Fréttablaðið - 14.03.2016, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 14.03.2016, Blaðsíða 16
Verk sem sýnd voru á sýningunni Kyrrð. Hér má glögglega sjá þrívíddina í verkum Laufeyjar. MYND/ÚR EINKASAFNI Í útskornum myndum er leikið með ljós og skugga. MYND/ÚR EINKASAFNI Laufey Jónsdóttir er sjálf- stætt starfandi fatahönnuður og tískuteiknari sem hefur komið víða við á undanförnum árum. Hún starfaði m.a. sem hönnuður hjá tískufyrirtækinu STEiNUNNI árin 2010 til 2013 auk þess sem hún hefur unnið við myndskreytingar, t.d. í auglýsingum, bókum og tíma- ritum. Á HönnunarMars árið 2012 opnaði hún sína fyrstu einkasýn- ingu á teikningum en þetta árið tók hún þátt í tveimur sýningum á HönnunarMars sem lauk í gær- kvöldi. Hún er ánægð með afrakstur- inn enda verið bæði annasamir og skemmtilegir dagar að henn- ar sögn. „Þetta árið tók ég þátt í tveimur sýningum á Hönnunar- Mars. Sú fyrri var sett upp í sam- starfi við Sif Baldursdóttur og bar nafnið Kyrrð. Á sýningunni gaf að líta tískuteikningar eftir mig af vor/sumar 2016 línu Sifjar fyrir fatamerki hennar sem ber heitið Kyrja. Hugmyndin á bak við teikn- ingarnar er að Kyrja sé eins konar kyrrð í kaosi. Það er vísað til ein- faldleikans og kyrrðarinnar sem lesa má úr hönnun Kyrju og kaos hversdagsins og hins endalausa áreitis í nútímasamfélagi. Mark- miðið var að draga fram fegurðina sem finna má í einfaldleikanum.“ Seinni sýningin var sett upp í samstarfi við Magneu Einarsdótt- ur og fatamerkið hennar, Magn- ea. „Ég hannaði mynstur fyrir nýju línuna hennar og innsetningu fyrir sýninguna sem haldin var á laugardagskvöldi HönnunarMars. Þá buðum við gestum og gangandi upp á einstaka upplifun í Dans- verkstæðinu við Skúlagötu.“ Fjölbreytt nýting Í teikningum sínum hefur Laufey gert miklar tilraunir með klippi- myndir, með áherslu á leik með rými og víddir, ljós og skugga. Góð dæmi um það eru verk af sýning- unum Kyrrð, Persona og Framed. „Myndirnar ganga bæði einar sér eða nokkrar saman og þá er hægt að raða þeim upp á ýmsa vegu í ólíkum rýmum heimila. Ég bjó til rammana sérstaklega fyrir sýning- una og í honum er pappírinn ber. Það væri einnig fallegt að ramma myndina inn flata á klassískan hátt eða skapa örlítið rými milli laganna með t.d. frauði til þess að gefa henni meiri dýpt.“ Aðspurð um þýðingu Hönnunar- Mars fyrir íslenska hönnuði segir hún hann vera gífurlega mikilvæg- an vettvang. „Í raun er Hönnunar- Mars bæði mikilvægur gagnvart íslenskum almenningi sem og er- lendum gestum hátíðarinnar, en fjölmargir erlendir kaupaðilar og blaðamenn sækja hátíðina ár hvert.“ Það eru ýmis spennandi verk- efni á döfinni í ár hjá Laufeyju. „Þar má helst nefna útgáfu barna- bókarinnar Leynigesturinn, sem ég er að vinna með Önnu Mar- gréti Björnsson blaðamanni. Einn- ig kem ég að klippimyndanám- skeiði fyrir börn í samstarfi við frístundamiðstöðina Kamp og að sjálfsögðu undirbúningi vegna næstu sýningar.“ Verkin af sýningunni Kyrrð verða til sölu í versluninni STEiNUNN á Grandagarði og í vefverslun Lauf- eyjar, www.spreesy.com/laufeyj. Nánari upplýsingar um verk Lauf- eyjar má finna á www.laufeyj.com. Bragðgóðir réttir, fullir af þarflegum næringarefnum. Hollusturettir byrjað á páskaFöndrinu Nú fer að styttast í páska og því sniðugt að fara að huga að páskaskrautinu. Það er allt- af gaman að endurnýja árstíða- bundna skrautið eða hreinlega bæta við safnið. Börn- in hafa flest gaman af því að taka þátt í því að föndra með foreldrunum og því er tilval- ið að velja sér eitthvert fönd- ur sem þau geta verið með í að útbúa. Margar fjöl- skyldur mála egg í skrautlegum litum fyrir hverja páska. Þá er hægt að nota annað hvort hrá eða soðin egg og hægt að blása úr þeim með því að stinga lítil göt báðum megin á eggin og blása inn í annað gatið. Þeir fullorðnu ættu að sjá um að gera þetta fyrir yngstu föndrar- ana. Svo eru eggin einfaldlega máluð eins og andinn blæs hverj- um og einum í brjóst. Allt páskanammið má nýta í föndur (áður en það er svo snætt með bestu lyst) en það er yfirleitt lit- ríkt og fallegt. Ein- faldast er að taka til dæmis lítil egg í mislitum um- búðum og skella þeim í fallega skál. Einnig mætti hálffylla háan, glær- an vasa af sælgæti og hnýta fallegan borða á hann. Svo má ekki gleyma fallegu páskablómunum. Það kemur vel út að raða nokkrum vösum upp saman, dreifa einum blómvendi í þá og stilla þeim upp á borð eða út í glugga. Laufey Jóhannsdóttir fatahönnuður og tískuteimnari FRéTTAbLAðIð/VILHELM Prófið að dreifa páskaliljunum á milli nokkurra vasa. 2.990 KR.* ÓTAKMARKAÐ TAL, SMS OG ÓTAKMARKAÐ GAGNAMAGN Endalaust ENDALAUS GSM 1817 365.is *Greitt er aukalega fyrir farsímanotkun erlendis, til útlanda og í upplýsinganúmer. Nánari upplýsingar á 365.is 1 4 . m a r s 2 0 1 6 m Á N U D a G U r2 F ó l k ∙ k y N N i N G a r b l a ð ∙ v i ð b U r ð U r

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.