Fréttablaðið - 23.04.2015, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 23.04.2015, Blaðsíða 12
23. apríl 2015 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | STJÓRNSÝSLA Eftirlitsstofnun EFTA hefur gefið ívilnunaráætlun norskra stjórnvalda grænt ljós um niðurfell- ingu virðisaukaskatts á rafbíla. Í rökstuðningi eftirlitsstofnun- arinnar kemur fram að fram- lag Noregs til baráttunnar gegn auknum útblæstri gróður- húsalofttegunda sé til fyrirmynd- ar og skattalög- gjöfin vel til þess fallin að bæta enn betur um. Fjöldi nýskráðra rafbíla í Noregi er hlut- fallslega mestur í heiminum eða um 12 prósent en til samanburðar er það hlutfall 0,3 prósent í Evrópu- sambandinu. Özur Lárusson, framkvæmda- stjóri Bílgreinasambandsins, tekur undir það. „Norðmenn eru lang- fremstir í rafbílavæðingu bílaflot- ans. Þar eru langflestir rafbílar á mann og fleiri ívilnanir en annars staðar í heiminum.“ Þó svo að Norðmenn standi sig vel er löggjöf á Íslandi mjög góð hvað varðar hvata til fjárfestingar á raf- bílum. Á Íslandi er ekki rukkaður virðisaukaskattur á rafbíla né vöru- gjöld. Þá greiða notendur heldur engin bifreiðagjöld né stöðumæla- gjöld. „Á Íslandi eru um 400 skráðir rafbílar sem kann að hljóma lítið en við verðum að hafa í huga að þetta er tiltölulega nýtt fyrirbæri hér á landi,“ segir Özur en hann bætir við að sala á rafbílum sé á uppleið enda séu þeir orðnir samkeppnishæfari en áður. Virðisaukaskattur og vörugjöld á rafbíla voru felld niður á síðasta kjörtímabili en lög um niðurfellingu voru framlengd í desember í fyrra og munu gilda til eins árs. - srs Sala á rafbílum á Íslandi orðin jákvæðari eftir afnám vörugjalda og virðisaukaskatts á rafbíla árið 2012: Norðmenn langfremstir í rafbílavæðingu ÖZUR LÁRUSSON FORSETINN Á RAFBÍL Á Íslandi eru um 400 skráðir rafbílar. FRÉTTABLAÐIÐ/HARALDUR JÓNASSON Eins og fangelsi að missa samninginn Samningar um notendastýrða persónulega aðstoð (NPA) hafa ekki enn verið bundnir í lög sem úrræði fyrir fólk með fötlun. Samningarnir eru enn þá tilraunaverkefni en notendur segja himin og haf milli lífsins fyrir og eftir NPA. Nafn: HALLGRÍMUR EYMUNDSSON Aldur: 37 ára Starf: Tölvunarfræðingur, upplýsingatæknideild Reykjavíkurborgar NPA-samningur: Allan sólarhringinn Hallgrímur býr í Reykjavík og starfar sem tölvunarfræð- ingur. Hann þarf aðstoð við allar athafnir daglegs lífs. Hann segir NPA hafa gjörbreytt lífi sínu. „Maður getur farið hvert sem maður vill, hvenær sem maður vill án þess að vera háður öðrum.“ Honum finnst muna miklu að velja sjálfur það fólk sem aðstoðar hann. „Maður lenti alveg í starfsfólki áður sem kom illa fram. Það var mjög sjaldgæft en það setur mann í alveg rosalega vonda stöðu.“ Hallgrímur segist hafa verið heppinn með starfsfólk síðan hann fékk NPA. „Þá fær maður fólk sem hefur áhuga á að vinna hjá manni. Maður tekur sjálfur starfsmannaviðtöl við fólk sem vill vinna hjá manni en ekki hjá einhverju batteríi þar sem fólk er sent hingað og þangað til einhvers og einhvers. Sumarið sem ég byrjaði með NPA þá fékk ég í afmælis- gjöf miða á Bræðsluna á Borgarfirði eystri frá systkinum mínum. Þau vissu að ég væri að fara að fá þjónustu og nú gæti ég loksins farið eitthvað svona. Þarna um sumarið keyrði ég norður fyrir land og kom við í Skagafirði og hitti fjölskylduna. Ég hélt áfram austur og gisti í tjaldi á hátíð- inni en ég hafði ekki gist í tjaldi síðan ég var pínulítill strák- ur. Að geta farið í svona ferðalag og farið á útihátíð á eigin vegum, þetta lýsir kannski að einhverju leyti frelsinu sem maður fær. Möguleikarnir eru gríðarlegir og tækifærin eru mjög mörg. Þú getur tekið þátt í samfélaginu á allt annan hátt en áður. Margir hverjir þurfa að læra smátt og smátt hvernig er að fá svona mikið frelsi eftir að hafa verið heftir í þjónustukerfinu.“ Hversdagslífið hefur líka orðið mun auðveldara fyrir Hall- grím. „Maður getur gert svo miklu meira en samt er lífið miklu afslappaðra. Maður þarf ekki að vera að spá í hvernig maður passar best inn í þjónustukerfið svo maður geti mögu- lega fengið aðstoð.“ Hallgrímur segir að það yrði gríðarlegt áfall ef hann fengi ekki samning áfram. „Þegar maður hefur fengið svona mikið frelsi þá væri það bara eins og að stinga manni aftur inn í fangelsi.“ Gat loksins farið á útihátíð HALLGRÍMUR EYMUNDSSON Maður fær fólk sem hefur áhuga á að vinna hjá manni. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Nafn: KOLBRÚN DÖGG KRISTJÁNSDÓTTIR Aldur: 42 ára Starf: Stundar mastersnám í fötlunarfræðum NPA-samningur: 12 tímar á sólarhring Kolbrún býr í Mosfellsbæ ásamt manni sínum og stundar nám við Háskóla Íslands. Hún fékk fyrsta NPA-samninginn 2012 þá með færri tíma á sólarhring, en þeim hefur núna fjölgað upp í 12. „Aðstoðarfólkið mitt aðstoðar mig við allar athafnir daglegs lífs, bæði heima við, í náminu, við að sinna erindum eins og að fara út í búð og heimsækja vini,“ segir Kolbrún. Hún segir að himinn og haf sé milli lífsins fyrir og eftir NPA. „Maður fékk til dæmis bara aðstoð í bað einu sinni í viku, þú hefur ekki val um hver aðstoðar þig við persónulegar athafnir, þetta var bara algjör valdsvipting.“ Kolbrún hefur upplifað mikið frelsi eftir að hún fékk NPA-samning. „Ég gat allt í einu gert hluti sem aðrir telja sjálfsagða, eins og bara að fara niður á Laugaveg, fara í göngu 1. maí og taka þátt í Gay pride. Aðstoðin áður var bara bundin við heimilið. Helsta breytingin er að ég gert hlutina og það er ekkert tiltökumál, ég er ekki háð aðstoð fjöl- skyldu og vina.“ Kolbrún segir að það sé mikill munur að vera ekki alltaf kvíðin fyrir því að komast ekki á staði og taka þátt í hlut- um eins og aðrir á jafnréttisgrundvelli. Hún segir að það hafi verið mikil viðbrigði fyrst eftir að hún fékk NPA-samninginn. „NPA hefur bætt bæði heilsu mína og líðan. Þegar þú er með heimahjúkrun þá þarft þú að beygja þig undir þjónustukerfið. Maður er orðinn svolítið vanur að vera með NPA og ég er ekki eins mikið að pæla í fyrir og eftir eins og áður. Fyrst eftir að ég fékk samninginn var ég alltaf að taka myndir af mér að gera hitt og þetta sem ég gat ekki áður. Þetta voru hlutir sem flestum finnast sjálfsagðir eins og að fara á listasafn, versla sumarblóm eða fara út á land í ferðalag eða á ættarmót með fjölskyldunni.“ Kolbrún segir að það væri mannréttindabrot ef NPA yrði lagt niður. „Fjölskyldulífið myndi flosna upp, fjöl- skyldan yrði að aðstoða mig, ég yrði kannski að flytja á hjúkr- unarheimili. En núna er ég bara að lifa mínu lífi eins og aðrir, NPA gerir mér kleift að halda áfram mínu námi og komast út á vinnumarkaðinn. Þetta er svo mikil breyting, þetta er orð- inn hluti af lífi mínu.“ Þetta er orðinn hluti af lífi mínu KOLBRÚN DÖGG KRISTJÁNSDÓTTIR Það er mikill munur að vera ekki alltaf kvíðin. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Nafn: RAGNAR EMIL HALLGRÍMSSON Aldur: 7 að verða 8 ára Starf: Nemi í 2. bekk í Hraunavallaskóla NPA-samningur: Allan sólarhringinn Ragnar Emil býr í Hafnarfirði með mömmu sinni og pabba og tveimur systkinum. Mamma hans, Aldís Sig- urðardóttir, er heimavinnandi til að sinna Ragnari þar sem NPA-samningurinn fullnægir ekki þörfum hans. „Við fengum samning með óbreyttum starfsmanni en hann þarf sérhæfðari þjónustu. Við borgum aukalega fyrir hjúkrunarfræðing sem er með honum að hluta til í skól- anum, annars er ég alltaf heima með starfsmanninum,“ segir Aldís. „Það þarf einhver að vera til taks allan sólar- hringinn. Það eru í raun bara þrír morgnar í viku sem við erum ekki saman.“ Aldís segir lífið hafa breyst mjög mikið eftir að Ragn- ar fékk NPA-samning. „Samningurinn hefur breytt öllu í okkar lífi. Nú þarf ég ekki að vaka yfir honum á nóttunni og það breytir miklu fyrir mig. Maðurinn minn gat farið að vinna fulla vinnu. Það sem skiptir samt mestu máli fyrir mig er að ég fæ að ala Ragnar Emil upp, hann getur verið heima hjá okkur.“ Áður en Ragnar Emil fékk NPA- þjónustu var hann heima hjá sér að mestu leyti en fór í skammtímavistun einu sinni í mánuði til að létta á álaginu fyrir fjölskylduna. „Mér fannst mjög erfitt að skilja hann eftir svo við börðumst fyrir því að fá samning, við fengum fyrst beingreiðslusamning sem voru bara nokkrir tímar á sólarhring. Það var svo árið 2012 sem hann fékk NPA. Ég get ekki hugsað mér að fara til baka, ég sé ekki fyrir mér hvernig það yrði.“ Hún bætir því við að hún vonist þó til þess að það verði skoðað að þau fái fjármagn fyrir hjúkrunarfræðingi. „Það stendur í samningnum um til- raunaverkefnið að þeir sem þurfi sérstaka aðstoð eigi að fá hana. Ragnar ætti að fá hjúkrunarfræðing en ég tók mér smá pásu frá þeirri baráttu, maður er alltaf að berj- ast. En ég ætla ekki að gefast upp.“ Maður er alltaf að berjast RAGNAR EMIL HALLGRÍMSSON OG ALDÍS SIGURÐARDÓTTIR Það breytir miklu að geta sofið á nóttunni. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Sandra Guðrún Guðmundsdóttir sandra@frettabladid.is ASKÝRING | 12 NOTENDASTÝRÐ PERSÓNULEG ÞJÓNUSTA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.