Fréttablaðið - 23.04.2015, Side 40
23. APRÍL 2015 FIMMTUDAGUR2 ● Meistaranám á Bifröst
Háskólinn á Bifröst setti síðast-
liðið haust á laggirnar MA-nám í
alþjóðlegri stjórnmálahagfræði
og nú fylgir skólinn því eftir með
nýrri námslínu í stjórnmála-
hagfræði á BA-stigi. Nú stendur
því til boða heildstætt nám í þess-
ari spennandi fræðagrein.
Stjórnmálahagfræði (e. political
economy) á sér langa sögu. Hún
fæst við að greina flókið samspil
markaða, laga, samfélags og hins
opinbera, en hvergi eru til hrein-
ir markaðir sem eru ómengaðir af
íhlutun ríkisvaldsins. Með aðferð-
um stjórnmálahagfræðinnar eru
hagfræðilegir þættir settir í víð-
ara félagslegt og stjórnmálalegt
samhengi. Hún lætur sig ekki að-
eins varða hagvöxt og verðmæta-
sköpun, í þröngum skilningi hag-
fræðinnar, heldur einnig skiptingu
auðs og pólitíska stefnumótun.
Nám í stjórnmálahagfræði veit-
ir gagnrýna sýn á stjórn- og efna-
hagsmál og færir nemendum öflug
tæki til þjóðfélagsrýni og grein-
ingar á efnahagslífi, viðskiptum
og stjórnmálum.
Samhliða þróun heimsmála
undan farna áratugi, hnattvæðingu
og auknum alþjóðlegum viðskipt-
um hefur alþjóðlegri stjórnmála-
hagfræði (e. international political
economy) einnig vaxið fiskur um
hrygg og mikilvægi hennar sem
sjálfstæðrar fræðigreinar aukist. Í
alþjóðlegri stjórnmálahagfræði er
rýnt í samspil alþjóðamarkaða og
ríkjakerfis og greint hvernig efna-
hagslegir, lagalegir og stjórnmála-
legir þættir vefjast og ýmist liðka
fyrir eða hindra alþjóðaviðskipti.
Skoðað er hvernig ríki og alþjóða-
stofnanir móta umhverfi alþjóð-
legra viðskipta og hvernig auður
og vald dreifist og fléttast saman
í heimskerfinu.
MA í alþjóðlegri stjórnmálahagfræði
– eina nám sinnar tegundar á Íslandi
Nám í menningarstjórnun
býr nemendur undir
viðamikil og oft vandasöm
störf á menningar- og
menntasviðinu. Markmið
námsins er að veita
nemendum þann grunn
og þjálfun í stefnumótun,
stjórnun og rekstri
sem nauðsynlegur er
í menningarumhverfi
samtímans.
Bifröst er eini háskólinn hér
á landi sem býður upp á þessa
samsetningu náms og reynslan
hefur sýnt að nemendur sem út-
skrifast með MA-gráðu í menn-
ingarstjórnun frá Bifröst eru
eftirsóttir starfskraftar og sam-
starfsmenn á sviði menningar-
og menntastjórnunar.
MENNINGARSTJÓRNUN ER LYKILL
AÐ GÓÐUM LÍFSKJÖRUM
„Umsvif menningar hafa auk-
ist verulega undanfarin ár
og menning sem lykilþátt-
ur í skapandi atvinnugreinum
skiptir vaxandi máli í efna-
hagslífinu, hérlendis og er-
lendis. Góða menntun þarf til
að ná árangri á þessum sviðum
eins og öðrum. Þau sem lokið
hafa meistaranámi í menn-
ingarstjórnun frá Háskólan-
um á Bifröst gegna ábyrgðar-
störfum í íslensku samfélagi
og þeim hefur farnast vel. Það
að hafa lokið meistaranámi
í menn ingar stjórnun opnar
einnig tækifæri fyrir vel laun-
uð og spennandi störf erlendis.
Menningariðnaður verður stór-
iðja 21. aldarinnar.“
Ágúst Einarsson prófessor
MA í menningarstjórnun
fyrir atvinnugreinar framtíðarinnar
„Menningariðnaður verður stóriðja 21. aldarinnar,” segir Ágúst Einarsson prófessor.
Þótt myndast hafi ýmsar reglur og hefðir eru á alþjóðasviðinu engir dómarar sem fara með vald til að túlka reglur og engir þing-
menn til að endurskoða og setja nýjar reglur. Hefðirnar, stofnanirnar og reglurnar eru síbreytilegar og þróast eftir aðstæðum.
ÆVINTÝRI FRÁ
UPPHAFI TIL ENDA
„Ég er óendan-
lega þakklát fyrir
allt það sem
námið á Bifröst
hefur gefið mér
og var námið
sjálft ævintýri frá
upphafi til enda.
Besta ákvörðun
sem ég hef tekið í
lífinu.“
Edda Björgvinsdóttir
leikkona,
menningarstjórnun 2013.
Stjórnmála-
hagfræði fæst við
að greina flókið samspil
markaða, laga, samfélags
og hins opinbera.