Fréttablaðið - 14.03.2016, Blaðsíða 36
Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli
og útfarir má senda á netfangið
timamot@365.is.
Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is
eða hringja í síma 512 5000.
Elskuleg móðir okkar,
tengdamóðir og amma,
Sigríður Guðmundsdóttir
frá Hurðarbaki,
Grænumörk 2,
lést á Dvalarheimilinu Lundi
4. mars. Útförin fer fram frá Selfosskirkju
miðvikudaginn 16. mars kl. 14.00. Þeim sem vilja minnast
hennar er bent á Vinafélag Ljósheima og Fossheima.
Guðmundur Kr. Jónsson Lára Ólafsdóttir
Sigurður Jónsson Esther Óskarsdóttir
Þuríður Jónsdóttir
Gísli Árni Jónsson Emilía Gränz
Sigríður Jónsdóttir Valtýr Pálsson
Kári Jónsson Kristjana Kjartansdóttir
Gunnar Jónsson Anna Fríða Bjarnadóttir
Ásmundur Jónsson Margrét Alice Birgisdóttir
og barnabörn.
Guðbjörg Þórðardóttir og Viðar Einarsson eru tvö þeirra sem ætla að hjóla til styrktar
krabbameinssjúkum börnum í sumar. Fréttablaðið/Ernir
Hjólreiðamenn í team rynkeby hjóla í sveitum Frakklands síðasta sumar. Mynd/tHoMas nørrEMark
Upphaf þessa verkefnis er í Dan-mörku árið 2002 þegar nokkrir starfsmenn djúsframleiðandans
Rynkeby sem höfðu mikinn áhuga á Tour
de France hjóluðu til Parísar og söfnuðu
með því styrkjum fyrir krabbameins-
deildina hjá barnaspítalanum í Óðins-
véum,“ segir Viðar Einarsson um góð-
gerðarhjólatúrinn Team Rynkeby.
„Þetta þótti takast það vel að þeir voru
hvattir til að fara aftur að ári og síðan þá
hefur þetta stækkað og spurst út fyrir
Danmörku. Þeir ákváðu að allur ágóði af
þessu færi til krabbameinssjúkra barna,“
segir Viðar sem mun í sumar taka þátt í
túrnum ásamt eiginkonu sinni, Guð-
björgu Þórðardóttur, og hjónunum Lár-
usi Frans Guðmundssyni og Ástu Ragn-
arsdóttur.
Fjölmargir þátttakendur frá nokkrum
löndum skipa 38 lið sem hjóla um 1.300
kílómetra langa leið frá Danmörku til
Parísar.
„Í heildina er þetta um 2.000 manns
sem fara þessa leið ár hvert,“ segir Viðar
sem segir að þrátt fyrir vegalengdina
ættu flestir að geta tekið þátt með smá
æfingu.
„Þetta er alls ekki keppni. Það á að vera
fært fyrir alla að fara þetta. Það er hjólað
á sjö dögum og ekkert þannig óyfir-
stíganlegt sem er hjólað á hverjum degi.“
Næsta sumar mun svo séríslenskt
lið taka þátt í keppninni í fyrsta sinn með
Team Rynkeby.
„Félagi minn, Lárus Frans, býr í Dan-
mörku og honum þótti þetta voðalega
sniðugt. Hann setti sig í samband við
Team Rynkeby. Þeir tóku þessu bara
fagnandi, að það væru þarna einhverjir
frá Íslandi sem hefðu áhuga á að leggja
þessu lið,“ segir Viðar.
„Núna í sumar er nokkurs konar undir-
búningur fyrir næsta ár en sumarið 2017
fer svo alveg íslenskt lið út.“
Þau stefna á að safna um 25 manna
íslensku liði með átta aðstoðarmönnum
en Viðar bendir áhugasömum á að skrá
sig á vefnum www.teamrynkeby.is.
stefanrafn@frettabladid.is
Senda fyrsta íslenska
Rynkeby liðið í „Tour de
France“ Danmerkur
Hópur Íslendinga ætlar að taka þátt í góðgerðarhjólatúr Rynkeby djúsframleiðandans í
sumar. Hjólaðir verða 1.300 kílómetrar frá Danmörku til Parísar til styrktar krabbameins-
sjúkum börnum. Stefnt er á að hafa alíslenskt lið í hjólatúrnum sumarið 2017.
Þetta er alls ekki
keppni. Það á að vera
fært fyrir alla að fara þetta. Það
er hjólað á sjö dögum og ekkert
þannig óyfirstíganlegt sem er
hjólað á hverjum degi.
Merkisatburðir
Þ ETTa G E R ð i sT :
1 4 . m a R s 1 9 8 8
Eðlisfræðingar gæða sér á
ávaxtabökum
1828 - Friðrik Sigurðsson, Agnes Magnúsdóttir og Sigríður Guð-
mundsdóttir myrtu Natan Ketilsson og Pétur Jónsson. Friðrik og
Agnes voru síðar tekin af lífi en það voru síðustu aftökurnar á Ís-
landi.
1879 - Albert Einstein, Nóbelsverðlaunahafi í eðlisfræði, fæðist
þennan dag.
1883 - Karl Marx, faðir kommúnismans, deyr.
1964 - Jack Ruby er sakfelldur fyrir morðið á Lee Harvey Oswald.
Oswald var meintur morðingi Kennedys Bandaríkjaforseta.
1966 - Vísir greinir frá því að drukkinn maður hafi stolið og strand-
að bátnum Mjöll við Geldingarnes. Vísir greinir frá yfirheyrslu lög-
reglunnar yfir manninum: „Skýrði hann svo frá, að um miðnætti í
fyrrinótt hefði hann komið drukkinn um borð í Mjöll. Fyrir drykkju-
æði hafi honum komið til hugar að fara smá siglingaferð á bátnum,
leysti því festar, setti vélina í gang og sigldi út um Sundin.“
1981 - Fyrsti Tommaborgarastaðurinn er opnaður í Reykjavík.
1986 - Íslenskir jafnaðarmenn halda
minningarathöfn um Olof
Palme á Lækjartorgi hálf-
um mánuði eftir morðið
á honum. „Þótt undar-
legt kunni að virðast
falla slíkir menn,
öðrum mönnum
oftar fyrir höndum
morðingja. Þeir
sem heitast elska
friðinn, verða
oftar fórnarlömb
ofbeldis en aðrir,“
stóð í Alþýðublaðinu
þennan dag.
2003 - Femínistafélag Ís-
lands er stofnað.
Allsherjar pí-dagurinn gekk í garð þennan dag árið 1592. 14. mars ár hvert
er helgaður stærðfræðilega fastanum pí sem táknar hlutfallið milli um-
máls og þvermáls hrings og er gjarnan ritaður með gríska bókstafnum
π. Ástæða þess að 14. mars er kenndur við pí er að hann endurspeglar
fyrstu stafi og aukastafi Pí sem eru 3,14. Pí-dagurinn árið 1592 er alls-
herjar pí-dagurinn sökum þess að hann táknar fyrstu sjö stafi pí eða
3,141592. Deginum var þó fyrst fagnað þann 14. mars 1988. Eðlisfræð-
ingurinn Larry Shaw var sá fyrsti til að halda dag-
inn hátíðlegan en það gerði hann ásamt
samstarfsfólki sínu í rannsóknarsetri
San Francisco-borgar. Shaw og sam-
starfsfólk hans heiðruðu pí með því
að dansa í hring á rannsóknarstofu
sinni á meðan þau gæddu sér á
ávaxtabökum en á ensku hljómar
pí eins og enska heitið yfir böku eða
„pie“. Árið 2009 samþykkti Bandaríkja-
þing að 14. mars skuli vera þjóðardagur
pí í Bandaríkjunum. – srs
1 4 . m a r s 2 0 1 6 m Á N U D a G U r16 t í m a m ó t ∙ F r É t t a B L a ð i ð
tímamót