Fréttablaðið - 14.03.2016, Blaðsíða 4
Sigmundur Davíð
Gunnlaugsson er
náttúrlega bara umdeildari
maður og þó við horfum
ekki lengra en viku eða
hálfan mánuð aftur í tímann,
þá er hann búinn að vera í
frekar um-
deildum
málum.
Grétar Þór
Eyþórsson
Flestir þeirra sem
afstöðu taka, eða 40
prósent, bera traust til
Bjarna Benediktssonar.
Aðalfundur landssamtakanna Spítalinn okkar
verður haldinn þriðjudaginn 15. mars 2016 kl. 16.00
á Icelandair Hótel Natura Víkingasal.
Dagskrá aðalfundar
1. Kosning fundarstjóra og fundarritara
2. Skýrsla stjórnar lögð fram
3. Reikningar lagðir fram til samþykktar
4. Lagabreytingar
5. Ákvörðun félagsgjalds
6. Kosning stjórnar og tveggja skoðunarmanna reikninga
7. Önnur mál.
Að loknum aðalfundi hefst málþing Spítalans okkar um uppbyggingu
Landspítala.
Meðal fyrirlesara verður Jón Atli Benediktsson rektor Háskóla Íslands.
Stjórnin.
Bjarni
Benediktsson
Eygló
Harðardóttir
Gunnar Bragi
Sveinsson
Illugi Gunnarsson Kristján Þór
Júlíusson
Ólöf Nordal Ragnheiður Elín
Árnadóttir
Sigmundur Davíð
Gunnlaugsson
Sigrún
Magnúsdóttir
Sigurður Ingi
Jóhannsson
40%
6% 3% 2% 5% 3%
17%
1% 3%
21%
✿ Hvaða ráðherra berðu mest traust til?
50
40
30
20
10
0
%
Bjarni
Benediktsson
Eygló
H
arðardó ttir
Gunnar Bragi
Svein sson
Illugi Gunnarsson
Kristján Þór
Júlíusson
Ó
löf N
ordal
Ragnheiður Elín
Árnadóttir
Sigm
undur D
avíð
Gunnlaugsson
Sigrún
M
agnúsdótti r
Sigurður Ingi
Jóhannsson
50
40
30
20
10
0
%
Bjarni
Benediktsson
Eygló
H
arðardó ttir
Gunnar Bragi
Svein sson
Illugi Gunnarsson
Kristján Þór
Júlíusson
Ó
löf N
ordal
Ragnheiður Elín
Árnadóttir
Sigm
undur D
avíð
Gunnlaugsson
Sigrún
M
agnúsdótti r
Sigurður Ingi
Jóhannsson
Vikmörk 1,70% Vikmörk 1,19% Vikmörk 0,94% Vikmörk 1,44% Vikmörk 2,81% Vikmörk 1,11% Vikmörk 2,58% Vikmörk 0,60% Vikmörk 1,19%Vikmörk 3,40%
Stjórnmál „Bjarni er náttúrlega
formaður stærri flokksins í stjórn-
arsamstarfinu, þannig að það þarf
kannski ekkert að koma á óvart að
hann skori hærra en aðrir,“ segir
Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í
stjórnmálafræði við Háskólann á
Akureyri, um nýja könnun Frétta-
blaðsins, Stöðvar 2 og Vísis.
Nýja könnunin sýnir að flestir
þeirra sem afstöðu taka segjast
bera mest traust til Bjarna Bene-
diktssonar, fjármála- og efnahags-
ráðherra.
Tæplega helmingi fleiri bera
traust til hans en til Ólafar Nordal
innanríkisráðherra. Þriðji í röðinni
er svo Sigmundur Davíð Gunn-
laugsson forsætisráðherra.
Það sem vekur þó kannski helst
eftirtekt er hversu fáir svarendur,
eða einungis þriðjungur, eru reiðu-
búnir til þess að nefna þann ráðherra
sem viðkomandi ber mest traust til.
Hins vegar segjast 48 prósent vera
óákveðnir í afstöðu sinni og nítján
prósent neita að svara. 13 prósent
treysta Bjarna best, sjö prósent treysta
Ólöfu Nordal best og sex prósent
treysta Sigmundi Davíð best.
Þegar skoðuð eru svör þeirra sem
afstöðu taka segjast 40 prósent treysta
Bjarna Benediktssyni best, 21 prósent
segist treysta Ólöfu Nordal best og
17 prósent segjast treysta Sigmundi
Davíð Gunnlaugssyni best.
Grétar Þór segir að munurinn á
Bjarna og Sigmundi Davíð í svona
traustskönnun þurfi ekki að koma á
óvart
„Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
er náttúrlega bara umdeildari maður
og þó við horfum ekki lengra en viku
eða hálfan mánuð aftur í tímann, þá er
hann búinn að vera í frekar umdeild-
um málum,“ segir Grétar Þór og nefnir
þar borgarmál og málefni sem snerta
staðsetningu Landspítalans. „Það
kann að hafa áhrif á viðhorf fólks
til hans og það kannski skýrir þann
mikla mun sem er á milli þeirra.“
Grétar Þór bendir líka á að flokk-
arnir tveir, Sjálfstæðisflokkurinn og
Framsóknarflokkurinn, séu á ger-
ólíkum stað í fylgiskönnunum.
Hringt var í 1.082 þar til náðist í 794
samkvæmt lagskiptu úrtaki dagana 8.
og 9. mars. Svarhlutfallið var 73,4 pró-
sent. Þátttakendur voru valdir með
slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur
skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfalls-
lega eftir búsetu og aldri. Spurt var:
Hvaða ráðherra berðu mest traust til?
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður
svo fjallað um hvaða ráðherra nýtur
minnsts trausts. Fleiri svarendur tóku
afstöðu til þeirrar spurningar.
jonhakon@frettabladid.is
Bjarni Benediktsson nýtur mests trausts
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, nýtur mests trausts allra ráðherra í ríkisstjórninni. Margir nefndu Ólöfu Nordal og
Sigmund Davíð Gunnlaugsson. Mesta athygli vekur þó að einungis þriðjungur aðspurðra nefnir einn ráðherra umfram annan.
Hér eru svörin skipt eftir
kyni og 50 ára og eldri og 49
ára og yngri.
42% 38%
7% 6% 4%2% 3%1%
6%
2%
16%
29%
1%
5%
18% 14%
1%1%
3%3%
Karlar
Konur
Eftir kyniEftir aldri 18-49 ára
50+ 44%
36%
5%
8%
1%
6%
0%
4% 3%
6%
20%
21%
1%
4%
22%
10%
1% 1%
3% 3%
Skotið var í gegnum rúðu í forstofu íbúðarinnar. Konan sem þar á heima var þar
stuttu áður með tveggja ára dóttur sinni. FRéttaBlaðIð/SvEINN
lögreglumál Maður sem hóf skot-
hríð á heimili nágrannakonu sinnar á
Akureyri í fyrrinótt var með leyfi fyrir
skotvopninu sem hann notaði.
Skotmaðurinn var yfirbugaður
þegar sérsveit Ríkislögreglustjóra
kom frá Reykjavík.
Samkvæmt heimildum Fréttablaðs-
ins var nágrannakonan í forstofunni
með dóttur sinni skömmu áður en
skothríðin hófst.
„Málið kom upp um hálf tvö. Þá
um leið fór sérsveitarmaður frá Ríkis-
lögreglustjóra á staðinn því þeir eru
nokkrir staðsettir á Akureyri. Síðan
lenti þyrla með aukamannskap frá
sérsveit Ríkislögreglustjóra um fimm,“
segir Kristján Kristjánsson, yfirlög-
regluþjónn á Akureyri.
Kristján segir að maðurinn hafi
í kjölfarið fljótlega gengið út úr íbúð
sinni skotvopnalaus og gefið sig fram.
Maðurinn stríðir við geðrænan
vanda að sögn lögreglu sem kveðst
ekki hafa vísbendingar um að árásin
hafi beinst að einhverjum sérstökum.
„Það er enn verið að finna úrræði
fyrir manninn í gegnum heilbrigðis-
kerfið. Vegna veikinda hans hefur lög-
regla ekki getað yfirheyrt hann í dag,“
segir Kristján. – snæ
Árásarmaðurinn óhæfur til yfirheyrslu
Maður sem yfirbugaður
var eftir skothríð á Akureyri
í gær stríðir við geðræn
vandamál segir lögreglan.
1 4 . m a r S 2 0 1 6 m á n u D a g u r4 f r é t t i r ∙ f r é t t a B l a ð i ð