Fréttablaðið - 30.10.2018, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 30.10.2018, Blaðsíða 25
Við venjulegt heimilishald fellur ýmislegt til sem hægt er að nota aftur og aftur og aftur. ● Best er að kaupa alltaf sem stærstar umbúðir af mat sem geymist vel, eins og þurrvöru og drykkjarföngum en hafirðu einhvern tíma keypt litla djús- flösku eða hálfan lítra af gosi er hún mjög vel endurnýtanleg sem vatnsflaska eða undir önnur drykkjarföng í gönguferð, skóla- nesti eða útilegu. Mun betri en að kaupa nýjan plastbrúsa. ● Plastbox undan salati og hummus til að mynda eru líka miklu umhverfisvænni nestisbox í skóla eða ferðalög en þegar keypt eru glæný plastbox. ● Glerkrukkur gera bæði gagn og geta verið til ánægju. Þær eru afar notadrjúgar sem geymsla undir þurrvöru sem keypt hefur verið í stórum pakkningum og matarleif- ar í ísskápinn. Þá er einnig hægt að mála þær, nota sem fallegar skálar og undir allt dótið sem til fellur á heimilinu. Glerkrukkur má einnig nýta þegar verslað er við umbúðalausar verslanir. ● Allt of mikið af plasti kemur inn á hvert heimili í formi poka, plast- filmu utan af mat og ýmissa poka og smáumbúða. Þetta má þó flest nýta aftur nokkrum sinnum og heimilin ættu að vera löngu hætt að kaupa litla nestispoka eða plastfilmurúllur þegar feikinóg kemur af plasti inn á heimilið í hverri viku. Þá er plastpokinn úr búðinni margnota og hægt að fara með sama pokann nokkrum sinnum til að versla. ● Gömul handklæði og rúmföt er hægt að klippa niður og nota í tuskur sem virka að minnsta kosti jafnvel og flestar hreingerninga- tuskur eða borðklútar sem fást til kaups. ● Gamlir tannburstar virka vel til að skrúbba alla staðina sem erfitt er að ná til með venjulegri tusku og duga einkar vel þegar pússa á silfur. ● Gamlir lúnir kaffibollar og tekönnur geta orðið einkar fal- legir blómapottar. ● Notið dagblaðapappír í staðinn fyrir gjafapappír, nú er til dæmis lag að byrja að safna opnum með fallegu jólaefni til að nota utan um jólagjafirnar. ● Endurnýtið gjafapappír. Ef varlega er farið með gjafapappír er ekkert mál að endurnýta hann aftur og aftur. Gjafapappír er yfirleitt ekki hægt að endurvinna og hann endar því alltaf á ruslahaugunum. Endurvinnsla er gríðarlega mikilvæg en endurnýting er enn betri fyrir umhverfið. Virðing fyrir hráefnunum sem verða á vegi okkar á hverjum degi er lykilatriði til þess að viðhalda sjálfbæru lífi til fram- tíðar. Endurvinnslan hefst heima Jarðarbúar gera sér smátt og smátt grein fyrir því að auðlindir jarðar eru ekki óþrjótandi og að ein- nota er ekki lengur í boði ef ætlunin er að halda áfram að búa og lifa á jörðinni. Endurvinnsla byrj- ar heima og best er að nýta það sem til fellur á heimilinu aftur frekar en að kaupa stöðugt nýtt. Krukkur eru til ýmissa hluta nyt- samlegar, hér má til dæmis líta girnilegt, lagskipt há- degisnesti. Brynhildur Björnsdóttir brynhildur@frettabladid.is Allir tannburstarnir sem ganga úr sér eru kjörnir til að þrífa öll litlu skúmaskotin sem erfitt er að komast að með tusku. 4 KYNNINGARBLAÐ 3 0 . O K TÓ B E R 2 0 1 8 Þ R I ÐJ U DAG U RENDURVINNSLA Upplýsingar í síma 535 2550 Nú flokkum við! Ecodepo flokkunarbarirnir eru ódýrir og endingargóðir pokastandar þar sem mismunandi litir eru notaðir til að greina sundur úrgang og koma honum í réttan farveg. Þeim er víða hægt að koma fyrir og þeir fara vel í flestu umhverfi. Ecodepo hefur fengið fjölda verðlauna bæði fyrir hönnun og hve auðveldir þeir eru í allri umhirðu. Litrík, létt og lífleg lausn! 43 0. 09 4/ 10 .1 8 Hringhella 6 • 221 Hafnarfjörður • Sími: 535 2550 • info@hafnarbakki.is • www.hafnarbakki.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.