Fréttablaðið - 30.10.2018, Blaðsíða 47

Fréttablaðið - 30.10.2018, Blaðsíða 47
SÍMAR AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jóhanna Helga Viðardóttir johannahelga@frettabladid.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 512-5401: Gústaf Bjarnason gustaf@frettabladid.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Sigfús Örn Einarsson sigfus@frettabladid.is, Valdimar Birgisson valdimar@frettabladid.is Örn Geirsson orn.geirsson@frettabladid.is FÓLK/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli@frettabladid.is, Arnar Magnússon arnarm@frettabladid.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@frettabladid.is, Ruth Bergsdóttir ruth@frettabladid.is. FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is og Ragnheiður Tryggvadóttir heida@frettabladid.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@frettabladid.is, Viðar Ingi Pétursson vip@frettabladid.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@frettabladid.is, Guðrún Inga Grétarsdóttir gudruninga@frettabladid.is VIÐ SJÁUM UM BRÚÐKAUPIÐ ÞÚ ÞARFT BARA AÐ SEGJA JÁ! Við leigjum og seljum Tjöld, borð og stóla, uppblásna sófa, hljóðkerfi, ljósakerfi, skjávarpa og sýningartjöld, confetti sprengjur. Sláðu á þráðinn ef eitthvað af þessu er að vefjast fyrir þér. Það eina sem þú þarft að gera er að skemmta þér. www.exton.is EXTON AKUREYRI S: 575-4660 AKUREYRI@EXTON.IS EXTON REYKJAVÍK S: 575-4600 EXTON@EXTON.IS s. 511 1100 | www.rymi.is gRa afm ns akkatj r Ky ga ve ð:nnin r r 8 897 k . m/v2 2. r sk B jórmenningin á Íslandi er að blómstra og ný brugghús sífellt að bætast í flóruna. Kex Brewing nefnist eitt þeirra en þar hyggja menn á innrás á innlendan markað auk þess sem dreifing beggja vegna Atlantshafsins er í kortunum. KEX Brewing er brugghús sem varð til á KEX hosteli árið 2017 í framhaldi af bjórhátíðinni sem þar hefur verið haldin síðustu árin. Aðaleigendur þess eru Ólafur Ágústsson, Hinrik Carl Ellertsson og Kristinn Vilbergsson. Hinrik og Ólafur eru báðir matreiðslumenn og segir Ólafur að það liti bjórana þeirra ansi mikið. „Við gerum bjór út frá því sem við þekkjum sem kokkar – við gerum auðvitað ekki bjór sem gengur ekki upp hvað bragðið snertir.“ Á bjórhátíðinni hafa þeir verið með hjá sér mörg af eftirsóttustu brugghúsum heims – á síðasta ári mættu fulltrúar 50 brugghúsa á hátíðina. Reynsla þeirra félaga bæði af hátíðinni sem og barnum Mikkeller & Friends, sem þeir opnuðu árið 2015, var slík að það lá algjörlega beint við að fara út í að brugga eigin bjór næst. „Við höfum alltaf hugsað þetta svona vegna þess að við þekkjum þennan heim frekar vel og höfum verið í þessu umhverfi nokkuð lengi – við höfum verið með bjór- festivalið okkar núna í sjö ár og þekkjum þennan bransa því mjög vel. Við ákváðum því að stofna brugghús og gera það almennilega,“ segir Ólafur þegar blaðamaður nær í hann. Hann er nú staddur á bjór- festivalinu MASH Beer Festival í Barcelona en þeir fara reglulega til útlanda til að kynna sig og kynn- ast öðrum. Ólafur og Kristinn eru staddir í Barcelona og Hinrik er á sama tíma í sömu erindagjörðum í Kína, en þar í landi eru menn gríðarlega spenntir fyrir norrænum bjórum. „Fyrir okkur snýst þetta um að gera góðan bjór og kynnast góðum bjór heima á Íslandi, sýna okkar fólki hvað er hægt að gera. Að sama skapi viljum við líka kynna okkur úti í hinum stóra heimi, ekki vera með neina minnimáttarkennd heldur bara gera þetta, fara út og kynnast því sem þar er í gangi.“ KEX Brewing hefur verið að selja bjór á 20 staði í Reykjavík en planið er að setja bjór í dósir sem verða komnar í Vínbúðina um jólin. „Við erum á fullri ferð með það. Þetta verða þrír bjórar: það er port- er, svona massamjúkur og þægi- legur bjór, fullt af laktósa og súkku- laðimalti. Svo erum við með súran bjór sem er með mandarínum – það er pælingin að það verði hægt að taka þennan súra bjór og blanda honum við porterinn og það verði dálítið eins og malt og appelsín. Svo verðum við með Kexmas Sess- ion IPA, sem verður jólaútgáfan af okkar mest selda bjór, Thunder Ale.“ Ólafur segir þetta lið í því að þeir séu að fara í smá sókn inn á íslenska markaðinn. En hann segir þá horfa lengra en bara til Íslands – þeir eru að flytja bjór nú þegar til Danmerkur, Svíþjóðar og Sviss og hyggja á frekari dreifingu. „Planið er að framleiða okkar bjóra hér á Spáni og dreifa þeim á markaði í Evrópu. Og við erum líka að semja við aðila í Portland, Oregon, þar sem við myndum líka fá dreifingu á bjórunum um Banda- ríkin.“ stefanthor@frettabladid.is Íslenskur bjór beggja vegna Atlantshafs Ólafur Ágústsson er ásamt Hinriki Carl Ellertssyni og Kristni Vilbergssyni einn aðaleigandi KEX Brewing sem hefur starfað síðan 2017. Von er á bjórum í Vínbúðina fyrir jól og svo er næsta skref útrás. MYND/LILJA JÓNSDÓTTIR KEX Brewing er brugghús stofnað af mönnum sem hafa lifað og hrærst í bjór- senunni hér á landi síðustu sjö árin og eru nú loksins farnir að brugga eigin bjór. Bjórar frá þeim lenda í Vínbúðinni fyrir jól og aðrir fá dreifingu í Evrópu og Ameríku. ÞAÐ ER PÆLINGIN AÐ ÞAÐ VERÐI HÆGT AÐ TAKA ÞENNAN SÚRA BJÓR OG BLANDA HONUM VIÐ PORTER- INN OG ÞAÐ VERÐI DÁLÍTIÐ EINS OG MALT OG APPELSÍN. 3 0 . O K T Ó B E R 2 0 1 8 Þ R I Ð J U D A G U R30 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.