Fréttablaðið - 30.10.2018, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 30.10.2018, Blaðsíða 26
þjónustu Grænna skáta. „Fólk getur alltaf haft samband við okkur, annaðhvort í síma eða með tölvu- pósti, Facebook-skilaboðum eða hvernig sem er og við komum. Við erum líka með fyrirtækjaþjónustu sem gengur út á að við sækjum þær endurvinnsluumbúðir sem falla til og greiðum hluta skilagjaldsins fyrir til þeirra sem það vilja. Það rennur þá víðast í sjóði starfsmannafélaga.“ Starfsemi Grænna skáta er því þríþætt samfélagsverkefni sem snýr að æskulýðsstarfi, umhverfisvernd og atvinnusköpun fyrir fólk með skerta starfsgetu. Til að nýta sér þjónustu Grænna skáta er bent á heimasíðuna graenirskatar.is þar sem hægt er að skrá sig og fá allar nánari upplýsingar. Ásgeir Ólafsson verkefnastjóri í Rekstrardeild Íslandsbanka: Frábærir starfsmenn og góð þjónusta „Íslandsbanki hefur nýtt sér þjónustu Grænna skáta í höfuðstöðvun- um frá 2015. Hafa þeir sinnt þessari þjónustu vel og koma til okkar einu sinni í viku. Áður var farið óreglulega í þetta verkefni og urðu bílarnir sem notaðar voru í þetta einnig frekar skítugir, þar sem það lekur oft úr pokunum, og sér- staklega þegar búið er að fylla bílinn af dósum og flöskum. Með reglulegri losun dósa var því komist hjá dýrum þrifum á bílum, og betri nýting var á tíma starfsfólks við að fara og skila dósunum. Með því að hafa þjónustugjaldið inni- falið í skilagjaldi dósarinnar þá má segja að þjónustan borgi sig sjálf. Einnig eru starfsmennirnir frá þeim frábærir og gaman að geta stutt við vinnustað eins Græna skáta og styrkt æskulýðsstarf í landinu um leið.“ Hulda Kristín Magnúsdóttir aðstoðarmaður forstjóra í Hörpu: Grænir skátar vel með á nótunum „Við höfum notað þjónustu Grænna skáta í ein fjögur ár. Hér fellur mikið til af dósum og flöskum og stundum eru tunn- urnar okkar yfirfullar eftir stóra við- burði og við hringjum og þeir eru komnir eftir klukkutíma. Flöskurnar og dósirnar eru sóttar reglulega en svo eru þeir líka svo vel með á nótunum að þeir fylgjast með hvað er að gerast í Hörpu og ef það eru stórir viðburðir þá þarf ekki einu sinni að hringja, þeir mæta. Mér finnst líka mikilvægt að fyrir- tækið veitir vinnu fólki sem á erfitt með að fóta sig á vinnumarkaðin- um. Ég mæli eindregið með þessari þjónustu,“ Friðrik Helgason rekstrarstjóri á HúrraBar: Einfaldar málin mjög mikið „Ég hef verið ánægður við- skiptavinur Grænna skáta í ár. Ég rek skemmtistaði þar sem mikið fellur til af flöskum og dósum og þegar ég heyrði af þessari þjónustu hafði ég strax samband. Grænir skátar sjá alfarið um allar dósir og flöskur og borga mér til baka ákveðinn hlut af skila- gjaldinu og ég hef bara ekkert þurft að hugsa um þetta síðan ég byrjaði að láta þá sjá um endurvinnanlegu umbúðirnar. Það einfaldar málin mjög mikið fyrir mig að þurfa ekki að sjá um þessi mál. Þetta er svo frábær díll því með honum náum við bæði að leggja af mörkum til samfélagsins og umhverfisins.“ Fólk getur alltaf haft samband við okkur, annaðhvort í síma með tölvupósti, eða Facebook-skilaboðum og við komum. Júlíus Aðalsteinsson Við tökum við einnota drykkjarumbúðum, bæði plasti, áli og gleri, flokkum og komum í endurvinnslu,“ segir Júlíus Aðalsteinsson, rekstrarstjóri Grænna skáta. „Við erum með yfir hundrað söfnunarstaði um allt höfuðborgarsvæðið og það er alltaf stutt fyrir fólk að fara til að losa sig við þessar einingar. Með þessu erum við að reyna að minnka plast sem fer í urðun eða fýkur um í náttúrunni auk þess sem þetta er fjáröflun fyrir skátahreyfinguna.“ Hann segir verkefnið Grænir skátar vera þríþætt. „Skilagjaldið sem Grænir skátar fá fyrir dósir og flöskur fer í dagskrárgerð fyrir skáta á skátaaldri. Við höldum námskeið fyrir leiðtogana, bjóðum upp á viðburði og þróum hugmyndafræði og dagskrártilboð sem foringjarnir geta unnið úr. Svo eru það auð- vitað umhverfissjónarmiðin og svo framkvæmdin sjálf en Grænir skátar er vinnustaður fyrir fólk sem er með einhvers konar skerta starfsgetu. „Við erum í samstarfi við Vinnumálastofnun í verkefni sem heitir Atvinna með stuðningi,“ segir Júlíus og bætir við: „Flestir okkar starfsmenn eru í hlutastarfi þar sem þeir eru að einhverju leyti með skerta starfsgetu og þrífast ekki á almennum vinnumarkaði.“ Júlíus segir auðvelt að nýta sér Grænir skátar þríþætt samfélagsverkefni Grænir skátar eru með móttökugáma fyrir skilagjaldsskyldar umbúðir víðs- vegar um höfuðborgarsvæðið. Fyrirtækjaþjónusta Grænna skáta sér einnig um að sækja dósir til fyrirtækja og félagasamtaka. Júlíus Aðalsteinsson, rekstrarstjóri Grænna skáta, við höfðustöðvarnar og bílinn sem margir hafa séð á fleygiferð um bæinn að afla dósa. MYND/STEFÁN KARLSSON Kraftmikill hóp- ur starfsmanna á flokkunarstöð Grænna skáta. KYNNINGARBLAÐ 5 Þ R I ÐJ U DAG U R 3 0 . O K TÓ B E R 2 0 1 8 ENDURVINNSLA

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.