Fréttablaðið - 23.04.2015, Side 58
23. apríl 2015 FIMMTUDAGUR| MENNING | 34
BÆKUR ★★★ ★★
Flekklaus
Sólveig Pálsdóttir
JPV-ÚTGÁFA
Flekklaus er þriðja bók Sólveigar
Pálsdóttur um lögguteymið Guð-
geir, Særós og Andrés, sem við
þekkjum úr bókunum Leikarinn
og Hinir réttlátu. Hér er Guð-
geir í aðalhlutverki, nýkominn úr
strangri krabbameinsmeðferð og
í upphafi sögu í hvíldarfríi í Smá-
löndum Svíþjóðar. Það frí snýst þó
upp í andhverfu sína þegar hann
er dreginn inn í óleyst sakamál
frá 1985, mál sem stendur honum
mun nær en lesandann getur grun-
að lengi framan af. Er óhætt að
segja að öll tilvera lögreglumanns-
ins geðþekka snúist á hvolf með
ævintýralegum vendingum sem
kannski eru ekki sérlega trúverð-
ugar en ná þeim tilgangi sínum að
halda lesandanum við efnið og fá
hann til að halda áfram að fletta.
Sagan er haganlega smíðuð,
glæpamálið úr fortíðinni fléttast
vel inn í frásögnina úr nútíðinni
og hvörfin í seinni hlutanum koma
gjörsamlega á óvart. Lesandinn
kynnist Guðgeiri nánar en í fyrri
bókum, enda fer meirihluti sög-
unnar fram á hans heimavelli og
inn í hana dragast eiginkona hans
og börn. Það er því snjallt bragð
hjá höfundinum að gera hann tor-
tryggilegan og fá lesandann til að
efast um heilindi hans. Það er nú
einu sinni einn kröftugasti drif-
kraftur glæpasagna að lesandinn
„standi með“ aðallöggunni og láti
sig örlög hans eða hennar varða.
Upp á það skortir ekkert hér.
Stærsti veikleiki sögunnar felst
hins vegar í hinni aðalper sónunni,
Kirsten hinni sænsku, sem getur
seint talist sannfærandi persóna.
Til þess er hún of einhliða og hvat-
inn að framkomu hennar við Guð-
geir er því miður ekki sérlega
sannfærandi, sem dregur töluvert
úr spennunni. Það er alltaf slæmt
þegar lesandinn stendur sig að því
að fnæsa háðslega yfir því hversu
ótrúverðug frásögnin er.
Flekklaus tekur þó á ýmsum
málum sem full ástæða er til
að draga fram; hinum íslenska
klíkuskap sem getur jafnvel forð-
að glæpamönnum frá refsingu,
átökum eiginmanns við sjálfan sig
eftir að hafa freistast til framhjá-
halds, þeirri stefnu fjölmiðla
að taka æruna af fólki í beinni
útsendingu og fleira mætti nefna.
Allt hið besta mál og sýnir að Sól-
veigu liggur ýmislegt á hjarta sem
full ástæða er til að fylgjast með.
Af niðurlagi þessarar sögu er ljóst
að hún hefur hvergi nærri lokið
sér af með sögu Guðgeirs og það
verður spennandi að sjá á hvaða
slóðir hún leiðir hann næst.
Það er vaxandi trend í norræn-
um glæpasögum að gera glæp-
inn sjálfan nánast að aukaatriði
en beina kastljósinu þess í stað að
afleiðingum hans á þá sem á ein-
hvern hátt tengjast honum. Flekk-
laus sver sig svikalaust í þá ættina
og gerir það ágætlega, þótt eflaust
megi um það deila hvort afleiðing-
arnar sem þar er lýst séu sann-
ferðugar eður ei. Hver var ann-
ars að halda því fram að krimmar
ættu að vera trúverðugir?
Friðrika Benónýsdóttir
NIÐURSTAÐA: Flekklaus er ekki
flekklaus glæpasaga en innsýn í líf
og forsögu löggunnar Guðgeirs gerir
hana áhugaverða og heldur lesand-
anum við efnið.
➜ Sagan er haganlega smíð-
uð, glæpamálið úr fortíðinni
fléttast vel inn í frásögn-
ina úr nútíðinni og hvörfin í
seinni hlutanum koma
gjörsamlega á óvart.
Þessi bévítans fortíð
★★ ★★★
Tectonics
Upphafstónleikar Tectonics. Fram
komu Sarah Kenchington og SLÁTUR.
Í NORÐURLJÓSUM Í HÖRPU
FIMMTUDAGINN 16. APRÍL
Það er gaman að skoða hvernig
menn sáu fyrir sér framtíðina í
gamla daga. Flugbílar voru alger-
lega gefins og vélmenni á hverju
strái. Eða þá að fyrirbæri úr sam-
tímanum voru ýkt út í það óendan-
lega. Í framtíðarmyndinni Brazil
(1985) eftir Terry Gilliam var allt
morandi í pípum og slöngum. Ef
það þurfti að senda skeyti á milli
skrifstofa, þá var bréfi pakkað inn
í lítið hylki og það sent með ofur-
hraða eftir einni pípunni.
Brazil kom upp í huga mér á
upphafstónleikum tónlistarhátíð-
arinnar Tectonics í Norðurljósum
í Hörpu síðdegis á fimmtudaginn.
Tectonics er helguð nútímatónlist
og er núna haldin í fjórða sinn.
Á tónleikunum lék Sarah Kench-
ington á heimasmíðuð hljóðfæri
ásamt tónlistarhópnum SLÁTUR.
Það er skammstöfun fyrir Sam-
tök listrænt ágengra tónsmiða
umhverfis Reykjavík. Pípur og
slöngur voru aðall hljóðfæranna.
Meðal annars höfðu slöngur verið
festar á ýmiss konar málmblást-
urshljóðfæri og tónar myndaðir
með því að stíga á loftpumpur.
En bíðum við. Tónar? Megnið
af þeim tónum sem framkallaðir
voru á tónleikunum voru miklu
meira í ætt við óyndisleg búkhljóð
en tóna eins og á venjulegum tón-
leikum. Ég ætla ekki að ganga svo
langt að kalla tónlistina prump, en
fögur var hún ekki. Þetta var fyrst
og fremst samansafn af óhljóð-
um sem voru miður skemmtileg
áheyrnar.
Það sem gaf tónleikunum gildi
var sjónræna hliðin. Heimasmíð-
uðu hljóðfærin voru eins og vél-
búnaður í gamalli framtíðarkvik-
mynd. Eitt þeirra var t.d. keyrt
áfram með tveimur pedölum eins
og reiðhjól. Sarah Kenchington
sem áður var nefnd steig pedal-
ana, og mekanisminn strauk fiðlu,
pumpaði lofti í lúður og barði
trommu. Þetta var einn hræri-
grautur af vírum og slöngum. Rétt
eins og í Brazil.
Ekki er hægt að neita því að
tónleikarnir voru fyndnir. Eitt
það skondnasta var þegar þrír
náungar gengu meðfram áheyr-
endabekkjunum í myrkrinu.
Skórnir þeirra voru físibelgir og
slöngur gengu út úr þeim. Hvert
fótatak blés loftinu í lúðra sem var
haldið á. Þar á meðal var risastór
túba. Hljóðfæraleikararnir vou
eins og stökkbreyttir óskapnaðir
úr framtíðinni. Líkt og fyrirbæri
sem höfðu orðið fyrir geislavirkni
en neituðu að deyja.
Nú er það svo að ný hljóðfæri
þurfa ekki að hljóma hræðilega.
Á Bíófilíu-tónleikum Bjarkar Guð-
mundsdóttur voru mörg ný hljóð-
færi. Eitt var risavaxin spiladós,
annað var pendúll með strengj-
um, það þriðja framkallaði tóna
með eldingum. Hljóðfærin gáfu
tónlistinni framandi yfirbragð og
útkoman var heillandi. Það vant-
aði svona listrænan metnað hér.
Jónas Sen
NIÐURSTAÐA: Sjónræna hliðin var
áhugaverð, en sú tónræna ekki.
Stökkbreyttur óskapnaður
HEIMASMÍÐI Á tónleikunum lék Sarah Kenchington á heimasmíðuð hljóðfæri.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Umsóknarfrestur er til 10. maí 2015. Umsóknum ásamt fylgiskjölum skal skila rafrænt á
menningarsjodur@skriduklaustur.is.
Menningarsjóður Gunnarsstofnunar hefur tvíþættan tilgang: að renna stoðum undir starfsemi
Stofnunar Gunnars Gunnarssonar á Skriðuklaustri með árlegum framlögum; og að styðja
rithöfunda, listamenn, fræðimenn og námsfólk til verka er samræmast hlutverki Gunnarsstofnunar.
Stjórn sjóðsins hefur ákveðið að áherslan árið 2015 verði lögð á:
Til úthlutunar eru kr. 1.000.000 og gerir sjóðsstjórn ráð fyrir að úthluta til að hámarki 3ja verkefna.
Hægt er að nálgast úthlutunarreglur og umsóknareyðublað á www.skriduklaustur.is ásamt frekari
upplýsingum um sjóðinn. Tilkynnt verður um styrkhafa á fæðingardegi Gunnars Gunnarssonar,
18. maí, á Skriðuklaustri.
Stjórn Menningarsjóðs Gunnarsstofnunar
Í dag kl. 17 verða tónleikar í
Norðurljósasal Hörpu undir
heitinu Slétt og brugðið, konur
í hundrað ár. Þar syngja saman
kórarnir Vox feminae, Hrynj-
andi, Cantabile og Aurora. Stjórn-
andi verður Margrét Pálmadótt-
ir og einsöngvarar þau Sigrún
Hjálmtýsdóttir sópran og Maríus
Sverrisson baritón.
Margrét segir þær hafi vilj-
að leggja áherslu á að lofsyngja
formæðurnar í tilefni af hund-
rað ára kosningaréttarafmæli
kvenna á Íslandi. „Tilefnið er
að fagna formæðrunum. Það er
algjört lykilatriði og af því tilefni
fóru allar þessar frábæru konur
í myndaalbúmin og söfnuðu
saman gríðarlegu magni mynda
af íslenskum konum, lífi þeirra
og sögu. Þessu verður varpað
upp á tjald fyrir tónleikagesti á
meðan þeir eru að koma sér fyrir
í salnum.
Á tónleikunum sjálfum erum
við svo að syngja gamlar perlur
sem ég þekki vel úr mínu upp-
eldi frá síðustu öld. Við ætlum
að syngja íslensku rómantíkina
og Diddú ætlar að syngja Viki-
vaka sem var samið fyrir hana
á sínum tíma. Það gleður mig
alveg sérstaklega að hún ætli
að vera með okkur því við erum
sömu kynslóðar og fyrir mér er
þetta smá nostalgía að ylja sér
við.“ Þegar kórarnir fjórir verða
komnir á svið í Norðurljósasaln-
um má búast við að um hundrað
og þrjátíu konur verði komnar
inn á svið. Margrét segist þó ekki
óttast fjöldann. „Langt í frá. Ég
er vön að stjórna stórum kórum
og það er bráðskemmtilegt. Það
koma alls konar blæbrigði í tón-
listina og öðruvísi kraftur. Þetta
er í raun alveg rosalegt hljóð-
færi. Ég ætla að hita upp með
því að stjórna Stúlknakór Reykja-
víkur kl. 14 með 110 frábærum
stúlkum. Kórinn er einmitt tutt-
ugu ára um þessar mundir og
það verður líka sumarlegt og
skemmtilegt.“
magnus@frettabladid.is
Hundrað og þrjátíu konur
syngja inn sumarið
Fjórir stórir kvennakórar koma saman á tónleikum í Hörpu í dag í tilefni af hundrað ára
kosningaréttarafmæli kvenna, undir stjórn Margrétar Pálmadóttur.
MENNING
STJÓRNANDINN Margrét Pálmadóttir ætlar að stjórna
kvennakórum á tvennum tónleikum í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA