Fréttablaðið - 30.10.2018, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 30.10.2018, Blaðsíða 23
Útgefandi: Torg ehf Veffang: frettabladid.isÁbyrgðarmaður: Kristín Þorsteinsdóttir Sölumaður auglýsinga: Jóhann Waage, johannwaage@frettabladid.is, s. 512 5439 Hildur stofnaði félagslandbúnaðinn Gróanda sem snýst um að rækta grænmetið í heimabyggð á lífrænan hátt og án umbúða. MYND/SIGURÐUR UNUSON „Ég bið um að fá fjölnota um- búðir lánaðar út á næsta torg og fæ að skila þeim aftur eftir notkun,“ segir Hildur. Sigríður Inga Sigurðardóttir sigriduringa@frettabladid.is Ég get ekki sagt nákvæmlega til um hvenær ég fór að láta mig umhverfismál varða. Fyrst byrjaði ég að hugsa um þessi mál, svo fór ég að tala um þau og síðan fékk ég bara stoppara. Ég gat ekki tekið þátt í þessu umbúða- og neyslubrjálæði lengur. Ég vissi að mér þætti það ekki rétt og vildi vera samkvæm sjálfri mér,“ segir Hildur Dagbjört Arnardóttir. Hún er fjögurra barna móðir og býr með fjölskyldu sinni á æskuslóðunum á Ísafirði. Hildur lærði landslags- arkitektúr í Noregi og starfar við sitt fag á verkfræðistofunni Verkís. Hún segist hafa byrjað rólega á að breyta um lífsstíl og setja umhverfið í fyrsta sæti. „Eitt það fyrsta sem ég gerði var að búa til ormamoltu. Það er moltu- gerð þar sem sérstakir ánamaðkar og örverur brjóta niður matar- leifar á borð við brauð og græn- meti. Ekki hentar að nota afganga af fiski, kjöti, sítrusávöxtum eða lauk til þess. Hver sem er getur sett upp ormamoltugerð í eldhúsinu eða geymslunni hjá sér. Moltan lyktar eins og venjuleg mold ef allt gengur vel og er rétt gert. Moltan er fyrirtaksáburður og má setja í blómapotta eða út í beð,“ segir Hildur og bendir á að á Facebook sé hópur sem heitir Moltugerð með ánamöðkum, líka fyrir þá sem eiga ekki garð. Þar megi fá góð ráð og leiðbeiningar. Næst hætti Hildur að kaupa ein- nota flöskur og þar á eftir matvörur í óþarfa umbúðum. „Ég get ekki hugsað mér að nota einnota flöskur og drekk frekar vatn úr krananum eða drekk ekki neitt. Svo skipti ég einnota innkaupapokum út fyrir fjölnota poka. Einhverju sinni gleymdi ég að taka fjölnota poka með mér í búðina og fann þá að það kom ekki til greina að kaupa ein- nota plastpoka. Ég ferjaði vörurnar heim til mín og eftir það man ég alltaf að taka þá með í búðina,“ segir Hildur sem leitast við að nota umhverfisvænar lausnir í öllu sem hún tekur sér fyrir hendur. Ruslfrír lífsstíll „Markmiðið er í raun að búa ekki til neitt rusl. Ég kaupi ekki mat í umbúðum heldur fer með fjöl- nota ílát út í búð. Þegar ég heyrði af verslunum sem selja matvöru í lausu ákvað ég strax nýta mér það og finnst það frábært. Ég kem því við í Matarbúri Kaju á Akranesi tvisvar til þrisvar á ári og geri þá stórinnkaup. Ég tek heimasaumaða taupoka og glerkrukkur með mér og fylli af baunum, hnetum, þurrkuðum ávöxtum, kornvörum, hrísgrjónum og pasta. Ég kaupi allt krydd í lausu hjá Kryddhús- inu í Hafnarfirði og matarolíu hjá Frú Laugu. Hér á Ísafirði kaupi ég grænmeti og ávexti í lausu. Ég er ekki búin að finna góða lausn þegar kemur að mjólkurvörum en kaupi aðeins mjólk, rjóma, stór smjör- stykki og eina gerð af osti. Ég kaupi enga drykki úr fernum. Það kom einhvern veginn af sjálfu sér. Mér finnst enginn tilgangur að bera drykki heim til mín. Vatnið dugar mér vel.“ Kaupir ekki nýjan varning Hildur kaupir heldur ekki nýjan varning, svo sem föt eða leikföng. „Ég kaupi eitthvað af fatnaði á nytjamörkuðum en það er meira um að við fjölskyldan fáum föt frá fólki í kringum okkur sem vill gjarnan að fötin fái áframhaldandi líf. Við höfum líka haldið skipti- markaði fyrir krakka. Þeir geta þá komið með föt eða leikföng sem þeir nota ekki og skipta í eitthvað sem þeir vilja frekar. Krökkum finnst það virkilega gaman,“ segir Hildur. Framhald af forsíðu ➛ Þegar talið berst að afmælis- og jólagjöfum segist Hildur biðja fólk um að gefa sér ekki gjafir. „Þegar við höldum barnaafmæli óskum við eftir því að börnin fái notaða hluti eða teikningar en slíkar gjafir eru í hávegum hafðar hjá okkur. Börnin mín kunna vel að meta dót sem aðrir hafa elskað áður. Þau gefa öðrum gjafir úr dótaher- berginu sínu. Þeim finnst gaman að gefa öðrum eitthvað fínt og hugsa mikið um hvað þau vilja gefa og gera það með hjartanu.“ Fyrir þremur árum stofnaði Hildur félagslandbúnaðinn Gró- anda og fékk Ísfirðinga í lið með sér. „Þetta snýst um að ræktað sé grænmeti í heimabyggð, á lífrænan hátt og án umbúða. Félagsmenn borga árgjöld sem fara í að borga starfsmanni sem sér um græn- metisræktunina. Allir geta síðan mætt og tekið þátt ef tími gefst en eru ekki skuldbundnir til þess. Svo deilist uppskeran jafnt á milli allra í félaginu,“ útskýrir hún. Skoða hvað er rétt Innt eftir því hvort hún eigi góð ráð fyrir þá sem vilja breyta um lífsstíl og huga meira að umhverfinu segir Hildur gott að fara hægt og rólega af stað. „Ég myndi ráðleggja fólki að skoða hvað því finnst virkilega vera rétt og mikilvægt. Hvaða hegðun þín finnst þér röng? Markmiðið er að vera samkvæmur sjálfum sér. Hvort sem þér finnst mikilvægast að versla umbúðalaust, nota minna rafmagn, iðka moltugerð, gefa notaðar gjafir eða gera við föt. Þótt ekki gangi fullkomlega að breyta hegðuninni í hvert skipti þá er best að fyrirgefa sér og halda svo áfram, gefast ekki upp. Vera svo stolt og segja frá því sem þú ert að breyta, útskýra að þú sért ekki fullkomin/n, en þú leggir þitt af mörkum og takir eitt í einu. Mér finnst almennt vera meðvindur með umhverfismálum. Ef mér dett- ur í hug að gera eitthvað varðandi umhverfismál vilja margir taka þátt í því og hér á Ísafirði vita allir fyrir hvað ég stend. Fólk kemur gjarnan að máli við mig að ræða umhverfismál en finnst kannski flókið og erfitt að fara í þessa átt. Samfélagið er líka svo langt í hina áttina. En ef fólk fær handleiðslu og verkefni er það tilbúnara til að taka skref í átt að umhverfisvænni lífsstíl,“ segir Hildur. Börnin mín kunna vel að meta dót sem aðrir hafa elskað áður. Þau hugsa mikið um hvað þau vilja gefa og gera það með hjartanu. Hildur Dagbjört Arnardóttir Umbúðalaus innkaup. MYND/HILDUR 2 KYNNINGARBLAÐ 3 0 . O K TÓ B E R 2 0 1 8 Þ R I ÐJ U DAG U RENDURVINNSLA

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.