Fréttablaðið - 14.03.2016, Blaðsíða 2
Kapp í kinnVeður
Suðvestankaldi og rigning eða slydda
með köflum í dag, en bjartviðri norð-
austanlands. Hiti 1 til 10 stig, svalast
á Vestfjörðum. Sjá Síðu 18
StjórnSýSla Sveitarstjórn Ölfuss
hefur ákveðið í framhaldi af mikilli
aukningu á útleigu á húsnæði til
ferðamanna að leggja fasteignaskatt
á umræddar eignir í samræmi við
ákvæði laga.
„Er það ekki síst réttætismál gagn-
vart öðrum sem stunda ferðaþjónustu
og greiða af henni lögboðna skatta og
skyldur,“ segir í bókun sveitarstjórnar-
innar sem kveður mörg önnur sveitar-
félög vinna að því sama. Með þessu
myndu fasteignagjöld á viðkomandi
húsnæði hækka um 164 prósent, fara
úr 0,5 prósentum af fasteignamati í
allt 1,32 prósent. Samhliða á að efla
eftirlit með þessum eignum. – gar
Hækka gjöld
á túristagistingu
María Björk Guðmundsdóttir hvetur sleðahunda sína á Íslandsmeistaramóti Sleðahundaklúbbs Íslands á Mývatni um helgina. María lenti í þriðja sæti í
sínum flokki sem var 10 kílómetra kapp með tvo til þrjá hunda. Hátt í hundrað hundar tóku þátt. Veðrið setti ekki strik í reikninginn þrátt fyrir að leik-
mynd af tökustað Fast & the Furious sem er í grennd við mótið fyki nærri hundum og keppendum. Fréttablaðið/auðunn
Eftirspurn eftir gistingu er mikil.
Fréttablaðið/GVa
FílabeinSStröndin Sextán manns
létust í skotárás á ferðamannastað í
bænum Grand Bassam á Fílabeins-
ströndinni.
Talið er að árásarmennirnir
tengist Al-Kaída-samtökunum en
að sögn yfirvalda hafa þeir verið
„teknir úr umferð“.
Meðal látinna eru ferðamenn frá
Frakklandi og Þýskalandi.
Fílabeinsströndin hefur verið
með friðsælli ríkjum á svæðinu þar
til að borgarastyrjöld braust út í
ríkinu árið 2002. Síðan þá hafa tíðar
skærur átt sér stað á milli múslima
og kristinna manna í landinu. – srs
Sextán drepnir
á baðströnd
Fjórir ferðamenn voru
skotnir í árásinni á Fílabeins-
ströndinni í gær.
lögreglumál Systurnar sem sættu
mansali á Vík í Mýrdal eru farnar
úr landi að eigin ósk. Réttargæslu-
maður kvennanna gagnrýnir þau
úrræði sem konunum stóðu til
boða.
Konurnar fundust við húsleit hjá
fyrirtækinu Vonta International
þann 18. febrúar síðastliðinn. Í
kjölfarið fengu þær skjól í Kvenna-
athvarfinu en fóru af landi brott
aðfaranótt fimmtudags.
Vonta International var undir-
verktaki IceWear sem framleiðir
útivistarfatnað. Eigandi fyrir-
tækisins, karlmaður frá Srí Lanka,
var handtekinn og úrskurðaður
í gæsluvarðhald vegna gruns um
mansalið. Hann var látinn laus fyrir
nokkrum dögum en sætir farbanni
til 1. apríl. – kbg
Systur í mansali
farnar heim
Það var grátt yfir á Patreksfirði í gær þegar fyrstu asahláku ársins bar að garði. Íbúar
þurftu að yfirgefa heimili sín vegna ofanflóðahættu. Mynd/HElGa GÍsladóttir
Veður „Auðvitað tekur hjartað kipp
þegar svona símtal kemur. Annað
væri óvenjulegt,“ segir Magnús
Ólafs Hansson íbúi á Patreksfirði
sem þurfti að yfirgefa heimili sitt í
gærkvöldi vegna ofanflóðahættu í
bænum.
Þegar Fréttablaðið náði tali af
Magnúsi var hann kominn á hótel
bæjarins og var, að eigin sögn, í
góðu yfirlæti.
„Þegar einhver svona vá steðjar að
fólki þurfa til þess bær yfirvöld að
bregðast við því. Ég tel að þau hafi
gert það mjög vel í þessu tilfelli,“
segir Magnús og hrósar yfirvöldum
fyrir að aðstoða fólk við að komast
úr húsunum sínum og á hótel.
„Mér þykir ekki leiðinlegt að segja
frá því að það vill svo skemmtilega
til að mér var falið það á sínum tíma
að finna fjárfesta að þessu hóteli
sem er orðið hér á Patreksfirði. Þetta
er ákaflega gleðilegt fyrir mig að fá
að gista á þessu frábæra hóteli, alveg
yndislegt,“ segir Magnús.
Magnús þurfti líka að yfirgefa
heimili sitt á síðasta ári. „Í fyrra var
þetta vegna mikillar snjósöfnunar
í Stekkagili fyrir ofan en nú í ár er
þetta ekki snjór heldur er óttast
krapaflóð úr þessu sama gili. Mér
finnst þetta hárrétt ákvörðun hjá
til þess bærum yfirvöldum.“
Svæði tíu, ellefu og tólf voru rýmd
í bænum að sögn Helgu Gísladóttur,
formanns Rauða krossins á Patreks-
firði. Á níunda tímanum í gærkvöldi
höfðu 23 íbúar bæjarins verið fluttir
á hótelið en aðrir fóru til vina og
ættingja.
Á Bíldudal féll krapaflóð úr
Búðargili á hús og olli skemmdum
á því. Flóðið rann meðfram snjó-
flóðavarnargarði á svæðinu sem
byggður var árið 2009. Á vef Veður-
stofu Íslands kemur fram að flóðið
hafi verið tíu metra breitt.
Asahláka var um land allt í gær
með mikilli rigningu og roki víðast
hvar. Um fyrstu asahláku ársins er
að ræða en mest var rokið á Norð-
vesturlandi, Vestfjörðum og Snæ-
fellsnesi. snaeros@frettabladid.is
Í góðu yfirlæti á Patró
þrátt fyrir hættuástand
Íbúar á Patreksfirði þurftu að yfirgefa heimili sín í gær og leita skjóls á hót-
eli bæjarins vegna ofanflóðahættu. Búist var við krapaflóði í Stekkagili ofan
byggðarinnar í Patreksfirði. Fyrsta asahláka ársins var um allt land.
Mér finnst þetta
hárrétt ákvörðun
hjá til þess bærum yfir-
völdum.
Magnús Ólafsson
íbúi á Patreksfirði
1 4 . m a r S 2 0 1 6 m á n u d a g u r2 F r é t t i r ∙ F r é t t a b l a ð i ð