Fréttablaðið - 30.10.2018, Síða 7

Fréttablaðið - 30.10.2018, Síða 7
HEILBRIGÐISMÁL Verði frumvarp Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðis- ráðherra um þungunarrof að lögum yrði íslensk löggjöf sú frjálslyndasta meðal norrænna ríkja í þeim efnum. Aðeins bresk og hollensk löggjöf gengur lengra í frjálslyndi en sú sem á að leggja fyrir þingið í vetur. Árið 2016 skilaði vinnuhópur af sér niðurstöðum til heilbrigðisráð- herra um breytingar á íslenskum lögum um fóstureyðingar, sem eru frá 1975. „Niðurstaða nefndarinnar var að mæla með því að kona hefði heimild til að taka þessa ákvörðun til loka 22. viku meðgöngu. Margir þættir liggja að baki þeirri niðurstöðu og einn veigamesti þátturinn er að virða sjálfsákvörðunarrétt konunnar og að hún hafi vald til að ráða yfir eigin lík- ama,“ segir Sóley S. Bender, prófess- or við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands og formaður nefndarinnar. Á Íslandi er konu heimilt að ákveða sjálf um þungunarrof fram að tólftu viku meðgöngu. Slíka lög- gjöf er einnig að finna í Noregi, Dan- mörku og Finnlandi. Svíar, Bretar og Hollendingar eru hins vegar frjálslyndari hvað þetta varðar og veita konum aukið vald til að enda þungun. Í nýju frumvarpi heilbrigðisráð- herra verður lagt til að konur hafi vald til að ákveða um þungunar- rof fram að 22. viku meðgöngu. Lagt er til að konu verði veitt fullt ákvörðunar vald um það hvort hún elur barn og eitt meginmarkmið frumvarpsins er að tryggja konum sjálfsforræði um barneignir. - Að játaást í fyrsta sinn Finndu okkur á facebook Tímamörk laga á þungunarrofi Svíþjóð 18 vikur Finnland 12 vikur Danmörk 12 vikur Bretland 24 vikur Holland 24 vikur Ísland 12 vikur verður 22 vikur Noregur 12 vikur Yrði að frjálslyndustu löggjöf Norðurlanda Hugmyndir heilbrigðisráðherra um lög um þungunarrof myndu setja Ísland á stall með frjálslyndustu ríkjum hvað snertir ákvörðunarrétt kvenna í þessum efnum. Hollendingar og Bretar leyfa þungunarrof fram að 24. viku meðgöngu. ÞÝSKALAND Angela Merkel, kanslari Þýskalands, tilkynnti í gær um að hún myndi ekki sækjast eftir neinni pólitískri stöðu eftir að yfirstandandi kjörtímabili þýska sambandsþings- ins lýkur. Þá myndi hún ekki heldur sækjast eftir endurkjöri til formanns Kristilegra demókrata í desember. Þetta þýðir að árið 2021 verður engin Merkel á kanslarastólnum. Merkel tók við embættinu árið 2005 og við formennsku í Kristi- legum demókrötum árið 2000. Í dag þekkja yngstu kjósendurnir ekki annan formann en Merkel og árið 2021 mun Merkel hafa gegnt emb- ætti kanslara í sextán ár. Að öllu óbreyttu mun Merkel sigla upp að hlið Helmuts Kohl yfir þaulsætnustu þýsku kanslarana en hann sat einnig í sextán ár. Ákvörðun Merkel var tekin eftir kosningar í þýska ríkinu Hesse þar sem Kristilegir demókratar guldu afhroð. Töpuðu tíu prósentum á milli kosninga. Kristilegir demó- kratar töpuðu einnig miklu fylgi í kosningum í Bæjaralandi á dögun- um. Á blaðamannafundi í gær sagð- ist Merkel axla ábyrgð á stöðunni og ítrekaði að hún myndi ekki velja eftirmann sinn sjálf. – þea Angela Merkel stefnir upp að hlið Kohls Angela Merkel, formaður Kristi- legra demókrata og kanslari Þýskalands. „Þegar þungunarrof á sér stað í nútíma samfélagi er það í lang- flestum tilvikum gert afar snemma á meðgöngunni. Árið 2017 voru 98% allra þungunarrofa á Íslandi fram- kvæmd fyrir lok 16. viku meðgöngu.“ segir Sóley. „Það er staðreynd og því er að mínu mati þessi ótti, að konur fari seint í þungunarrof, úr lausu lofti gripinn.“ Á haustþingi 2018 hyggst heil- brigðisráðherra leggja fram frum- varpið og mun  því koma til kasta þingsins innan tíðar. Halldóra Mogensen, formaður velferðar- nefndar, segir að það sem hún hafi séð af frumvarpsdrögunum  sé  að mörgu leyti betrumbót frá fyrri lögum. „Lögin eru auðvitað orðin nokkuð gömul og þörf hefur verið á endur- skoðun laganna. Hvað varðar einstök atriði í frumvarpinu þá væri ég til í að sjá frumvarpið í heild og lesa það almennilega með umsögnum til að ræða þau sérstaklega. Hins vegar eru álit sérfræðinga sem liggja að baki og sérfræðingar eiga að ákveða svona hluti en ekki pólitíkin,“ segir Hall- dóra. sveinn@frettabladid.is Fórust með glænýrri þotu Allir 189 sem voru um borð í farþegaþotu Lion Air flugfélagsins fórust er vélin hrapaði í sjóinn 13 mínútum eftir flugtak frá Djakarta í Indónesíu í gær. Lion Air fékk þessa nýju Boeing 737 MAX 8 þotu afhenta í ágúst. Ekki er enn vitað um orsök slyssins en komið hefur fram að í fluginu á undan kom upp bilun í þotunni. Hún er sömu gerðar og vélar sem Icelandair festi nýlega kaup á. Brak og líkamshlutar voru flutt með skipum í land. NORDICPHOTOS/GETTY 3 0 . O K T Ó B E R 2 0 1 8 Þ R I Ð J U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.