Fréttablaðið - 23.04.2015, Side 29

Fréttablaðið - 23.04.2015, Side 29
SJÁLFSTÆÐUR STÍLL Anna Maggý hefur mikinn áhuga á fólki, stíliseringu, myndlist, ljósmyndun og alls kyns skemmtilegum hlut- um. Hún var í fjarnámi á síðasta ári í Verzlunarskóla Íslands ásamt því að vinna sjálfstætt í ýmsum verkefnum. MYND/KATRÍN BRAGA Anna Maggý Grímsdóttir hefur spáð í tískuna frá því hún var lítil. Hana langaði helst að vera Anna Wintour eða Grace Coddington eftir að hafa horft á The Sept- ember Issue fjórtán ára gömul. Anna Maggý stefnir á nám í ljós- myndun í haust en hana langar að verða ljósmyndari og leik- stjóri í framtíðinni. Ertu tískumeðvituð varðandi eigin klæðaburð? Ég myndi ekki segja að ég væri sérstaklega tískumeðvituð um minn eigin stíl, ég klæði mig í það sem mig langar að klæðast, sama hvort það er í tísku eða ekki. Hvernig klæðir þú þig hvers- dags? Þá klæði ég mig yfirleitt í allt svart. Hvernig klæðir þú þig spari? Ég fer í hæla og skelli á mig blingi. Hvernig lýsir þú stílnum þínum? Hann er nokkuð dökkur og þægilegur en svo á ég það til að klæða mig upp í eitthvað skrautlegt og skemmtilegt. Hvar kaupir þú fötin þín? Ég kaupi fötin mín hér og þar, oftast þegar ég er í útlöndum, einnig á netinu og ef ég rekst á eitthvað í búðum sem mér finnst næs á ég það til að splæsa. Annars eru þær búðir sem ég versla mest í hérna á Íslandi Spútnik, Nost- algia, Zara og Topshop. Eyðir þú miklu í föt? Já, ég eyði alveg slatta af peningum í föt en er samt að spara núna. Hver er uppáhaldsflíkin þín? Ég á einn mega næs grænan pels sem er í miklu uppáhaldi hjá mér. Uppáhaldshönnuður? Uppáhalds hönnuðirnir mínir eru Alexander McQueen, Ann GRÆNI PELSINN Í MESTU UPPÁHALDI SVARTUR STÍLL Uppáhaldsflík Önnu Maggýjar er grænn pels sem mögulega verður flokkaður sem hennar verstu kaup í framtíðinni. Annars er stíllinn hennar frekar dökkur og klæðist hún yfirleitt í allt svart hversdagslega. Tískudrottning Mary krónprinsessa í Danmörku þykir ein glæsilegasta kona Evrópu. SÍÐA 4 Útskriftarsýning Níu nemendur útskrifast úr fatahönnun frá LHÍ og sýna afrakstur vinnu sinnar í Hörpu. SÍÐA 2 TÆKIFÆRISGJAFIR Laugaveg i 178 - S ím i : 568 9955 www.tk.is - mikið af frábærum tilboðum 10% afsláttur Engjateigi 5 | Sími 581 2141 | www.hjahrafnhildi.is

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.