Fréttablaðið - 23.04.2015, Qupperneq 6
23. apríl 2015 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 6
www.lyfja.is
Fyrir þig
í Lyfju
www.lyfja.is
AlvoGenius DHA
DHA er ein af Omega 3 fitusýrunum. Rannsóknir hafa sýnt fram á
jákvæð áhrif DHA á vitsmunaþroska og athyglisgáfu barna ásamt
bættri andlegri líðan mæðra. Fæst fyrir óléttar konur, konur sem
stefna á þungun og börn frá þeim tíma sem þau fá fasta fæðu.
Gefðu barninu forskot - DHA fitusýrur fyrir barnsheilann.
www.netto.is
Kræsingar & kostakjör
HLAUPAHJÓL
2 HJÓLA
4.998
KR/STK
HLAUPAHJÓL
3 HJÓLA
3.989
KR/STK
FLUGDREKI-2 TEG
698
KR/STK
Fjölbreytt úrval
barnaleikfanga
fyrir sumarið
- á frábæru verði! DÓMSTÓLAR Hæstiréttur féllst í
gær á ómerkingarkröfu ákæru-
valdsins í Aurum-málinu svokall-
aða.
Helgi Magnús Gunnarsson
saksóknari áfrýjaði málinu til
Hæstaréttar og krafðist þess að
héraðsdómur yrði ómerktur sökum
ættartengsla Sverris Ólafssonar,
sérfróðs meðdómanda í Aurum-
málinu, við Ólaf Ólafsson, sem var
á dögunum sakfelldur í Hæstarétti
fyrir hlutdeild í umboðssvikum í Al
Thani-málinu, en þeir eru bræður.
Þetta þýðir að málið verður
í heild sinni tekið aftur fyrir í
Héraðs dómi Reykjavíkur, kalla
þarf öll vitni fyrir að nýju og svo
framvegis.
Í málinu voru þeir Jón Ásgeir
Jóhannesson, Lárus Welding,
Magnús Arnar Arngrímsson og
Bjarni Jóhannesson sýknaðir af
ákær um um
umboðssvik og
hlutdeild í þeim.
Þeir voru ákærð-
ir fyrir umboðs-
svik vegna sex
milljarða króna
láns sem Glitn-
ir veitti félaginu
FS38 ehf. sem
var í eigu Pálma
Haraldssonar, vegna kaupa á
félaginu Aurum Holdings Ltd.
Einn dómari málsins skilaði
sératkvæði og taldi að sakfella
ætti Lárus, Jón Ásgeir og Magn-
ús Arnar.
Upp komst um ættartengslin
í fjölmiðlum eftir uppkvaðningu
héraðsdómsins. Aðspurður sagð-
ist Ólafur Þór Hauksson, sérstak-
ur saksóknari, ekki hafa vitað af
ættartengslunum. Sverrir tjáði sig
í kjölfarið í fjölmiðlum um að hann
hefði upplýst dómsformanninn um
skyldleikann og að hann tryði því
ekki að saksóknari hefði ekki vitað
af tengslunum.
Hæstiréttur taldi ummæli
Sverris í fjölmiðlum gefa tilefni til
að draga með réttu í efa að hann
hefði verið óhlutdrægur í garð
ákæruvaldsins fyrir uppkvaðn-
ingu héraðsdómsins.
Ólafur Þór segir í samtali við
Fréttablaðið að niðurstaðan hafi
verið fyrirsjáanleg. „Að sama
skapi er það ekki gott þegar end-
anlegar niðurstöður í málum drag-
ast á langinn. En það blasir núna
við að málið fer aftur fyrir héraðs-
dóm og endurtaka þarf meðferðina
þar,“ segir Ólafur Þór.
Gestur Jónsson, verjandi Jóns
Ásgeirs, segist vonsvikinn. „Ég á
satt að segja engin orð til að lýsa
skoðun minni á þessari niðurstöðu.
Það liggur fyrir í þessu máli að
meðdómarinn stóð í þeirri trú og
hafði til þess fulla ástæðu, að orð
reyndasta sakadómara landsins,
dómsformannsins í málinu, að sér-
stakur saksóknari væri bara ekki
að skýra rétt frá þegar hann kann-
aðist ekki við að hafa vitað af þess-
um tengslum. Afleiðingin af þessu
er að fjórir menn sem voru sýkn-
aðir í héraði, og áttu von á að fá
enda í sín mál á næstu mánuðum,
verða að bíða enn eitt árið eftir nið-
urstöðu í málinu. Minn skjólstæð-
ingur í þessu máli, Jón Ásgeir, er
nú þegar búinn að hafa réttarstöðu
sakbornings í á þrettánda ár. Mér
finnst þetta vera orðið bara alveg
til vansa,“ segir Gestur.
fanney@frettabladid.is
Aurum-mál fer aftur
fyrir héraðsdóm
Hæstiréttur féllst í gær á að ómerkja héraðsdóm í Aurum-málinu svokallaða vegna
ættartengsla og ummæla meðdómanda í málinu í fjölmiðlum. Sérstakur saksókn-
ari segir niðurstöðuna fyrirsjáanlega. Verjandi segist ekki eiga til orð.
Í kvöldfréttum RÚV þann 9. júní 2014 var rætt við Sverri
Ólafsson, meðdómara í Aurum-málinu, um ættartengsl
hans og viðbrögð sérstaks saksóknara sem sagðist ekki hafa
verið kunnugt um þau.
„Ég fór til dómarans, Guðjóns St. Marteinssonar, sagði
honum frá tengslum mínum. Hann taldi að það væru ekki
vandkvæði á því að ég tæki þetta að mér … Ég trúi því
ekki í eina sekúndu að sérstakur saksóknari hafi ekki vitað
af mínum tengslum strax í upphafi. Ef hann vissi ekki af
mínum tengslum, þá ber það vott um afskaplega léleg og yfirborðskennd
vinnubrögð. Mér finnst viðbrögð hans, sko, hæpin og mér finnst þetta
bera vott um örvæntingarfullar og jafnvel óheiðarlegar aðgerðir. Og hann
grípur til þeirra á erfiðum tímum þegar að trúverðugleiki hans stofnunar
er eiginlega í molum,“ sagði Sverrir.
Orð meðdómarans í fjölmiðlum
BYRJAÐ UPP Á NÝTT Allt Aurum-málið verður nú endurtekið í héraðsdómi þar sem dómsniðurstaðan hefur verið ómerkt
vegna vanhæfis meðdómara. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
ÓLAFUR ÞÓR
HAUKSSON
JEMEN Fáeinum klukkustundum eftir að Sádi-
Arabía lýsti því yfir í gærmorgun, að loftárás-
um á uppreisnarmenn í Jemen væri hætt, þá
hófust loftárásir að nýju á hafnar borgina Aden.
Fréttaskýrendur telja þetta þýða að dregið
verði úr árásum, þótt ekki verði þeim hætt.
Loftárásirnar hófust fyrir mánuði og hafa að
sögn Rauða krossins valdið gríðarlegu tjóni og
mannlegum harmleik í landinu.
„Það hliðartjón sem orðið hefur á lífi og eign-
um almennra borgara af völdum bæði loftárás-
anna og bardaga á jörðu niðri er algjörlega
skelfilegt, sérstaklega í borgunum Sana, Aden,
Taíz og Marib,“ hefur Reuters- fréttastofan
eftir Robert Mardini, yfirmanni Alþjóðanefnd-
ar Rauða krossins í Norður-Afríku og Mið-
Austurlöndum.
Hann segir jafnframt að loftárásirnar hafi
ekki skilað neinum þeim árangri, sem að var
stefnt.
„Pólitísku vandamálin sem eru rótin að
mörgum þeim átökum sem nú standa yfir í
Jemen hafa ekki verið leyst. Ekki er neitt sjá-
anlegt sem bendir til þess að á næstu dögum
muni draga úr átökum til frambúðar,“ segir
hann. „Þetta á eftir að fara úr því að vera
slæmt yfir í að versna enn frekar næstum því
alls staðar í landinu.“ - gb
Sádi-Arabar hófu loftárásir að nýju á Jemen, stuttu eftir yfirlýsingu um að þeim væri lokið:
Loftárásirnar skilja eftir sig gríðarlegt tjón
SPRENGJULEIT Jemenskir sprengju leitar menn
tóku strax í gær til við að safna saman sprengjum
og sprengjubúnaði í höfuðborginni Sana.
FRÉTTABLAÐIÐ/EPA
FRAMKVÆMDIR Norska
sendiráðið hefur feng-
ið heimild byggingar-
fulltrúans í Reykjavík
til að skipta út þak-
klæðningu úr asbesti
fyrir bárujárn.
Þekkt er að í asbesti
eru krabbameins-
valdandi efni. Hjalti
Sigmundsson bygg-
ingatæknifræðingur,
sem sendi inn umsókn
sendiráðsins, segir enga hættu á ferðum þótt rífa eigi upp asbestið og
fjarlægja.
„Það er ekkert að því að það sé asbest á þökum ef enginn hreyfir við
því,“ segir Hjalti. „Það eru sérfræðingar sem vinna að þessu og hafa
til þess tilskilin leyfi.“ - gar
NORSKA
SENDI-
RÁÐIÐ
Gamla
þakið er
á útleið.
FRÉTTABLAÐIÐ/
PJETUR
Viðhaldsvinna fyrir dyrum í norska sendiráðinu:
Asbesti skipt út fyrir bárujárn
SVONA ERUM VIÐ
2.500 hús á Íslandi, eða svo, sem eru 100
ára eða eldri eru friðuð sam-
kvæmt lögum.
➜ Ekki liggur fyrir hvaða
dómarar munu dæma í mál-
inu fyrir héraðsdómi, aðeins
einn upphaflegra dómara
hefur verið talinn vanhæfur.