Fréttablaðið - 30.10.2018, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 30.10.2018, Blaðsíða 2
Veður Austlæg eða breytileg átt 8-15 m/s og slydda eða snjókoma með köflum, en hægari SV-lands og úrkomuminna. Dregur úr úrkomu í kvöld og rofar til norðanlands. SJÁ SÍÐU 22 Skálað í Kanakokteil „Nató hefur miklar áhyggjur af gjöreyðingarvopnum annarra en eiga svo sjálfir stærsta forða- búrið af þeim,“ segir Stefán Pálsson, ritari Samtaka hernaðar andstæðinga sem buðu upp á Kanakokteil við opnun sýningar um „glæpi og feril“ Nató í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARISPÁNN „Undanfarið ár hef ég verið pólitískur fangi, gísl spænsku ríkis- stjórnarinnar,“ segir Jordi Cuixart, forseti Omnium Cultural og bar- áttumaður fyrir sjálfstæði Katalón- íu, í grein sem hann birtir í Frétta- blaðinu í dag. Cuixart hefur verið ákærður fyrir uppreisn gegn spænska ríkinu vegna atkvæðagreiðslu í Katalóníu í fyrra og á yfir höfði sér áratuga fang- elsi. Auk hans voru ráðherrar kata- lónsku héraðsstjórnarinnar ákærðir sem og þingforsetinn Jordi Sanchez. Hörð framganga Spánverja í málinu, hvort sem um er að ræða ofbeldi lögreglu á kjördag eða fang- elsun embættismanna, hefur vakið hörð viðbrögð Katalóna. Það mátti til að mynda sjá í leik Barcelona og Real Madrid í spænsku deildinni um helgina þar sem stuðningsmenn katalónska liðsins héldu á flenni- stórum borða sem á stóð: „Einungis einræðisríki fangelsa friðsama stjórnmálamenn.“ Cuixart fjallar um fangelsisvist og meðferð sína í greininni. Hann líkir stjórnvöldum á Spáni við harðstjórn Francos, segir málið farsa og skorar á ríki Evrópu að miðla málum í deil- unni við Spán. – þea / sjá síðu 12 Kveðst pólitískur fangi Spánverja Jordi Cuixart. NORDICPHOTOS/AFP Myndir frá ráðstefnu Nató og mótmælum eru á +Plússíðu Fréttablaðsins. +Plús er í Frétta- blaðs-appinu og PDF-útgáfu á frettabladid.is+PLÚS NORÐURLÖND Þing Norðurlandaráðs hefst í Ósló í dag. Þar verður sjónum sérstaklega beint að ógnum við lýð- ræðið, frjálsa för á Norðurlöndunum og norrænt löggjafarsamstarf. Theresa May, forsætisráðherra Bret- lands, er sérstakur gestur þingsins og flytjur ávarp. Leiðtogafundur norrænu forsætisráðherranna er einnig í dag. Katrín Jakobsdóttir forsætisráð- herra kynnir formennskuáætlun Íslands í Norrænu ráðherranefndinni á næsta ári. Alls eiga 87 þingmenn af norrænu þjóðþingunum sæti í ráðinu og á Ísland sjö fulltrúa. – sar May ávarpar Norðurlandaráð Theresa May, forsætisráðherra Bretlands. SAMFÉLAG Bann við skemmtana- haldi, sýningum, happdrætti og bingói verður fellt úr lögum um helgidagafrið nái frumvarp dóms- málaráðherra fram að ganga. Drög að frumvarpinu eru sem stendur í umsagnarferli í samráðsgátt ríkis- stjórnarinnar. Drögin fela í sér að öll bönn sem nú eru í gildi í lögum um helgidaga- frið verða felld niður, þó með þeirri undantekningu að áfram verður óheimilt að trufla guðsþjónustu eða annað helgihald með hávaða eða annarri háttsemi andstæðri helgi viðkomandi athafnar. Helgidagar þjóðkirkjunnar verða áfram þeir sömu en upptalning á þeim verður felld úr lögum um helgidagafrið og þess í stað komið fyrir í lögum um stöðu, stjórn og starfshætti þjóð- kirkjunnar. „Þetta er mál sem ég ætlaði að leggja fram á síðasta þingi en það dróst og því er það gert nú. Þetta frumvarp er í raun í samræmi við þá þróun sem hefur verið í sam- félaginu,“ segir Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra. Ráðherrann segir að með lögun- um sé ekki verið að fella helgidaga niður heldur aðeins verið að fella úr gildi bann við tiltekinni starf- semi á slíkum dögum. Í núgildandi lögum sé ákveðnum aðilum heim- ilt að hafa opið á helgidögum svo sem lyfjabúðum, bensínstöðvum og blómaverslunum. Hið sama gildir um matvöruverslanir með verslunarrými undir 600 fer- metrum þar sem að minnsta kosti tveir þriðju veltu þeirra er rakinn til sölu matvæla, drykkjarvöru og tóbaks. „Það er erfitt að hafa eftirlit með slíku. Þá hafa lögin eins og þau eru í dag alltaf haft í för með sér nokkuð aukið utanumhald hjá sýslumönn- um dagana kringum hátíðir. Að mínu mati hefur frelsi manna verið svolítið þröngur stakkur sniðinn um hátíðir. Ég tel þessar breytingar vera í samræmi við kröfur þjóðfélags- ins og atvinnulífsins og þannig að menn geti um frjálst höfuð strokið yfir hátíðisdaga,“ segir Sigríður. Áþekk frumvörp, sem þó gengu skrefinu lengra, voru áður lögð fram af Helga Hrafni Gunnarssyni, þing- manni Pírata, árið 2016 og í janúar 2018 en náðu ekki fram að ganga. Meðal umsagna sem bárust um þau frumvörp má nefna umsagnir ASÍ og BSRB en bæði félög töldu ólíklegt að brottfall laganna myndi hafa áhrif á kjarasamninga. Prestafélag Íslands, kirkjuráð og biskup Íslands lögðust gegn því að lögin yrðu felld niður. Frestur til að veita umsögn um frumvarpsdrögin rennur út 6. nóv- ember. joli@frettabladid.is Ráðherra vill leyfa böll og bingó á helgidögum Dómsmálaráðherra hefur lagt fram til kynningar frumvarp um breytingar á lögum um helgidagafrið. Bönn verða felld brott að undanskildu banni við því að trufla guðsþjónustu. Ráðherra segir þetta í samræmi við þróun samfélagsins. Vantrú hefur staðið fyrir bingói á föstudaginn langa. FRÉTTABLAÐIÐ/EGILL Sigríður Á. Andersen, dóms- málaráðherra. 3 0 . O K T Ó B E R 2 0 1 8 Þ R I Ð J U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.