Fréttablaðið - 23.04.2015, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 23.04.2015, Blaðsíða 40
23. APRÍL 2015 FIMMTUDAGUR2 ● Meistaranám á Bifröst Háskólinn á Bifröst setti síðast- liðið haust á laggirnar MA-nám í alþjóðlegri stjórnmálahagfræði og nú fylgir skólinn því eftir með nýrri námslínu í stjórnmála- hagfræði á BA-stigi. Nú stendur því til boða heildstætt nám í þess- ari spennandi fræðagrein. Stjórnmálahagfræði (e. political economy) á sér langa sögu. Hún fæst við að greina flókið samspil markaða, laga, samfélags og hins opinbera, en hvergi eru til hrein- ir markaðir sem eru ómengaðir af íhlutun ríkisvaldsins. Með aðferð- um stjórnmálahagfræðinnar eru hagfræðilegir þættir settir í víð- ara félagslegt og stjórnmálalegt samhengi. Hún lætur sig ekki að- eins varða hagvöxt og verðmæta- sköpun, í þröngum skilningi hag- fræðinnar, heldur einnig skiptingu auðs og pólitíska stefnumótun. Nám í stjórnmálahagfræði veit- ir gagnrýna sýn á stjórn- og efna- hagsmál og færir nemendum öflug tæki til þjóðfélagsrýni og grein- ingar á efnahagslífi, viðskiptum og stjórnmálum. Samhliða þróun heimsmála undan farna áratugi, hnattvæðingu og auknum alþjóðlegum viðskipt- um hefur alþjóðlegri stjórnmála- hagfræði (e. international political economy) einnig vaxið fiskur um hrygg og mikilvægi hennar sem sjálfstæðrar fræðigreinar aukist. Í alþjóðlegri stjórnmálahagfræði er rýnt í samspil alþjóðamarkaða og ríkjakerfis og greint hvernig efna- hagslegir, lagalegir og stjórnmála- legir þættir vefjast og ýmist liðka fyrir eða hindra alþjóðaviðskipti. Skoðað er hvernig ríki og alþjóða- stofnanir móta umhverfi alþjóð- legra viðskipta og hvernig auður og vald dreifist og fléttast saman í heimskerfinu. MA í alþjóðlegri stjórnmálahagfræði – eina nám sinnar tegundar á Íslandi Nám í menningarstjórnun býr nemendur undir viðamikil og oft vandasöm störf á menningar- og menntasviðinu. Markmið námsins er að veita nemendum þann grunn og þjálfun í stefnumótun, stjórnun og rekstri sem nauðsynlegur er í menningarumhverfi samtímans. Bifröst er eini háskólinn hér á landi sem býður upp á þessa samsetningu náms og reynslan hefur sýnt að nemendur sem út- skrifast með MA-gráðu í menn- ingarstjórnun frá Bifröst eru eftirsóttir starfskraftar og sam- starfsmenn á sviði menningar- og menntastjórnunar. MENNINGARSTJÓRNUN ER LYKILL AÐ GÓÐUM LÍFSKJÖRUM „Umsvif menningar hafa auk- ist verulega undanfarin ár og menning sem lykilþátt- ur í skapandi atvinnugreinum skiptir vaxandi máli í efna- hagslífinu, hérlendis og er- lendis. Góða menntun þarf til að ná árangri á þessum sviðum eins og öðrum. Þau sem lokið hafa meistaranámi í menn- ingarstjórnun frá Háskólan- um á Bifröst gegna ábyrgðar- störfum í íslensku samfélagi og þeim hefur farnast vel. Það að hafa lokið meistaranámi í menn ingar stjórnun opnar einnig tækifæri fyrir vel laun- uð og spennandi störf erlendis. Menningariðnaður verður stór- iðja 21. aldarinnar.“ Ágúst Einarsson prófessor MA í menningarstjórnun fyrir atvinnugreinar framtíðarinnar „Menningariðnaður verður stóriðja 21. aldarinnar,” segir Ágúst Einarsson prófessor. Þótt myndast hafi ýmsar reglur og hefðir eru á alþjóðasviðinu engir dómarar sem fara með vald til að túlka reglur og engir þing- menn til að endurskoða og setja nýjar reglur. Hefðirnar, stofnanirnar og reglurnar eru síbreytilegar og þróast eftir aðstæðum. ÆVINTÝRI FRÁ UPPHAFI TIL ENDA „Ég er óendan- lega þakklát fyrir allt það sem námið á Bifröst hefur gefið mér og var námið sjálft ævintýri frá upphafi til enda. Besta ákvörðun sem ég hef tekið í lífinu.“ Edda Björgvinsdóttir leikkona, menningarstjórnun 2013. Stjórnmála- hagfræði fæst við að greina flókið samspil markaða, laga, samfélags og hins opinbera.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.