Fréttablaðið - 23.04.2015, Page 30

Fréttablaðið - 23.04.2015, Page 30
FÓLK| Demeulemeester og Rick Owens. Bestu kaupin? Mér finnst græni pelsinn virkilega góð kaup. Verstu kaupin? Það er ekkert sem mér dettur í hug sem verstu kaupin. En ég er nokkuð viss um að eftir nokkur ár á ég eftir að líta til baka og hugsa: „Hvað í fjandanum var ég að kaupa þennan græna pels?“ og kannski verður hann þá verstu kaupin. Hverju verður bætt við fataskápinn fyrir sumarið? Hef ekki hugmynd um hverju verður bætt við í fataskápinn í sumar en ég á pottþétt eftir að næla mér í nokkur sólgleraugu og helling af sólarvörn. Reyndar langar mig í sundföt frá lonely! Hvers konar fylgihluti not- arðu? Ég nota yfirleitt lítið af skarti, er oft með nælu í eyranu en annars verða sólgleraugu og hattar oftast fyrir valinu. Áttu þér tískufyrirmynd? Ég á alveg nokkrar tískufyrirmyndir, langamma mín er mjög flott en svo lít ég meðal annars upp til Karls Templer, Kalla L, Tims Wal- ker, Sally Man og Stevens Klein. Alexander McQueen var ástin í lífi mínu, en núna er það Kanye West. Kjóll, pils eða buxur? Buxur. Stutt eða sítt? Misjafnt. Háir hælar eða flatbotna? Flatir. Tískusýning útskriftarnema í fatahönnun við hönnunar- og arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands fer fram í dag klukkan 17 í Hörpu, Flóa. Þetta er í fyrsta sinn sem tískusýningin fer þar fram. Und- anfarna daga og vikur hafa nemend- ur fatahönnunardeildarinnar lagt allt kapp á að klára og lítið hefur verið um svefn. „Það hefur verið stutt milli hlát- urs og gráts, allar tilfinningar ýktar og við erum bara orðin eins og litlir krakkar aftur. Það fyrsta sem ég geri eftir helgina, verður að sofa,“ segir Birkir Sveinbjörnsson, einn þeirra sem útskrifast úr fatahönnun. „Þetta er nefnilega ekki búið í kvöld þegar tískusýningunni lýkur því á morgun verður yfirferð með prófdómurum og svo setjum við fötin upp á sýningunni niðri í Lista- safni Reykjavíkur, Hafnarhúsi, á Laugardag þegar útskriftarsýning Listaháskólans verður opnuð. Þar verður hægt að skoða fötin og horfa á myndbönd sem sýna vinnslu verk- anna og myndbönd frá tískusýning- unni sjálfri,“ útskýrir Birkir. Alls útskrifast níu nemendur úr fatahönnun og hafa þeir notað síð- asta ár til að vinna lokaverkefnið. „Öll þessi önn hefur snúist að mestu leyti um lokaverkefnið en við vorum byrjuð að hugsa þetta allt saman á síðustu önn líka. Finna „mood“ til að vinna með og leita að textíl til að vinna úr. Hópurinn fór meðal annars á hússtjórnarskólann á Blönduósi og lærði að vefa og ýmis legt fleira,“ segir Birkir. Þau sem útskrifast úr fatahönnun auk Birkis eru Andrés Pelaez, Andri Hrafn Unnarson, Ásrún Ágústs- dóttir, Elsa Vestmann Kjartans- dóttir, Halldóra Sif Guðlaugsdóttir, Helga Lára Halldórsdóttir, Ingibjörg Íris Ásgeirsdóttir og Kristín Sunna Sveinsdóttir. Tískusýningin er opin öllum og er aðgangur ókeypis. Herlegheitin hefjast kukkan 17. SEFUR EFTIR HELGI ÚTSKRIFTARSÝNING LHÍ Níu nemendur útskrifast úr fatahönnun frá Lista- háskóla Íslands í ár. Þeir sýna afrakstur vinnu sinnar í Hörpu í dag. TILFINNINGASVEIFLUR Stemningin hefur að sögn Birkis verið rafmögnuð á lokametr- unum og stutt milli hláturs og gráts. MYND/VALLI UPPSKERUHÁTÍÐ Nemendur hafa undirbúið lokaverkefnið síðustu vikur og mánuði. Afraksturinn má sjá í Hörpu klukkan 17. Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517 6460 • www.belladonna.is Verslunin Belladonna Stærðir 38-58 Gleðilegt sumar Flott föt, fyrir flottar konur Laugavegi 178 | Sími 555 1516 Lokað í dag, Sumardaginn fyrs ta Kíkið á myndir og verð á Facebook Opið virka daga kl . 11–18 Opið laugardaga k l. 11-16 Nýtt kortatímabil TÍSKAFÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið ritstjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Svanur Valgeirsson | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Sölumenn: Bryndís Hauksdóttir, bryndis@365.is, s. 512 5434 Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@365.is, s. 512 5429

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.