Fréttablaðið - 23.04.2015, Blaðsíða 44
KYNNING − AUGLÝSINGSumargrill FIMMTUDAGUR 23. APRÍL 20158
Fyrir árið 1985 var Weber lítið fyrirtæki í Norður-Ameríku sem var þekkt fyrir fram-
leiðslu á kolagrillum. „Weber var
þekkt fyrir kolagrillin sín frá því
að stofnandinn, George Steph-
en, fann upp og hannaði fyrsta
kúlu kolagrillið árið 1952 sem
þótti mikil bylting á þeim tíma,“
segir Sævar Þ. Guðmundsson,
starfsmaður Járns og glers, um-
boðsaðila Weber á Íslandi. Hann
segir Weber hafa viljað gera betur
með sitt fyrsta gasgrill en aðrir á
markaðnum. „Öll gasgrill á þess-
um tíma höfðu steina eða hraun-
mola til að dreifa hitanum og til að
reyna að ná því bragði sem kola-
grill gefur en þeir höfðu þann
galla að drekka í sig alla fitu sem
svo kviknaði í og brenndi það
sem verið var að grilla. Þetta vildu
hugmyndasmiðir Weber leysa og
koma með eitthvað nýtt.“
Lausnin fundin
Eftir mikla hugmyndavinnu, próf-
anir og margar feitar steikur grill-
aðar töldu þeir sig vera komna
með lausnina; V-laga járn með
nákvæmlega réttum halla til að
taka við fitunni sem rann síðan
niður framhjá brennurunum
og niður í bakka sem safnaði
saman allri fitu. Þegar fitan
lenti á heitum járnunum þá
myndaðist reykur sem gaf
bragð í það sem verið var að
grilla. „Einn daginn var borin
fram steik fyrir George Steph-
en, grilluð á þessu nýja gasgrilli
sem var í hönnun og þegar hann
sagði: „Þetta er það sem ég kalla
alvöru kolagrillaða steik!“ þá voru
þeir fullvissir um að rétta lausn-
in var fundin,“ útskýrir Sævar. Á
þessum þrjátíu árum hefur Gen-
esis-grillið tekið ýmsum út-
litsbreytingum, en það sem
þótti mesta byltingin með
þessu nýja grilli, bragðburst-
irnar, fitusöfnunarbúnaðurinn
og aðrir hlutir sem þóttu nýj-
ungar á þeim tíma eru enn
óbreyttir.
Þrjátíu ár á markaði
Í ár eru liðin þrjátíu ár síðan Genesis-grillið frá Weber kom fyrst á markað. Segja
má að grillið hafi markað upphafið að því stórfyrirtæki sem Weber er orðið í dag.
Fyrsta Genesis-grillið frá Weber frá
árinu 1985.
Sævar Þ. Guðmundsson hjá Járni og gleri við nýtt Weber-grill. MYND/ERNIR
Grænmeti á grillið
Margt grænmeti bragðast einstaklega vel grillað og passar vel við
flest allt kjöt- og fiskmeti. Grillmeistarar landsins ættu því endi-
lega að prufa sig áfram í vor og sumar með sem fjölbreyttustum
tegundum sem í boði eru hérlendis.
Grillaður kúrbítur er til dæmis frábært meðlæti en hann er
skorinn þversum í nokkrar tæplega 0,5 cm þykkar sneiðar. Þær
eru penslaður með olíu og kryddaður með salti og pipar eða öðru
kryddi. Hentar vel með flestu kjöti og fiski.
Grillaðar gulrætur gætu virst framandi en þær bragðast vel með
flestum grillmat. Þá er gott að nota stærri gulrætur og sneiða þær
þversum í nokkrar sneiðar. Þær eru fyrst settar í sjóðandi vatn í
1-2 mínútur, kældar og því næst penslaðar með olíu og kryddaðar
að smekk áður en þær eru settar á grillið.
Grillaðir ferskir maísstönglar eru frábært meðlæti með kjöti
og sem aðalréttur. Ysta lagið er hreinsað af og þeir lagðir í bleyti
í 10 mínútur. Næst eru þeir penslaðir með olíu og kryddaðir eftir
smekk en salt og pipar er klassísk blanda. Stönglarnir eru grill-
aði í 10-15 mínútur og passa þarf að snúa þeim reglulega svo allar
hliðar grillist. Venjulegt smjör eða gott kryddsmjör fullkomn-
ar svo eldamennskuna. Ef ferskir stönglar fást ekki má bjarga sér
með frosnum.
Ferskur aspas er sérstaklega ljúffengur með flestu kjöti. Honum
er velt upp úr olíu, kryddaður með salti og pipar og grillaður
skamma stund á vel heitu grilli.
Hreggviður Ársælsson, graf-ískur hönnuður og grillari með meiru, grillar allan
ársins hring og segist gera það svo
lengi sem það sé ekki sunnan þrjá-
tíu stormur. „Ég ólst upp við það
að það var mikið grillað á heim-
ilinu. Þó það væri snjór langt upp
í mitti á Akureyri þar sem ég bjó þá
var snjórinn bara mokaður frá og
grillið notað.“
Hreggviður segir grillmat ein-
faldlega vera besta matinn enda
grillar hann alla vega tíu sinnum í
mánuði. Hann segir að það sé allt-
af hægt að grilla, ef veðrið er brjál-
að þá klæðir hann sig bara betur.
„Ég grilla um það bil alltaf þegar
mig langar til, það er engin regla
á því. Fólki fannst merkilegt að ég
væri meira að segja farinn að grilla
ostaslaufur, en þetta er bara eins
einfalt og hægt er. Ég stekk bara út
á pall og grilla þær þannig að það
kemur meiri stemning í þær og
þær verða betri við morgunverð-
arborðið,“ segir hann og brosir.
Ostaslaufur eru ekki það eina
sérstaka sem Hreggviður hefur
grillað því í fyrrasumar datt
honum í hug að skella snjókrabba
á grillið. Krabbinn var að vísu for-
soðinn en Hreggviður segir það
hafa skapað ákveðna stemningu
að hita hann á grillinu. „Fólk ætti
endilega að hugsa út fyrir kassann
og prófa sig áfram, ekki alltaf grilla
bara það sama. Það besta sem ég
fæ til dæmis er grilluð hrossalund,
jafnvel beikonvafin. Það gleymist
hins vegar oft í grillheiminum að
einföldustu mínútusteikur sem
kosta varla neitt geta verið hinn
besti matur ef þær eru matreidd-
ar og grillaðar rétt. Ef til dæmis
nautamínútusteikum eða svína-
snitseli er leyft að liggja í góðum
legi þá brotnar það niður og verð-
ur mjög skemmtilegt, meyrt undir
tönn og bragðgott.“
Hreggviður á erfitt með að gefa
uppskrift að góðri steik því upp-
skriftirnar eru aðeins í höfðinu
á honum sjálfum og í þeim eru
hlutföll óljós og aðallega „dass-
að“. „Ég á mikið af uppskriftabók-
um sem ég styðst við en mér finnst
skemmtilegra að brjóta allar upp-
skriftir upp. Mér finnst gaman að
sjá í uppskriftum að það sé hægt
að fara aðrar leiðir sem mér finnst
alltaf skemmtilegra að fara. Þegar
ég grilla rautt kjöt þá er það ein-
falt, bara salt og pipar og ekkert
meira með því. Þegar ég er með
svínakjöt eða kjúkling þá leik ég
mér meira með olíur, edik, rauð-
víns- eða bjórblöndur.“
Grillar meira að segja ostaslaufur
Grillið og verið glöð er hálfgert mottó hjá Hreggviði Ársælssyni enda grillar hann allan ársins hring. Honum finnst grillmatur vera
bestur og hefur gaman af því að bjóða vinum heim til sín til að njóta góðra stunda og matar.
Pepperoni-pitsa Lambahryggur
Teriyaki-spjót og uppáhaldsbjór Hregg-
viðs sem honum finnst gott að drekka á
meðan hann grillar.
Kofta kebab. Hreggviður er duglegur að
taka myndir af matnum og setja þær á
Instagram.
Hreggviður er hrifinn af kolagrillinu en segir gasgrillið vera hentugra á heimilinu. Hann
notar kolagrill þegar hann er á ferðalögum og hefur tíma en væri til í að eiga hvort
tveggja heima hjá sér.