Fréttablaðið - 28.11.2017, Qupperneq 12
Frá degi til dags
Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Einar Þór Sverrisson forStjóri: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is
aðStoðarritStjórar: Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kjartan Hreinn Njálssson kjaranh@frettabladid.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is, Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili
á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105
reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is markaðurinn: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is
menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is lífið: Guðný Hrönn Antonsdóttir gudnyhronn@frettabladid.is ljóSmyndir: Vilhelm Gunnarsson villi@365.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
Halldór
Kjartan Hreinn
Njálsson
kjartanh@frettabladid.is
Líklega hefur
ekkert haft
jafn mikil
áhrif á líf
mannanna og
tölvur,
snjallsímar,
internetið og
samfélags-
miðlar.
Á dögunum fengum við þær fréttir að átak um læsi í grunnskólum Reykjavíkur hefði engu skilað. Enn og aftur voru það skólarnir sem sátu uppi
með Svarta-Pétur. Satt best að segja finnst mér þessi
umræða orðin heldur hvimleið. Skólarnir geta ekki
séð einir um lestrarkennsluna, foreldrar þurfa að vera
fyrirmyndir og sýna bókmenningu og lestri áhuga til
að árangur náist.
Mér segir svo hugur að lestrarfærni okkar foreldr-
anna hnigni stöðugt og að þar liggi vandinn ekki síst.
Margir kaupa ekki bækur og lesa lítið sem ekkert. Það er
alkunna að ríkuleg bókmenning á heimili hvetur unga
sem aldna við lesturinn. Sú stefna nútímans að fleygja
bókum, þannig að bækur eru gerðar útlægar af heimil-
um, er ekki góð. Í allmörg ár hafa margir sjónvarpsþættir
um tísku og hönnun sýnt ótalin glæsiheimili á Íslandi án
bóka enda minna þau mörg hver frekar á dauðhreins-
aða tannlæknastofu en hlýlegt heimili.
Hættum að kenna skólunum um hnignandi læsi,
hefjum lestrarátak á vinnustöðum og í samfélaginu.
Lestur er samstarfsverkefni heimilis og skóla og hvaða
skoðun sem menn kunna að hafa á heimanámi þá þarf
reglulegur lestur að vera hluti af daglegum venjum
okkar. Hér er umfram allt um að ræða samstarfsverk-
efni heimilis og skóla. Verkefnið er svo umfangsmikið
að skólinn getur aldrei einn og óstuddur leyst það
sómasamlega af hendi.
Lesturinn þarf því að byggjast á samstarfi kynslóðanna.
Kannski mætti hugsa sér að Samtök atvinnulífsins
stæðu fyrir gæðastundum og stuðluðu þannig að
öflugri símenntun þar sem starfsmenn fengju tækifæri
til að ræða bóklestur og bókmenningu í vinnutím-
anum. Áðurnefnd samtök hafa oft sterkar skoðanir á
skólamálum. Með átaki um læsi á vinnustöðum gætu
þau sýnt hug sinn í verki.
Að endingu legg ég til að foreldrafélög grunnskól-
anna standi fyrir lestrarátaki fyrir foreldra samhliða
því sem börnin eru hvött áfram við lesturinn.
Torlæsi þjóðar
– á ábyrgð margra
Verkefnið er
svo umfangs-
mikið að
skólinn getur
aldrei einn
og óstuddur
leyst það
sómasamlega
af hendi.
Lesturinn
þarf því að
byggjast á
samstarfi
kynslóð-
anna.
Guðjón Ragnar
Jónasson
kennari
01 Smærri
viðgerðir
Hraðþjónusta HEKLU.
Hringdu í 590 50 30 eða renndu við.
Hekla.is
Í ein fimmtíu ár hafa Íslendingar kvartað yfir klukkunni. Tímareikningi var breytt árið 1968 eftir háværar kröfur um að öllu hringli með klukkuna skyldi hætt fyrir fullt og allt og komið var á föstum tíma árið um kring. Þannig var
klukkunni flýtt um eina klukkustund og Íslendingar
stilla nú úrin, eða snjallsímana öllu frekar, eftir
alheimstíma.
Á síðustu tuttugu árum hafa þingmenn lagt fram
þrjú lagafrumvörp og fimm tillögur til þingsálykt-
unar sem miða að því að færa tímareikning til betra
horfs. Sumir vilja flýta klukkunni enn frekar, aðrir
vilja seinka henni aftur.
Heilbrigðisráðherra hefur nú skipað starfshóp til
að kanna ávinning fyrir lýðheilsu og vellíðan lands-
manna af því að leiðrétta klukkuna til samræmis við
gang Sólar.
Samkvæmt upplýsingum Landlæknis sofa 44,2
prósent Íslendinga skemur en sjö klukkustundir að
jafnaði og 18,9 prósent sofa skemur en sex klukku-
stundir. Að sofa ítrekað skemur en átta klukkustund-
ir dregur úr árvekni, viðbragðstíma og framleiðni.
Svefnskortur hefur verið tengdur við offitu, sykur-
sýki, hjartasjúkdóma og háþrýsting. Íslendingar eru
ekkert einsdæmi í þessum efnum. Skortur á svefni er
viðvarandi vandamál í flestum vestrænum ríkjum.
Bjartari morgnar fylgja seinkun klukkunnar, en um
leið dimmir fyrr síðdegis. Þetta hefur ýmsa augljósa
kosti í för með sér, en hvort breytingin komi til með
að hafa mikil áhrif á svefnvenjur er með öllu óljóst.
Þetta gamla deilumál er í engum tengslum við
veruleikann og þau miklu vandamál sem fylgja
minni svefni. Er ekki líklegra að ein umfangsmesta
breyting á samfélagsgerð mannanna frá upphafi hafi
eitthvað að gera með þetta vandamál? Líklega hefur
ekkert haft jafn mikil áhrif á líf mannanna og tölvur,
snjallsímar, internetið og samfélagsmiðlar. Blá birta
frá tölvu- og snjalltækjaskjáum hægir á framleiðslu
melatóníns sem fínstillir lífsklukku okkar.
Að halda því fram að sólarljós ráði fyrst og fremst
líkamsklukku nútímamannsins er einfaldlega ekki
rétt. Það hvernig við stillum klukkuna hefur lítið með
vandamálið að gera. Hins vegar má færa sannfærandi
rök fyrir því að lífsstíll hafi meiriháttar áhrif á svefn-
venjur okkar.
Talsmenn þess að seinka klukkunni hafa vísað til
Nóbelsverðlauna í lífeðlis- og læknisfræði á þessu
ári en þau hlutu þrír vísindamenn fyrir einstakar
rannsóknir sínar á dægurklukkunni. Þessar mikil-
vægu grunnrannsóknir undirstrika það hvernig allar
lífverur eru þrælar Sólarinnar og hversu mikilvægt
það er að samþætta innri og ytri klukku. Að halda
því fram að þetta flókna samband megi bæta ein-
faldlega með því að breyta tímareikningi er mikill
misskilningur.
Klukkustund
til eða frá
Stuðningur við Katrínu
Stuðningsmenn Katrínar
Jakobsdóttur létu rannsóknar-
fyrirtækið Zenter gera skoðana-
könnun á vinsældum hennar
og vilja fólks til að fá hana sem
næsta forsætisráðherra. Það
þarf ekki að koma neinum á
óvart að Katrín mælist með yfir-
burða stuðning í það embætti.
Óljóst er hins vegar hvers vegna
stuðningsmennirnir létu gera
könnunina. Nærtækasta skýr-
ingin er kannski sú að stuðn-
ingsmennirnir hafi verið að fá
Katrínu vopn í hendur þegar
kæmi endanlega að skiptingu
ráðuneyta á flokkana í stjórnar-
myndunarviðræðunum.
Snýst ekki um kyn
Rithöfundurinn Auður Jóns-
dóttir skrifar að Katrín Jakobs-
dóttir sé eldklár og hún muni
hafa roð við hvaða karli sem er.
Augljóst er að rithöfundinum
þykir sú gagnrýni sem Katrín
hefur fengið vegna stjórnar-
myndunarviðræðnanna við
Framsóknarflokkinn og Sjálf-
stæðisflokkinn ómakleg. Það er
líklegast rétt. Gagnrýnin hefur
hins vegar ekkert með kyn
Katrínar að gera. Málið snýst
miklu frekar um það að Katrín
skynjar ábyrgð stjórnmála-
manna á því að mynda þarf
sterkan meirihluta eftir hverjar
kosningar, á meðan gagn-
rýnendur hennar hafa ekki
tilfinningu fyrir þeirri ábyrgð.
jonhakon@frettabladid.is
2 8 . n ó v e m b e r 2 0 1 7 Þ r I Ð J U D A G U r12 s k o Ð U n ∙ F r É T T A b L A Ð I Ð
SKOÐUN