Fréttablaðið - 23.04.2015, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 23.04.2015, Blaðsíða 2
23. apríl 2015 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 2 LÖGREGLUMÁL Eigandi veitinga- staðarins Ali Baba ætlar að leggja fram kærur á hendur fimm mönnum fyrir að hafa ráð- ist á hann fyrir utan veitinga- staðinn á miðvikudag. Meðal þeirra sem hann ætlar að kæra er eigandi veitingastaðarins Mandy sem er við hliðina á Ali Baba í Veltusundi í Reykjavík. Átökin eiga rætur að rekja til ill- deilna sem hafa staðið í mörg ár eða síðan mennirnir ráku saman veit- ingastaðinn Ali Baba til skamms tíma. Að sögn Yaman Brikhan, eig- anda Ali Baba, höfðu þeir ólíkar áherslur varðandi reksturinn og segist hann hafa borgað hinum út sinn hlut í staðnum. Deilurnar náðu svo hámarki á miðvikudaginn eftir jarðarför sem báðir mennirnir voru við- staddir. Yaman segir að þegar hann hafi komið að veitingastað sínum eftir jarðarförina hafi komið fimm menn að honum og þeir farið að deila sín á milli. „Þeir voru að hóta mér og ég hringdi á lögregluna. Síðan réð- ust þeir á mig,“ segir Yaman sem er með áverka í andliti og segir mörg vitni hafa verið að árás- inni. Hlal Jarah, eigandi Mandy, lýsir þó atburðarásinni á annan hátt og segir Yaman hafa ætlað að aka á bróður hans sem hafi reiðst við það. Hann segir bróður sinn einnig ætla að leggja fram kæru á hend- ur Yaman fyrir að hafa ráðist á hann. Lögregla kom á svæðið en þá höfðu sjónarvottar þegar stöðvað átökin. Yaman segir deilurnar mega rekja til þess þegar upp úr sam- starfi þeirra slitnaði. Yaman seg- ist hafa borgað Hlal út úr staðn- um en síðan fyrir þremur árum hafi hann opnað Mandy við hlið hans staðar, stolið matseðlinum og selt réttina á lægra verði. Hlal segir þetta ekki rétt. „Þetta bara verður að stoppa. Ég er ekki glæpamaður og er bara að reyna að reka minn veit- ingastað,“ segir Yaman sem er annt um að hreinsa orðspor sitt en Hlal segir hann ljúga þessu og að hann hafi engu stolið. Yaman fór á lögreglustöðina í gær ásamt lögmanni sínum en var þá sagt að hann gæti ekki lagt fram kæru fyrr en á föstu- dag. viktoria@frettabladid.is YAMAN Eigandi Ali Baba ætlar að leggja fram kæru á hendur fimm mönnum, meðal annars eiganda Mandy sem er veitingastaður við hliðina á Ali Baba. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Veitingamenn slást í miðbæ Reykjavíkur Ráðist var á eiganda veitingastaðarins Ali Baba fyrir utan stað hans í gær og ætlar hann að kæra fimm menn vegna árásarinnar. Deilur hafa verið milli eigenda Ali Baba og Mandy síðan upp úr samstarfi þeirra slitnaði fyrir nokkrum árum. Þetta verður bara að stoppa. Ég er ekki glæpa- maður og er bara að reyna að reka minn veitingastað. Yaman Brikhan, eigandi Ali Baba. SKIPULAGSMÁL Gröndalshús var í gærkvöldi flutt á Vesturgötu 5b af Granda þar sem það hefur verið í viðgerð frá 2010. Upphaflega stóð húsið við Vesturgötu 16b. Gröndalshús var byggt af Sigurði Jónssyni járnsmiði 1881 úr timbri úr skipi sem rak mannlaust til Íslands og strandaði í Höfnum. Sigurður rak járnsmiðju í húsinu til 1888 þar til Benedikt Gröndal flutti í húsið. Reykjavíkurborg keypti húsið til varðveislu, en Minjavernd annast fram- kvæmdir við nýjan grunn og flutning hússins. - srs Húsið byggt úr timbri úr mannlausu skipi sem rak til Hafna: Gröndalshús flutt á Vesturgötu GRÖNDALSHÚS Húsið er kennt við Benedikt Gröndal. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA REYKJAVÍK Geitburði er lokið í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í Laugardal og alls komu þrett- án kiðlingar í heiminn undan níu huðnum. Fram að geitburði var aðeins einn hafur í fjárhúsinu í garð- inum en nú er karlkynið komið í meirihluta þar sem í kiðlingahópn- um eru tólf hafrar en aðeins ein huðna. Hafurinn Djákni er faðir allra kiðlinganna. Nú er í garðinum bara beðið eftir sauðburði. -kbg Karlkynið í meirihluta hjá geitum í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum: Tólf hafrar og huðna í heiminn VOR Í HÚSDÝRA- GARÐINUM Fjörugir kiðlingar setja svip sinn á húsdýra- garðinn um þessar mundir. Fram undan er svo sauðburður. MYND/HÚSDÝRAGARÐURINN FANGELSISMÁL Um tuttugu til- felli hafa komið upp þess efnis að dómar sakborninga fyrnast áður en afplánun hefst. Þetta kom fram í máli Páls Winkel, forstjóra Fang- elsismálastofnunar, á hádegisfundi um stöðu fangelsismála sem laga- deild Háskólans í Reykjavík stóð fyrir í gær. Fjárframlög til fangelsismála á Íslandi hafa verið skorin niður um 25 prósent síðastliðin ár á meðan verkefnum stofnunarinnar hefur fjölgað samhliða. „Það er Alþingi sem hefur klikkað að mínu mati. Það er aldeilis ekki okkar fagráðu- neyti, þar eru menn algjörlega á tánum og vita nákvæmlega hvað við erum að gera. Þar fáum við alltaf stuðning,“ sagði Páll í sam- tali við fréttastofu. Þegar sakborningur hefur verið dæmdur til refsingar fær hann afhent bréf þar sem hann er boð- aður til afplánunar en vegna pláss- leysis hefur oft ekki verið hægt að taka við föngum á tilsettum tíma. Páll segir að ekki sé algengt að dómar fyrnist á meðan sakborn- ingar bíða afplánunar en slíkum tilfellum hafi fjölgað undanfar- in ár. Hann segir að ástandið sé skammarlegt. Kvennafangelsinu í Kópavogi verður lokað í sumar og Hegn- ingarhúsinu við Skólavörðustíg um áramótin. Á móti verður nýtt fangelsi á Hólmsheiði tekið í notk- un. Páll telur að það muni létta nokkuð undir en ekki koma að fullu til móts við þarfir fangels- isyfirvalda. - gag / srs Dæmi eru um að dómar fyrnist áður en sakborningar hefja afplánun: Tuttugu hafa sloppið við fangelsi FANG- ELSISMÁL Í ÓLESTRI Verkefnum fangels- anna hefur fjölgað. FRÉTTABLAÐIÐ/ HEIÐA HELGADÓTTIR KJARAMÁL Formannafundur Landssambands íslenskra versl- unarmanna (LÍV) lýsir yfir óánægju með hægagang kjara- viðræðna og viljaleysi Samtaka atvinnulífsins (SA) við að ná ásættanlegri niðurstöðu. Landssambandið lagði fram kröfugerð 13. febrúar síðastliðinn og fundaði nokkrum sinnum með Samtökum atvinnulífsins síðan án árangurs. Deilunum var vísað til ríkissáttasemjara þann 17. apríl síðastliðinn. - srs Ekkert þokast í viðræðum: Óánægð með viljaleysi SA STJÓRNSÝSLA Aðalfundur Lands- virkjunar samþykkti í gær tillögu stjórnar fyrirtækisins þess efnis að greiða hluthafa félagsins 1,5 milljarða króna í arð. En ríkið er eini hluthafi Landsvirkjunar. Stjórnarformaður Landsvirkj- unar, Jónas Þór Guðmundsson, og varaformaður stjórnar, Jón Björn Hákonarson, voru endurkjörnir á fundinum auk stjórnarinnar. Auk þeirra Jónasar og Jóns sitja í stjórninni Helgi Jóhannesson hæstaréttarlögmaður, Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, og Álfheiður Ingadóttir líf- fræðingur. - srs Arðgreiðsla samþykkt: Ríkið fær 1,5 milljarða í arð VEÐUR 2° 6 4 8 8 4 SJÁ SÍÐU 30 s. 588 2300 Gleðilegt sumar 2° 0° -1° -3° Ekki mjög sumarlegt veður fyrir norðan og austan í dag með frosti og éljagangi, en víða sólríkt og kalt veður sunnan til og því gott gluggaveður á þeim slóðum. Maðurinn sem lést í umferðarslysi á Biskups- tungnabraut á þriðjudag hét Hallgrímur Þ. Magnússon. Hallgrím- ur var fæddur 29. september 1949, búsettur að Bjarkarbraut 18 í Reykholti í Biskupstung- um. Hann lætur eftir sig eigin- konu, fjórar uppkomnar dætur og níu barnabörn. Hallgrímur var læknir og starfaði hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands, bæði í Hveragerði og á Selfossi. - vh Hallgrímur Þ. Magnússon látinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.