Fréttablaðið - 23.04.2015, Page 34

Fréttablaðið - 23.04.2015, Page 34
Sumargrill FIMMTUDAGUR 23. APRÍL 20152 Grilluð Klaustursbleikja (fyrir 4) Keyrið á löglegum hraða út í Hagkaup, til dæmis í kjötborðið í verslun þeirra í Garðabæ. Kaupið þrjú góð flök af Klausturs bleikju. Keyrið heim á leið og aðeins hraðar núna þar sem vaktaskipti standa yfir hjá lögreglunni, en ekki mjög hratt þó. Takið grillbakka og setjið álpappír í botninn og hliðarnar, komið bleikjunni fyrir og kryddið hana með til dæmis „Best á fiskinn“ og svolítið vel af Garlic Powd er frá McCormick. Hellið slatta af Extra Virgin-ólífuolíu yfir flökin og látið standa í um eina klukkustund, jafn- vel lengur. Labbið með bakkann út á pall eða svalir, horfið vel niður fyrir ykkur svo þið hrasið ekki í stiganum eða tröppunum (algengt vandamál á mínu heimili). Komið bakkanum fyrir á grillinu sem búið er að hita fyrirfram á mesta hita og lokið því svo. Þetta tekur um 9-11 mínútur og þá er bleikjan tilbúin. Látið hana standa í 3-4 mínútur áður en hún er snædd og þá gjarnan með kaldri grillsósu, helst frá Kjötkompaníi í Hafnarfirði, og góðu salati. Mátulega köld flaska af Sauv ignon Blanc-hvítvíni gerir þessa upplifun enn betri fyrir þá sem stunda slíkt. Tónlistarmaðurinn góðkunni Eyjólfur Kristjánsson er mikill matgæðingur og þykir fátt skemmtilegra en að grilla góðan mat í skemmti- legum félagsskap. Það var þó ekki fyrr en árið 2001 sem hann eignaðist fyrsta grillið, eða rétt- ara sagt helming í grilli, þegar hann kvæntist eigin konu sinni. „Fyrir þann tíma hafði ég aldrei átt grill en við giftinguna má segja að ég hafi eignast helm- inginn í grillinu hennar. Það var nú svo sem ekki merki- legt, þetta fyrsta grill okkar hjóna, en þarna hófst grill- sagan sem stendur enn yfir og mun vonandi standa yfir í mörg ár.“ Hann segir ýmis grill hafa komið og farið gegn- um árin sem liðin eru, bæði stór og smá, en alltaf hafi verið mikil stemning í kringum grilltíma fjölskyld- unnar enda miklir matgæð- ingar þar á ferð og unnend- ur góðs grillmatar. Ýmiss konar kjötmeti er vinsælast á grillinu að sögn Eyjólfs þótt stöku sinnum detti á það eitthvað annað eins og f isk- ur og jafnvel kjúklingur. „Ég sló svo heldur betur í gegn hjá fjölskyldunni fyrir einhverju síðan þegar mér datt í hug að grilla bleikju einn góðan veður- dag. Sá réttur er í miklu upp- áhaldi á heimilinu og allir hlakka til þegar hann er á boð- stólum. Nú standa yfir f lutn- ingar hjá fjölskyldunni og ætli maður noti ekki tækifærið og festi kaup á nýju grilli enda er grillið okkar orðið allslappt verð ég að segja.“ Ekki tækjakall Eyjólfur segir erfitt að lýsa þeirri tilfinningu sem hellist yfir hann þegar hann grillar. „Mér sýnist þetta vera nokkurs konar drottn- unartilfinning. Þegar svuntan er komin yfir bumbuna og grill- spaðinn kominn í hönd, þá fær maður svona einræðisherra- heilkenni! En þetta er allt- af skemmtilegt og ekki síst þegar vel viðrar á mann- skapinn.“ Hann er nægjusamur þegar kemur að grilltækj- um og tólum. „Ég legg frek- ar áherslu á góðar tang- ir, verk lega spaða og nú síðast vandaða grillbursta eftir að ég drap næstum félaga minn Stefán Hilmarsson. Þá var hann í grillveislu heima hjá mér og það stóð í honum vír úr grillburstanum sem hafði laum- að sér í T-beinssteikina hans. Sem betur fer komst hann á spítala við illan leik og bjargaðist. Ekki veit ég hver hefði átt að syngja með mér „Nínu” ef illa hefði farið. Því hvet ég fólk endilega að kanna ástand vírburstanna áður en teinar eru hreinsaðir.“ Einræðisherrann við grillið Þótt Eyjólfi Kristjánssyni þyki gaman að grilla eignaðist hann sitt fyrsta grill seint á lífsleiðinni. Ýmiss konar kjötmeti er vinsælast hjá fjölskyldunni en grilluð Klaustursbleikja telst þó til hátíðarrétta heimilisins. Hann er nægjusamur þegar kemur að tækjum og tólum. „Ég legg frekar áherslu á góðar tangir, verklega spaða og nú síðast vandaða grillbursta,“ segir Eyjólfur Kristjánsson. MYND/GVA Kjötbankinn | Flatahrauni 27 | 220 Hafnarfirði 565 2011 kjotkbankinn@kjotbankinn.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.