðlaun Svía árið 2014, Augustpriset.
Tinna Ásgeirsdóttur stýrir umræðum. Samtalið fer fram
á skandinavísku. Allir velkomnir, aðgangur ókeypis.
Sturlugata 5, 101 Reykjavík
Tel: 5517030, www.nordichouse.is
1. mars Åsne Seierstad (NO)
5. apríl Susanna Alakoski (SE)
3. maí tilkynnt síðar
Höfundakvöld Norræna hússins 2016
12. janúar Kristina Sandberg (SE)
2. febrúar Gaute Heivoll (NO)
Franska kvikmyndahátíðin hefst næstkomandi fimmtu-dag og er það í sextánda sinn sem hátíðin er haldin. Hátíðin er samstarfsverkefni
franska sendiráðsins, Græna ljóssins
og Alliance française í Reykjavík. Guð-
rún Sæmundsen, menningar- og vís-
indafulltrúi franska sendiráðsins, segir
að það sé ánægjulegt að hátíðin fari nú
í annað sinn fram bæði hér í Reykjavík
og á Akureyri.
„Hátíðin verður dagana 15. til 27.
janúar í Háskólabíói í Reykjavík og
þann 17. til 24. janúar í Borgarbíói á
Akureyri. Það var látið á þetta reyna
í fyrsta sinn í fyrra að vera líka fyrir
norðan og það gekk svo ljómandi vel
að það var ákveðið að halda því áfram
sem er mjög gleðilegt. Hátíðin er í
raun orðin fyrsti stóri menningarvið-
burður ársins enda orðin mjög stór.
Við búumst við í kringum tíu þúsund
gestum, sem er svipað og var í fyrra,
enda er þetta annar stærsti kvik-
myndaviðburður ársins á eftir RIFF.“
Guðrún segir að hvatinn á bak
við að standa að þessari stóru kvik-
myndahátíð á hverju ári sé fyrst og
fremst að ýta undir menningarlega
tengingu á milli landanna tveggja.
„Við hjá sendiráðinu sinnum vissulega
ýmsum viðburðum á hverju ári og þar
á meðal menningarlegum en Frakk-
land er mikið kvikmyndaland og hefur
löngum verið. Ég held að ég sé að fara
rétt með að franskur kvikmyndaiðn-
aður sé sá þriðji stærsti í heiminum á
eftir Indlandi og Bandaríkjunum. Til-
gangurinn er því einfaldlega að kynna
fyrir Íslendingum franskar og frönsku-
mælandi kvikmyndir. Það verður
þarna t.d. ein kvikmynd frá Kanada og
önnur frá Frönsku Márítaníu.
Það er mikið framleitt af kvik-
myndum í Frakklandi og það er mikið
framleitt af virkilega góðum myndum.
Frakkar gera kröfu um gæði og setja
markið hátt enda gríðarleg kvikmynda-
hefð í Frakklandi eins og flestir kvik-
myndaunnendur þekkja.
Opnunarmyndin í ár er gaman-
myndin Út og suður, en tveir af leik-
urum myndarinnar verða viðstaddir
opnun hátíðarinnar. Þessi mynd var
Heiðursverðlaunin kennd við Sólveigu Anspach
sextánda Franska kvikmyndahátíðin hefst núna í vikunni, bæði í reykjavík og á akureyri, og þar verða
sýndar tíu af þeim fjölmörgu gæðamyndum sem Frakkland og frönsk málsvæði hafa að bjóða.
Drottningin í Montreuil
Leikstjóri: Sólveig Anspach
Sumarið er komið og Agathe komin heim til Montreuil
í Frakklandi. Hún er leikstjóri og verður aftur að fara að
vinna en hún þarf líka að syrgja eiginmann sinn sem
dó sviplega. Sjálfsagt myndi henni farnast betur ef hún
hætti að drösla duftkerinu með sér og fyndi út hvernig
ætti að ráðstafa því. Óvænt birtast hjá henni tveir
Íslendingar, sæljón og nágranni, sem hún hefur girnst en
aldrei klófest, og gefa henni kraft til að ná áttum í lífinu.
Myndin er lokamynd hátíðarinnar í ár.
Minningar
Leikstjóri: Jean-Paul Rouve
Romain er 23 ára og starfar sem öryggisvörður á hóteli
en dreymir um að verða rithöfundur. Faðir hans er
62 ára, á leiðinni á eftirlaun og lætur sem sér standi á
sama. Meðleigjandi Romains er 24 ára og hjá honum
kemst bara eitt að: að komast yfir stelpur, sama hverjar
og með hvaða ráðum. Amma Romains er 85 ára. Hún er
á öldrunarheimili og botnar ekkert í hvað hún er að gera
með öllum þessum öldungum. Einn daginn kemur faðir
Romains í áfalli til hans. Amman er horfin. Hún hefur
strokið af öldrunarheimilinu. Romain leitar að henni,
einhvers staðar í minningum hennar.
Timbúktú
Leikstjóri: Abderrahmane Sissako
Kidane Mene lifir nægjusömu lífi ásamt Satimu eigin-
konu sinni, Toyu dóttur þeirra, og Issan, 12 ára smala-
dreng, á söndunum skammt frá borginni Timbúktú,
sem er á valdi strangtrúarmanna.
Myndin hlaut sjö verðlaun á Césars-verðlaunahátíð-
inni í Frakklandi síðastliðið vor, þar á meðal sem besta
myndin og fyrir bestu leikstjórn. Hún hlaut verðlaun
á Cannes-kvikmyndahátíðinni 2014 og var tilnefnd til
Óskarsverðlauna sem besta erlenda myndin.
Út og suður
Leikstjórar: Nicolas Benamou, Philippe Lacheau
Út og suður segir frá Sonju sem ætlar að kynna kærastann
fyrir föður sínum, en hann rekur umhverfisvænt hótel í
Brasilíu. Allur vinahópurinn slæst í förina með þeim til að
eiga draumafrí á suðrænum slóðum. Einn morguninn fara
vinirnir í skoðunarferð í Amazonskóginum með ömmu
Sonju, skassinu henni Yolöndu. Daginn eftir finnst hvorki
tangur né tetur af þeim nema ein lítil tökuvél. Sonja og
faðir hennar líta á upptökurnar til að reyna að fá botn í
málið.
Opnunarmynd hátíðarinnar var frumsýnd í Frakklandi
2. desember síðastliðinn og hefur notið mikilla vinsælda.
Fjórar af myndunum á frönsku kvikmyndahátíðinni
fumsýnd 2. desember í París og þegar
hafa hátt í þrjár milljónir manna séð
hana þar og við mælum klárlega með
henni. Svo hefur myndin Timbúktú
einnig mikið aðdráttarafl en hún vann
til sjö César-verðlauna í Frakklandi
og var tilnefnd til Óskarsverðlauna og
svo er það kanadíska myndin Felix og
Meira svo eitthvað sé nefnt af þeim
fjölda gæðamynda sem verða á hátíð-
inni í ár.
En í ár verður reyndar minning Sól-
veigar Anspach heiðruð sérstaklega,
en það er mikill missir að Sólveigu sem
féll frá í ágúst á síðasta ári. Lokamynd
hátíðarinnar í ár verður því Drottning-
in í Montreuil eftir Sólveigu og Clara
Anspach dóttir hennar er væntanleg
til landsins og verður viðstödd sýning-
una á mynd móður sinnar. Það sem við
munum svo kynna nánar á hátíðinni er
að við ætlum frá og með næsta ári að
vera með heiðursverðlaun fyrir bestu
mynd hátíðarinnar og þessi verðlaun
verða kennd við Sólveigu henni til
heiðurs. Það vita kannski allir Íslend-
ingar en myndir Sólveigar eru mjög vel
þekktar í Frakklandi og hún var alla tíð
mjög áberandi í frönsku kvikmyndalífi
sem og íslensku.“
Magnús
Guðmundsson
magnus@frettabladid.is
1 2 . j a n Ú a r 2 0 1 6 Þ r I Ð j U D a G U r26 M e n n I n G ∙ F r É T T a B L a Ð I Ð
menning