Fréttablaðið - 23.04.2015, Side 16

Fréttablaðið - 23.04.2015, Side 16
23. apríl 2015 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 16 Forsætisráðherra Þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta. Nýting landsréttinda, óbyggðanefnd o.fl. Utanríkisráðherra Framkvæmd samnings um klasasprengjur. Heildarlög. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra Byggðaáætlun og sóknar- áætlanir. Heildarlög. Dýrasjúkdómar og varnir gegn þeim. Leyfisveitingar og EES-reglur. Framleiðsla, verðlagning og sala búvöru o.fl. Umsjón og útgreiðsla beingreiðslna. Innflutningur dýra. Erfðaefni holdanautgripa. Félags- og húsnæðis- málaráðherra Húsaleigulög. Réttarstaða leigjenda og leigusala. Húsnæðissamvinnu- félög. Réttarstaða búseturéttarhafa og rekstur húsnæðissamvinnufélaga. Innanríkisráðherra Dómstólar. Fjöldi hæstaréttardómara. Lögræðislög. Réttindi fatlaðs fólks, svipting lögræðis o.fl. Meðferð einkamála o.fl. Aukin skilvirkni, einfaldari reglur. Norðurlandasamningur um erfðir og skipti á dánarbúum. Samgöngustofa og loftferðir. Gjaldskrárheimildir og EES-reglur. Siglingalög. Bótaábyrgð farsala o.fl., EES-reglur. Almannavarnir o.fl. Valdheimildir stjórnvalda o.fl. Tekjustofnar sveitarfélaga. Sérstakt framlag úr Jöfnunarsjóði. Vopnalög. Skoteldar, EES-reglur. Mennta- og menningar- málaráðherra Höfundalög. EES-reglur, munaðarlaus verk. Höfundalög. EES-reglur, lengri verndartími hljóðrita. Höfundalög. Einkaréttindi höfunda, samningskvaðir o.fl., EES-reglur. Heilbrigðisráðherra Lyfjalög. Lyfjagát, EES-reglur. Sjúkratryggingar og lyfjalög. Heilbrigðis- þjónusta yfir landamæri, EES-reglur) Staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni. Heildarlög. MÁL SEM EFTIR Á AÐ MÆLA FYRIR Gildi þjóðfánans og grænar baunir í dós frá Ora. Um þetta ræddu alþing- ismenn á þingfundi á þriðjudag. Vel kann að vera að einhverjum þyki þetta léttvægt umræðuefni í þeirri stöðu sem nú er uppi í þjóðfélaginu. Það gleymist þó oft í umræðunni um störf þingmanna að þeir þurfa líka að gefa sér tíma til að sinna málum sem ekki eru upp á líf og dauða. Starf þingmanna á ekki að vera ein- tóm krísustjórnun. Fjölmargir heim- ildarmenn Fréttablaðsins í hópi þing- manna hafa þó sett spurningarmerki við forgangsröðunina. Eins og sjá má á listanum hér til hliðar eru ýmis stórmál á dagskránni. Mikið hefur verið rætt um húsnæðis- frumvörp félagsmálaráðherra, en enn er beðið tveggja þingmála ráðherra í þeim málaflokki. Ekki má nefnilega gleyma því að ekki er búið að loka fyrir að ný mál komi á dagskrá, þótt framlagning- arfrestur sé útrunninn. Leita þarf afbrigða til að hleypa málum á dag- skrá, en þau eru oftar en ekki auð- fengin. Mikið hefur til að mynda verið rætt um verðtrygginguna og hvernig verð- ur dregið úr vægi hennar. Ekki er annað að skilja á Bjarna Benedikts- syni fjármálaráðherra að staðan á þinginu bjóði ekki upp á svo stórt mál fyrir þingfrestun. „Ég skal ekki fullyrða um það hvort við komum því að á þessu þingi, enda á svo sem enn eftir að mæla fyrir um tuttugu málum í fyrstu umræðu á þessu þingi. Það verður handleggur að ljúka þinginu, þó að við séum ekki að bæta á nýju máli.“ En býst Bjarni við að hægt verði að ljúka þeim málum sem þegar eru komin fram? „Já, við höfum svo oft staðið frammi fyrir því að það séu allt að 100 mál óafgreidd þegar það er jafn- vel vika, tíu dagar eftir af þingstörf- um. Já, já, ég held að við munum ljúka öllum okkar mikilvægustu málum.“ Eins og Bjarni segir þarf fjöldi mála ekki að þýða að ekki takist að afgreiða þau. Þegar samkomulag næst við stjórnarandstöðuna verða málin afgreidd á færibandi, það er venjan. Staðan nú gefur stjórnarand- stöðunni hins vegar meira vald yfir því hvaða mál fara í gegn. Og það segir sig sjálft að minni málahraði getur komið niður á fagmennsku. Þarnæsta vika er nefndavika. Því ríður á að afgreiða sem flest mál til nefndar fyrir þann tíma svo nefndirn- ar hafi úr einhverju að moða. Næsta vika verður annasöm á Alþingi. kolbeinn@frettabladid.is Fjöldi bíður fyrstu umræðu Alþingismenn ræddu þjóðfánann og grænar baunir á þriðjudag. Þingmenn setja spurningarmerki við forgangsröðun. Enn á eftir að mæla fyrir 23 stjórnarmálum. Verður handleggur að ljúka þessu, segir fjármálaráðherra. ÞINGAÐ Þrettán þingfundadagar eru eftir samkvæmt starfsáætlun Alþingis. Einar K. Guð- finnsson, forseti Alþingis, hefur lagt ríka áherslu á að hún haldi. Samkvæmt henni verður þingfrestun 29. maí. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Frumvarp Ólafar Nordal Frumvarp Ólafar Nordal innanríkis- ráðherra um breytingu á lögum um dómstóla er komið fram, en ekki er búið að mæla fyrir því og það er ekki komið á dagskrá þingsins. Sam- kvæmt því á að fjölga dómurum við Hæstarétt Íslands tímabundið um einn frá og með 1. september. „Er með þessum tillögum brugðist við því mikla álagi sem enn er á réttinum,“ segir í athugasemdum við lagafrumvarpið. Fjölgunin á að vera frá og með 1. september og á að falla niður 31. desember 2016. ➜ Fjölgun dómara í Hæstarétti Frumvörp Eyglóar Harðardóttur Eygló Harðardóttir, félags- og hús- næðismálaráðherra, hefur lagt fram tvö frumvörp um húsnæðismál. Annars vegar frumvarp um húsa- leigulög og hins vegar frumvarp um húsnæðissamvinnufélög. Boðað frumvarp um húsnæðisbætur og frumvarp til laga um húsnæðismál er hvorugt komið fram. Heimildarmenn Fréttablaðsins sögðu margir hverjir að óhægt væri um vik að ræða aðeins tvö frumvörp af fjórum. Þau mynduðu heildarmynd um endurskoðun húsnæðiskerfisins. ➜ Tvö af fjórum komin fram Frumvarp Kristjáns Júlíussonar Eitt frumvarpa Kristjáns Júlíussonar heilbrigðisráðherra sem bíða fyrstu umræðu fjallar um stað- göngumæðrun í velgjörðarskyni. Um gríðarlega viðkvæmt mál er að ræða sem vekur upp miklar tilfinningar í samfélaginu, enda hefur orðið mikil umræða um málið. Samkvæmt frumvarpinu er stað- göngumæðrun í velgjörðarskyni að- eins heimil við ákveðnar aðstæður. Líkt og áður segir er málið umdeilt og við því má búast að þingmenn muni vilja ræða málið í þaula. ➜ Staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni Guðlaugur Þór Þórðarson Um fall bankanna Ég vildi vekja athygli því að dr. Hannes Hólmsteinn Gissurarson birtir grein í Morgunblaðinu í dag þar sem hann fer yfir stórmál, það hvert tap þrotabúanna og íslenska ríkisins hefur verið eftir framgöngu erlendra þjóða í kjölfar bankahrunsins. Kristján L. Möller um Reykjavíkurflugvöll og framkvæmdir við Hlíðarenda Virðulegi forseti. Með því að fara svona yfir þetta sjáum við að það eiga allir sína sögu. Það sem ég ætla að segja í lokin er að ég harma það mjög að ríkisvaldið, sem er eigandi að helm- ingnum af landinu þar sem Reykjavíkur- flugvöllur er, skuli ekki hafa kannað það að setja lögbann á þá framkvæmd sem hafin er þar meðan Rögnu- nefndin er að störfum. ÞINGSJÁ Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is Kolbeinn Óttarsson Proppé kolbeinn@frettabladid.is GJALLAR- HORNIÐ AF ÞIN GPÖ LLU N U M K O LB EIN N Ó T TA R SSO N P R O P P É Vigdís Hauksdóttir Um Reykjavíkurflugvöll og framkvæmdir við Hliðarenda [...] Valsmenn fóru af stað með það rót sem nú birtist á Hlíðar- enda þannig að það er algjörlega búið að hunsa þetta sem fram hefur komið. Síðastlið- inn desember var vísað bréfi til Samgöngustofu þar sem þess var farið á leit að Samgöngustofa myndi úrskurða. Það hefur enn ekki orðið að veruleika, virðulegi for- seti. Nú eru 16 mánuðir liðnir frá því að þessi hringur um flugvöllinn í Vatnsmýrinni hófst. Ég spyr: Hvaða sleifarlag er í gangi og hvernig stjórnsýslu búum við við? Óhætt er að segja að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hafi hleypt fjöri í þingstörfin í óundir- búnum fyrirspurnum í gær. Lengi vel minnti umræðan reyndar á fjölmiðla- gagnrýni, þar sem forsætisráðherra tjáði sig um hverja fréttina á fætur annarri í Fréttablaðinu, en það var þó ekki það sem hleypti þingheimi upp. Svo mikil eru völd Fréttablaðsins ekki. Það voru ummæli hans um leka úr samráðshópi um afnám hafta sem ollu því að hver þingmaðurinn á fætur öðrum sté í pontu undir liðnum fundarstjórn forseta. Og ekki vantaði gífuryrðin. Havaríið átti upptök sín í svari Sigmundar Davíðs við fyrirspurn Birgittu Jónsdóttur, þingmanns Pírata, um afnám verðtryggingar og fleiri stjórnaraðgerðir. Birgitta var reyndar ekki sú eina sem spurði út í þessi atriði, en margir þingmenn kvörtuðu yfir samráðsleysi þegar kæmi að stórum málum, eins og afnámi hafta. Og þá byrjaði ballið. Forsætisráðherra útskýrði meint samráðsleysi við stjórnarandstöðuna um haftaafnám: „Jafnframt er mikilvægt að upplýsa fulltrúa flokkanna eins og nokkur kostur er um gang mála, en þegar menn lenda í því að upplýsingar leka út af fundi, að því er virðist úr nokkrum áttum, og menn jafnvel rjúka í viðtöl til að túlka hlutina á eigin hátt, þá hljóta menn að taka tillit til þess í framhaldinu. Og hér sé ég að háttvirtur þingmaður Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, biður um að fá að ræða fundarstjórn forseta og það kemur mér ekki á óvart í þessu tilviki.“ Og þar með varð allt vitlaust og stjórnarandstaðan lýsti því yfir að til lítils væri að eiga samráð við ríkis- stjórnina. Sigmundur Davíð hefur það til síns máls að eftir fund samráðshópsins í desember kvartaði formaður hans undan leka. Það er hins vegar spurn- ing hversu taktískt þetta var í þeirri stöðu sem nú er uppi á þinginu og það veltur á samningum við stjórnar- andstöðuna að klára þingið. Að hella olíu á eld– og bæta smá brennsluspritti við ➜ Forsætisráðherra hleypti öllu í uppnám á þingi í gær. Stjórnarandstaðan gæti orðið tregari til samninga.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.