Fréttablaðið


Fréttablaðið - 23.04.2015, Qupperneq 48

Fréttablaðið - 23.04.2015, Qupperneq 48
Sumargrill FIMMTUDAGUR 23. APRÍL 201512 BANANI MEÐ KANIL Banani á grillinu Banani er sérlega góður þegar hann hefur verið grillaður. Algengast er að kljúfa hann í tvennt, taka úr hýðinu og setja á grillið. Líka er hægt að grilla hann heilan, opna hýðið að ofan og stinga þar inn súkkulaðibitum sem gerir gott bragð. Borið fram með ís. Hér er uppskrift þegar hann er tekinn úr hýðinu og klofinn í tvennt. 1 banani 1 msk. sykur 1 msk. kanill Kljúfið bananann og stráið yfir hann kanilsykri á báðum hliðum. Leggið á heitt grill í smá stund og snúið síðan við. Bananinn er borinn strax fram með vanilluís og jafnvel karamellusósu. Einn stór banani getur dugað fyrir fjóra. EINFALT KRYDDSMJÖR Á GRILLSTEIKINA Bragðmikið kryddsmjör er ómissandi í bakaða kartöflu og á grillaða steik. Heimalagað kryddsmjör er einfalt að útbúa og slær örugglega í gegn hjá gestum. 2 hvítlauksgeirar Knippi af savory-kryddjurt eða timjan (ca. 20 g) Klípa af sjávarsalti 250 g af ósöltu smjöri, mjúku Merjið hvítlaukinn, krydd- jurtirnar og saltið saman í mortéli eða í matvinnsluvél. Blandið svo saman við mjúkt smjörið og hrærið vel saman. Mokið krydd- smjörinu á bökunarpappír og vefjið pappírnum í rúllu utan um smjörið og kælið þar til það er orðið vel stíft. Skerið svo niður í hæfilegar sneiðar á rjúkandi heita steikina og í bakaða kartöflu. Uppskrift eftir Jamie Oliver af www.foodnetwork.com HOLLAR KALDAR GRILLSÓSUR Tilbúnar kaldar grillsósur eru ágætar til síns brúks en það er einfalt og fljótlegt að búa til eigin grillsósur sem auk þess eru yfirleitt hollari. Þær má einnig búa til deginum áður til að spara tíma. Hér eru tvær einfaldar uppskriftir frá Ásdísi Rögnu Einarsdóttur grasalækni þar sem áherslan er lögð á hollustu og næringu: Agúrku-raitasósa: 1 agúrka, ½ dós grísk jógúrt, 1 hvítlauksrif, ½ tsk. kúmínduft, 1-2 vorlaukar saxaðir, fersk mynta söxuð, salt/pipar. Agúrkan er rifin gróft á rifjárni og safinn sigtaður frá. Næst er hún söltuð og látin standa í nokkrar mín. Hinu hráefninu er blandað saman og agúrku bætt saman við. Satay-hnetusósa: 125 g gróft lífrænt hnetusmjör, 1 fínt saxaður skalottulaukur, 1 tsk. saxað engifer, 1 kjarnhreinsaður rauður chilipipar, 300 ml. kókósmjólk eða sýrður rjómi (má nota lífrænt majónes), safi úr ½ lime, 1 tsk. pálmasykur, 1 tsk. tamari-sojasósa, ¼ búnt ferskt kóríander. Allt sett í matvinnsluvél eða blandara. Heimild: www.grasalaeknir.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.