Fréttablaðið - 14.03.2016, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 14.03.2016, Blaðsíða 12
Frá degi til dags Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir forStjóri: Sævar Freyr Þráinsson Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is aðStoðarritStjórar: Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSn 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is og Viktoría Hermannsdóttir viktoria@frettabladid.is menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is ljóSmyndir: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚtlitShönnun: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is Halldór Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is Bryan Ferry 16.05.16 Harpa, Eldborg H a r pa . i s B r ya n F e r r y.c o m T i x . i s Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson formaður Bændasamtaka Íslands Á Íslandi hefur þróast merkilega fjölbreytt atvinnulíf þar sem ólíkar atvinnugreinar styðja hver við aðra með viðskiptum sín á milli sem öll skipta miklu máli. Þar á meðal er íslenskur landbúnaður og afleidd starfsemi. Bein verðmætasköpun íslensks landbúnaðar er árlega 54 milljarðar króna. Þá er einnig hagrænn ávinningur í formi gjaldeyrissparnaðar þar sem ekki þarf að flytja inn mat- væli í eins miklum mæli, sem leiðir líka til umhverfislegs ávinnings því að útblástur gróðurhúsalofttegunda vegna flutninga er minni en ella. Alls hafa um fjögur þúsund manns beina atvinnu af landbúnaði á Íslandi og aðrir fimm þúsund hafa atvinnu hjá stórum og smáum fyrirtækjum um allt land sem tengjast framleiðslu landbúnaðarins. Bændur hafa reynst íslensku samfélagi vel og hefur verð á íslenskum matvælum haldist stöðugra og hækkað minna en þau innfluttu á undanförnum árum. Þá lögðu íslenskir bændur sitt af mörkum við að halda aftur af hækkun matvöruverðs eftir efnahagshrunið þegar allar innfluttar vörur ruku upp í verði. Íslenskir bændur eru stoltir af framlagi sínu til íslensks atvinnulífs og samfélags. Alþýðusamband Íslands virðist þó helst vilja losna við það framlag því sambandið hefur skorað á Alþingi að fella nýgerða búvörusamninga og kallað eftir því að innflutningur á landbúnaðarafurðum verði stóraukinn. Þessi afstaða sambandsins er óskiljan- leg. Í fyrsta lagi eru þúsundir félagsmanna Alþýðu- sambandsins í störfum sem eru beintengd íslenskum landbúnaði. Í öðru lagi þá liggur fyrir að styrking á gengi krónunnar hefur ekki skilað lægra verði á innfluttum mat- og drykkjarvörum, sem hefði fært félagsmönnum Alþýðusambandsins umtalsverða kaupmáttarstyrkingu. Þeirra eigið verðlagseftirlit hefur sýnt fram á hvernig versl- unin skilar ekki ábata til neytenda hvort sem það er vegna lækkunar á opinberum álögum eða styrkingar gengis. Það er ótrúlegt að Alþýðusambandið skuli velja að beina spjótum sínum að íslenskum landbúnaði. Nýr búvörusamningur felur í sér að verði á innlendri mat- vælaframleiðslu er haldið niðri. Hvernig halda menn að þróunin yrði ef hætt yrði að greiða niður verð á innlendri matvöru og neytendur þyrftu eingöngu að treysta á sann- gjarna álagningu verslunarinnar? Bændur standa vaktina Nýr búvöru- samningur felur í sér að verði á innlendri matvælafram- leiðslu er haldið niðri. Náttúran og manneskjan. Órjúfanleg grunn-stef íslenskra lista og menningar. Líf okkar á þessari einstöku eldfjallaeyju norður í Atl-antshafi hefur löngum verið samofið nátt-úrunni, dyntum hennar, gæðum, grimmd og fegurð. Íslensk náttúra er órjúfanlegur hluti af sjálfs- mynd þjóðarinnar og eitt af þessum fyrirbærum sem við hömpum á tyllidögum en virðumst gleyma þess á milli nema rétt til þess að hafa af henni gott. Eftir efnahagshrunið þá er það ekki síst íslensk nátt- úra sem hefur gert íslensku samfélagi kleift að skreiðast á lappir. En þrátt fyrir það virðist okkur ganga illa að sjá og skilja mikilvægi hennar og sérstöðu. Að skilja að án hennar erum við tæpast þjóð á meðal þjóða því hún hefur skapað okkur og mótað í gegnum aldirnar. Hún er órjúfanlegur hluti af því hver við erum og getum orðið. Þetta skeytingarleysi okkar gagnvart íslenskri nátt- úru birtist ekki síst í stöðu íslensks náttúruminjasafns eða öllu heldur fjarveru þess. Árum saman hefur staða Náttúruminjasafns Íslands verið óásættanleg með öllu og í raun okkur öllum sem þjóð til háborinnar skammar. Náttúruminjasafn gæti í reynd verið okkur ómetanlegt við menntum og fræðslu um náttúruna sem er okkur svo mikilvæg og svo kær á tyllidögum. Slíkt safn gæti aukið við þekkingu okkar og skilning á náttúrunni, eðli hennar, eiginleikum og mikilvægi. Á náttúruminjasafni gætum við t.d. skoðað hverju var fórnað með Kárahnjúkavirkjun og öðrum stórframkvæmdum og þannig mætti áfram telja allt til geirfuglsins og flónskunnar sem þurrkaði hann út úr heiminum. Eins og Hilmar J. Malmquist, forstöðumaður Náttúru- minjasafns Íslands, hefur bent á þá er safninu samkvæmt lögum ætlað að vera lykilstofnun á sviði miðlunar og fræðslu í náttúrufræðum með sömu stöðu og hin höfuð- söfnin, Þjóðminjasafn Íslands og Listasafn Íslands. Vand- inn er hins vegar að húsnæðisvandi safnsins er slíkur að Náttúruminjasafni er í raun ómögulegt að sinna lög- bundnu hlutverki sínu og ekkert þokast til úrbóta. Hug- myndir um náttúrusýningu Perluvina, einkahlutafélags áhugafólks um náttúrusýningu í Perlunni, breyta engu þar um. Að telja sér trú um slíkt er eins og að ráðgera að gott gallerí geti leyst af höndum hlutverk Listasafns Íslands, með fullri virðingu fyrir öllum viðkomandi. Eðli, hlutverk og skyldur eru einfaldlega ekki með sama hætti. Perlan er efalítið ágætt húsnæði en allar viðræður við Náttúruminjasafn Íslands eru nú komnar í strand og málið enn og aftur komið á hinn óásættanlega byrjunar- reit. Það kann að vera að borgaryfirvöld hafi meiri áhuga á að vinna að slíku verkefni með einkafélagi og taka meira mið af möguleikum í ferðamannaiðnaði í hinni almennu Benidorm-væðingu borgarinnar, samanber t.d. þróun mála í miðborginni, og þá verður svo að vera. En ábyrgðin liggur fyrst og fremst hjá mennta- og menningarmálaráðu- neytinu sem fer með málefni safnsins. Náttúruminjasafn Íslands verður að vera safn allra landsmanna og því þurfa allir þættir safnsins að taka mið af því. Því er óskandi að ráðuneytið hefji þegar í stað kraftmikinn undirbúning að glæsilegu Náttúruminjasafni Íslands, náttúrunni sem og þjóðinni til heilla. Safni sem stendur ekki eins og gleymd- ur og útdauður geirfugl inni í læstum skáp. Geirfuglasafn Náttúru- minjasafn Íslands verður að vera safn allra landsmanna og því þurfa allir þættir safnsins að taka mið af því. Sambandslaus formaður Orðið á götunni segir að nokkur kurr sé á meðal þing- manna Vinstri grænna þessa dagana eftir að Katrín Jakobs- dóttir, formaður flokksins, ákvað að gefa ekki kost á sér í embætti forseta Íslands. Sagan segir að formaðurinn hafi legið undir feldi í nokkra daga án þess að gefa sínum nánustu samstarfsmönnum neitt upp um fyrirætlanir sínar. Tann- hjólin munu hafa farið að snúast innan þingflokksins, bakherbergin reykfyllt og hníf- arnir brýndir þar sem félagar Katrínar töldu að hún væri í þann mund að yfirgefa flokks- stólinn en fundir voru haldnir víða um bæ til að plotta arftaka hennar. Sumir þingmenn hafi því verið ansi hvumsa yfir því að Katrín skuli hvergi vera á förum. Lukkuriddarar lýðræðisins Píratar og Samfylkingin virðast þessa dagana vera í kapp- hlaupi um það hversu djúpt í ruslið þau geta troðið tillögum stjórnarskrárnefndar. Mikið er ágætt fyrir kjósendur þessa lands að lýðræðispostularnir í flokkunum tveimur spari þeim aksturinn á kjörstað næsta vetur en með afstöðu sinni eru flokkarnir að svipta kjósendur möguleikanum áð tjá sína skoðun á málinu í almennri þjóðaratkvæðagreiðslu. stefanrafn@frettabladid.is 1 4 . m a r s 2 0 1 6 m Á N U D a G U r12 s k o ð U N ∙ F r É T T a B L a ð i ð SKOÐUN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.