Fréttablaðið - 23.04.2015, Qupperneq 28
23. apríl 2015 FIMMTUDAGUR| TÍMAMÓT | 28TÍMAMÓT
Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli
og útfarir má senda á netfangið
timamot@365.is.
Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is
eða hringja í síma 512 5000.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
GUNNAR JÓNSSON
bifreiðastjóri,
Skúlagötu 44, Reykjavík,
lést á Landspítalanum við Hringbraut, deild
11E, sunnudaginn 19. apríl.
Hrund Jóhannsdóttir
Jóhann Gylfi Gunnarsson Jóhanna Erlendsdóttir
Rannveig Gunnarsdóttir Sigurður Gunnarsson
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskuleg móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
MARGRÉT KRISTÍN JÓNSDÓTTIR
frá Holti á Síðu,
sem lést 16. apríl sl., verður jarðsungin
frá Prestbakkakirkju á Síðu laugardaginn
25. apríl nk. kl. 14.00. Þeir sem vilja minnast
hennar vinsamlegast láti Hjúkrunarheimilið
Klausturhóla njóta þess.
Kristín Marín Siggeirsdóttir Eysteinn G. Guðmundsson
Anna Björg Siggeirsdóttir Kristinn E. Hrafnsson
Þórarinn Björn Sigurjónsson Bjarney G. Blöndal
Una Margrét Árnadóttir Örn Alexander Ámundason
Guðmundur Gauti Eysteinsson Ólafur Eysteinn Eysteinsson
Lilja Kristinsdóttir Bríet Þórarinsdóttir Blöndal
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir,
afi og langafi,
SIGURÐUR GUÐJÓNSSON
Skipalóni 8, Hafnarfirði,
lést á hjúkrunarheimilinu Sólvangi
sunnudaginn 19. apríl. Jarðarför auglýst
síðar.
Elín Sigurðardóttir Steingrímur Páll Björnsson
Guðjón Ágúst Sigurðsson Herborg Friðriksdóttir
Bjarni Erl. Sigurðsson Rut Sigurðardóttir
barnabörn og barnabarnbörn.
Elskulegur eiginmaður, faðir,
tengdafaðir og afi,
BERGUR V. JÓNSSON
verslunarmaður,
Skildinganesi 54,
lést síðastliðinn mánudag. Jarðarförin verður
auglýst síðar. Blóm og kransar vinsamlegast
afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans
er bent á Alzheimer-félagið FAAS.
Rut Árnadóttir
Kári Bergsson
Kolbrún Bergsdóttir
Rakel Hlín Bergsdóttir Þórir Júlíusson
og barnabörn.
Elskuleg frænka okkar,
ÓSK JÓNSDÓTTIR
áður til heimilis að Snorrabraut 32,
lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli sunnudaginn
19. apríl sl. Útför hennar verður frá Áskirkju
fimmtudaginn 30. apríl kl. 15.
Systrabörn
Elskulegur eiginmaður minn, faðir,
tengdafaðir, afi og langafi,
HJALTI ÞÓRÐARSON
frá Hróðnýjarstöðum,
Gunnarsbraut 3, Búðardal,
lést sunnudaginn 19. apríl á sjúkrahúsi
Akraness. Útförin fer fram frá Hjarðarholts-
kirkju í Dölum laugardaginn 2. maí kl. 15.00.
Inga A. Guðbrandsdóttir
Erna K. Hjaltadóttir Vésteinn Arngrímsson
Bára Hjaltadóttir Magnús Arngrímsson
Ólafur Guðjónsson
Smári Hjaltason
Sævar Hjaltason María Ólafsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Okkar ástkæri
BOGI ÞÓRIR GUÐJÓNSSON
lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð þann
19. apríl sl. Útför hans fer fram frá Digranes-
kirkju mánudaginn 27. apríl kl. 13.00.
Þeim sem vildu minnast hans er bent á
minningarkort hjúkrunarheimilisins Sunnuhlíðar.
Sjöfn Sigurjónsdóttir
Guðjón Bogason
Heiða Bogadóttir Robert Ickes
Sólveig Bogadóttir Páll Einarsson
Þórunn Bogadóttir
Heba Bogadóttir Þórhallur I. Hrafnsson
Linda Lea Bogadóttir
og aðrir ástvinir.
„Hugmyndin snýst um að miðla fróð-
leik um fimmtán konur sem voru á lífi
árið 1915,“ segir Guðrún Jónsdóttir,
forstöðumaður Safnahúss Borgarfjarð-
ar, um sýningu sem verður opnuð þar
við hátíðlega athöfn í dag klukkan 15.
„Við höfum fengið muni senda víða að
og þó sýningin sé ekki stór þá er hún
djúp. Fjölskyldur kvennanna hafa skil-
að inn myndum, textum og munum og
þær ætla líka að fjölmenna á opnunina
sem er mikill heiður fyrir okkur.“
Konur eru sérstaklega dregnar fram
að þessu sinni í tilefni afmælisárs kosn-
ingaréttar þeirra, að sögn Guðrúnar.
En hvernig skyldu þessar fimmtán
hafa verið valdar? „Fyrst horfðum við á
nöfn 300 kvenna og völdum lista á eina
A4-síðu, úr því urðu 40 nöfn. Okkar
starfssvæði er frá rótum Snæfellsness
að Hvalfirði og við vildum velja á sýn-
inguna konur af öllu svæðinu. Það var
örugglega eitthvað aðdáunarvert í fari
allra kvennanna 300 og erfitt að velja
bara 15 úr en núna finnst okkur þær
vera hópur vinkvenna okkar, við erum
búin að lesa um þær, skoða myndir af
þeim og hlusta á sögur af þeim.“
Guðrún segir konurnar fimmtán
merkar á margan hátt og nefnir dæmi.
„Ein fæddist 1862 í blárri fátækt, eins
og svo margar formæður okkar, en
keypti sér jörð, varð sjálfstæður bóndi
og byggði þar upp húsakost. Önnur var
með öflugan veitingarekstur, stundum
á þremur stöðum í einu og með fullt af
fólki í vinnu. Ein var fórnarlamb þess
hugsunarháttar að það þyrfti að taka
börnin af fólki sem ekki var sjálfstætt
fjárhagslega, hún eignaðist sjö börn en
fékk bara að hafa eitt hjá sér að stað-
aldri, hin fóru í fóstur á bæi, svo og svo
margra vikna gömul. Ein er fulltrúi
þeirra sem unnu hjá öðrum allt sitt líf
og var vinnukona á sama bænum í ára-
tugi og tvær öfluðu sér menntunar og
gerðust far- og heimiliskennarar.“
Skyldu einhverjar heimildir vera til
um hvort þær kusu? „Við höfum komist
að því að þær voru hugsandi og áhuga-
samar um sitt ytra umhverfi og erum
sannfærð um að allar eru góðir fulltrú-
ar kvenna sem löngu fyrir 1915 voru
verðugar þess að fá að kjósa.“
gun@frettabladid.is
Eitthvað aðdáunarvert
í fari allra kvennanna
Á sýningunni Gleym þeim ei sem opnuð verður í Safnahúsi Borgarfj arðar í dag er sögð
saga fi mmtán kvenna sem voru uppi þegar íslenskar konur fengu kosningarétt árið 1915.
FORSTÖÐUMAÐURINN „Núna finnst okkur þær vera hópur vinkvenna okkar,“ segir Guðrún
um konurnar fimmtán sem eru í fókus á sýningunni í Borgarnesi.
Við opnun sýningar-
innar Gleym þeim
ei verða hátíðar-
tónleikar, uppskeru-
hátíð verkefnis sem
Safnahús vinnur að
ásamt Tónlistarskóla
Borgarfjarðar. Þar
frumflytja nemendur
skólans eigin verk
og yngsta tónskáldið
er einungis sex ára
gamalt.
Þetta er þriðja
árið í röð sem þessar
stofnanir vinna
saman í safna- og
skólastarfi.
➜ Uppskeruhátíð
EIN MYNDANNA Theodóra Sveinsdóttir veitingakona í Reykholti
(fremst fyrir miðju) ásamt starfsfólki sínu.
„Við viljum hressa fólk með góðri blöndu
af vorvítamíni eftir langan og strangan
vetur,“ segir Vigdís Hafliðadóttir hress
um skemmtun Hamrahlíðarkóranna
sem fagna sumri með söng í hátíðasal
Menntaskólans í Hamrahlíð í dag, undir
stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur. Fyrst
klukkan 14 og aftur klukkan 16.
Efnisskráin á að vekja með öllum
vorhug og gleði, að sögn Vigdísar. Hún
segir þar blöndu gamalla gersema og
nýrra, til dæmis sumar- og ættjarðar-
lög sem allir ættu að geta tekið undir.
Auk söngs og hljóðfæraleiks verður
gestum boðið í dans við fjörugan leik
salsabands og svo verður markaður í
suðrænum stíl. Einnig verður bangsa-
og dúkkuspítali, vísinda- og tilrauna-
stofa, skátahorn og ljósmyndastofa.
Kór Menntaskólans við Hamrahlíð er
nýkominn úr tónleikaferð um Suður- og
Suðausturland og Hamrahlíðarkórinn,
kór eldri nemenda, býr sig undir þátt-
töku í Europa Cantat, stærstu og viða-
mestu kórahátíð Evrópu í Ungverja-
landi.
Á milli tónleikanna og á eftir verða
seldar kaffiveitingar og ágóðinn rennur
í ferðasjóð kóranna. - gun
Vilja vekja vorhug og gleði gestanna
Kórarnir í Hamrahlíð fagna sumarkomu í hátíðarsal MH í dag. Ókeypis er inn.
ÞJÓÐLEGT
Hamrahlíðar-
kórinn er
góður fulltrúi
Íslands hvar
sem hann
kemur.