Fréttablaðið - 30.10.2018, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 30.10.2018, Blaðsíða 27
Drykkir í plastdósum á borð við KEA skyrdrykk, jógúrtdrykk og ab-drykk voru færðir í umhverfisvænar pappafernur. Starri Freyr Jónsson starri@frettabladid.is Mjólkursamsalan er félagi í Festu, miðstöð um samfélagsábyrgð, og horfa stjórnendur og starfsmenn fyrirtækisins í ríkari mæli á það hvar hægt er að hnika til og breyta í starfseminni svo umhverfisspor þess séu mörkuð af ábyrgð. MS leggur áherslu á gæðaframleiðslu í sátt við náttúruna og umhverfið, enda eru umhverfismál meðal for- gangsmála fyrirtækisins. MS hefur sett sér það markmið að minnka losun á úrgangi út í umhverfið, minnka orkunotkun og bæta hrá- efnisnýtingu og jafnframt er lögð rík áhersla á að hvetja neytendur til að skila notuðum umbúðum til endurvinnslu. „MS hefur reynt að vekja athygli neytenda á því að tómar umbúðir eru ekki rusl heldur efniviður til að framleiða nýjar umbúðir og hefur þeim skilaboðum m.a. verið komið á framfæri með ráðstefnu í sam- starfi við Festu, endurvinnsluskila- boðum á umbúðum og samfélags- miðlum, auglýsingum í blöðum og stuttum myndböndum sem sýna hvernig eigi að flokka umbúðir frá fyrirtækinu,“ segir Sunna Gunn- ars Marteinsdóttir, verkefnastjóri í upplýsinga- og fræðslumálum hjá MS. „Nokkur stór skref hafa verið tekin á undanförnum misserum í að minnka plastnotkun og breyta umbúðum Mjólkursamsölunnar svo minna álag sé á umhverfið,“ segir Sunna og nefnir nokkur dæmi. „Plaströrin af G-mjólkurfernum voru fjarlægð í upphafi árs og ákveðið að flytja vörur í umbúðir með minna kolefnisfótspor þar Tómar umbúðir eru ekki rusl Mjólkursamsalan dregur úr plastnotkun og hvetur neytendur til endurvinnslu. Umhverfismál eru í forgangi hjá fyrirtækinu sem vinnur að því að breyta umbúðum til að minnka álag á umhverfið. Sunna Gunnars Marteinsdóttir, verk- efnastjóri í upplýsinga og fræðslu- málum MS. Guðný Steinsdóttir, markaðsstjóri MS. Samkvæmt vef Umhverfis-stofnunar er talið að á Vesturlöndum hendi hver einstaklingur nýtanlegum mat að virði um 60.000 króna á ári. Það þýðir að hver fjögurra manna fjölskylda hendi um 240.000 krónum á ári. Þar kemur líka fram að Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna metur það sem svo að 1,3 milljónir tonna af matvælum fari í ruslið á hverju ári. Það þýðir í raun að um þriðjungur þess matar sem er keyptur fer beint í ruslið. Gott skipulag, sem m.a. felst í því að útbúa matseðla fyrir vikuna, minnkar strax matarsóun en í ann- ríki dagsins breytist oft dagskráin og ísskápurinn fyllist af ýmsu hrá- efni sem við náum ekki að elda úr. Þá er gott að eiga uppskriftir þar sem hægt er að nýta hráefni sem annars hefði farið forgörðum. Hér koma þrjár uppskriftir úr smiðju Dóru Svavarsdóttur, matreiðslu- meistara Culina, en þær eiga það sameiginlegt að nýta vel afgangs- grænmeti úr ísskápnum. Grænmetisklattar 600 g kúrbítur, seljurót, steinselju- rót, gulrætur eða eitthvað annað sem er gott að rífa (ég mæli ekki með kartöflum í þessa uppskrift) 3 dl heilhveiti 2 stk. egg 2 msk. ólífuolía ½ tsk. hvítlaukur, saxaður ½ dl vatn Salt og pipar Olía til steikingar Blandið saman hveitinu, egginu, olíunni, vatninu, og kryddinu og búið til deig að svipaðri þykkt og vöffludeig. Rífið næst niður kúr- bítinn eða grænmeti og blandið saman við deigið. Steikið á pönnu í litlum klöttum. Ef verið er að steikja mikið magn er gott að full- elda klattana í ofni þar sem kjarn- hitinn þarf að ná a.m.k. 85°C til að losna við hveitibragðið. Einnig má bæta út í deigið kjötafgöngum. Með þessu er tilvalið að bera fram létt salat og kalda sósu að vild. Fyllt paprika 2-3 stk. paprikur, blandaðir litir 2 stk. tómatar, skornir í smáa bita ½ stk. rauðlaukur, fínt skorinn 50 g ólífur 100 g fetaostur í teningum 1 dl hvítvín (má sleppa en er mjög gott) 2 stk. brauðsneiðar, rifnar gróft Pipar eftir smekk Skerið paprikuna til helminga og kjarnahreinsið. Blandið afgang- inum af hráefninu í skál, hrærið vel saman og skiptið á milli papriku- helminganna. Bakið við 200°C í um 5-7 mín og berið fram. Réttinn er hægt að bera fram sem forrétt, aðalrétt eða sem hluta af hlað- borði. Í raun er hægt að setja næstum hvaða hráefni sem er í hálfa papriku, setja ost yfir og hita í ofni. Grænmetisbaka Ein stór baka fyrir 8-12 manns 1,6 kg grænmeti, t.d. sætar kart- öflur, grasker, gulrætur, seljurót, steinseljurót, blómkál, spergilkál eða hvað sem er til á heimilinu 200 g laukur (um 2 stk.), skorinn í sneiðar 3 stk. hvítlauksrif, söxuð 50 g engifer, fínt saxað 400 ml kókosmjólk (1 dós) 2 msk. gott karrí Salt og svartur pipar Timjan 5 stk. egg 1-2 blöð smjördeig af þykkustu gerð Laukurinn er svitaður í potti ásamt pipar og timjani. Grænmetinu er því næst bætt út í. Setjið smá vatn í pottinn ásamt kókosmjólkinni, karríinu, hvítlauknum og engi- ferinu. Látið malla við miðlungs- hita þar til grænmetið hefur mýkst. Takið til hliðar og látið kólna aðeins. Kryddað til með salti og pipar. Fletjið smjördeigið út þann- ig að brúnirnar skarist vel og þeki 28 cm smelluform. Eggjunum er hrært út í grænmetisblönduna og öllu síðan hellt í formið. Bakað við 150°C í 30-40 mín. eða þar til bakan er stíf. Í þennan rétt má nota næstum hvaða grænmeti sem er. Lítið mál að nýta matinn vel Gífurlegu magni matvæla er sóað á hverju ári víða um heim, ekki síst á Vesturlöndum. Þá kemur sér vel að eiga safn uppskrifta sem nýta afganga og hráefni sem annars hefði endað í ruslinu. Fylltar paprikurnar eru yndislegar. Það er lítið mál að elda dýrindis rétti úr flestu grænmeti sem safnast hefur saman í ísskápnum, t.d. súpur, pottrétti og salöt. NORDICPHOTOS/GETTY sem hægt er. Drykkir í plastdósum á borð við KEA skyrdrykk, jógúrt- drykk og ab-drykk voru færðir yfir í umhverfisvænar pappafernur og þar með urðu engir drykkir lengur fáanlegir í plastumbúðum frá fyrir- tækinu.“ „Á síðasta ári var mjólkurfernum MS enn fremur skipt út fyrir nýjar og umhverfisvænni sem eru ekki eingöngu endurvinnanlegar heldur jafnframt búnar til úr endurnýjan- legu hráefni úr plönturíkinu. Ferska mjólkin okkar sem við setjum í 25 milljón fernur árlega fer nú í umbúðir gerðar úr pappa úr ábyrgri skógrækt og plasti sem framleitt er úr sykurreyr,“ segir Guðný Steins- dóttir, markaðsstjóri MS. MS er fyrsta fyrirtæki sinnar tegundar í heimi sem setur alla mjólk í þessar umbúðir sem eru þær umhverfisvænustu sem völ er á fyrir drykkjarmjólk og má tappinn fara með fernunni í endurvinnslu sem auðveldar sorpflokkun. „Við þessa breytingu varð kolefnisspor fernanna 66% minna en áður og var MS tilnefnt til Fjöreggsins fyrir lofsvert framtak á matvæla- eða næringarsviði,“ segir Guðný og bætir við að fyrirtækið muni halda áfram að fylgjast með þróun á umhverfisvænum umbúðalausnum fyrir matvæli. 6 KYNNINGARBLAÐ 3 0 . O K TÓ B E R 2 0 1 8 Þ R I ÐJ U DAG U RENDURVINNSLA

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.