Morgunblaðið - 06.09.2019, Page 1

Morgunblaðið - 06.09.2019, Page 1
F Ö S T U D A G U R 6. S E P T E M B E R 2 0 1 9 Stofnað 1913  209. tölublað  107. árgangur  JAFNVÆGI KOMIÐ Á MARKAÐINN VILL FLUG MILLI ÍSLANDS OG KÍNA SEM FYRST FASTEIGNIR 32 SÍÐUR SVARAR MIKE PENCE 6 Keyptu 15 íbúðir » Fjárfestar keyptu 15 íbúðir á Frakkastígsreit í lok sumars. » Fjárfestar eru sagðir horfa til lækkandi vaxtastigs og fyrir- hugaðra styrkja til íbúðakaupa. Baldur Arnarson baldura@mbl.is Síðustu tvo mánuði eða svo hafa selst um 50 nýjar íbúðir á þéttingarreitum í miðborg Reykjavíkur. Söluverðið er ekki undir 2,5 milljörðum. Þá eiga fjárfestar í viðræðum um kaup á rúmlega 70 íbúðum á Brynjureit en þær kosta allt að 85 milljónir. Pálmar Harðarson, framkvæmda- stjóri Þingvangs, sem byggir Brynjureit, segir fleiri aðila hafa sýnt áhuga á að kaupa íbúðirnar. Markaðurinn sé að taka við sér. Salan á miðborgaríbúðum í sumar sætir tíðindum á fasteignamarkaði. Þannig var í sumar rætt um of- framboð nýrra íbúða á svæðinu eftir gjaldþrot WOW air og óvissu í efna- hagsmálum. Nú er hátt hlutfall íbúð- anna selt á sumum reitum. Til dæmis hafa allar íbúðirnar 11 á Klapparstíg 30 verið seldar. Sturla Geirsson, framkvæmda- stjóri Rauðsvíkur, segir útlit fyrir verðhækkanir eftir áramót. Mikið framboð hafi haldið niðri verði nýrra íbúða á svæðinu. Það sé að breytast. „Verðið mun því hækka um leið og framboðið minnkar,“ segir Sturla. Milljarðar í miðbæjaríbúðir  Nýjar íbúðir fyrir minnst 2,5 milljarða hafa selst í miðborginni frá því í lok júní  Markaðurinn tók við sér í lok sumars eftir umræðu um offramboð nýrra íbúða MMeiri sala á miðborgaríbúðum »10  Vettvangseftirlit Ríkisskattstjóra tók til skoðunar 1.040 fyrirtæki á tímabilinu maí, júní og júlí í sumar. Alls fengu 80 fyrirtæki skrifleg til- mæli um úrbætur í kjölfar heim- sóknar frá eftirlitinu. Rekstur var stöðvaður hjá tveimur fyrirtækjum. Undanfarin ár hefur verið lögð áhersla á eftirlit með ferðaþjón- ustu, einkum á sumrin. Af 1.040 fyrirtækjum á tímabilinu maí-júlí voru 399 innan ferðaþjónustunnar. Þar af var 141 skoðað í framhaldi af umferðareftirliti á vinsælum ferðamannastöðum. Af 399 málum innan ferðaþjónustunnar var u.þ.b. 50% lokið án athugasemda. Lang- flestar athugasemdirnar vörðuðu reiknað endurgjald eiganda og tengdra aðila. »4 Stöðvuðu rekstur tveggja fyrirtækja  Nýrri viðbygg- ingu við stjórn- arráðshúsið í Lækjargötu verð- ur skipt upp í mismunandi ör- yggissvæði og verður hæsta stig öryggis í sér- stöku fund- arherbergi fyrir þjóðaröryggisráð sem verður í kjallara hússins. Fund- arherbergið verður gluggalaust og með öruggri tengingu við flóttaleið, að því er fram í kemur í samkeppn- islýsingu vegna byggingarinnar. „Lóð og umhverfi nýbyggingar þarf að útfæra þannig að sem minnst hætta sé á að bílar og farartæki geti keyrt inn á lóðina og á byggingar. Æskilegt er að bygging sé eins langt frá almennri umferð og hægt er til að tryggja öryggissvæði fyrir fram- an byggingar. Möguleiki þarf að vera á að loka innkeyrslu í bíl- geymslu með öruggum hætti (ákeyrsluvörn) sem næst götu,“ seg- ir í samkeppnislýsingunni. Gætt verður að því að möguleikar verði á óháðum flóttaleiðum vegna bruna og annarra ógna, til dæmis ytri sprenginga. Þá verður öryggis- gler sett í allar hliðar bygging- arinnar. »4 Fyllsta öryggis gætt í kjallara stjórnarráðsins Teikning af við- byggingunni. Stefán Gunnar Sveinsson Þór Steinarsson Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, for- maður utanríkismálanefndar og rit- ari Sjálfstæðisflokksins, tekur í dag við embætti dómsmálaráðherra eftir að þingflokkur flokksins samþykkti tillögu Bjarna Benediktssonar, for- manns og fjármálaráðherra, þar um í gær. „Fyrstu viðbrögð eru þau að ég er afar þakklát fyrir það að vera treyst fyrir svona stóru og mikil- vægu ráðuneyti, og ég mun gera mitt allra besta í þeim verkefnum sem bíða mín,“ segir Áslaug Arna í sam- tali við Morgunblaðið. Hún bætir við að Bjarni Bene- diktsson, formaður Sjálfstæðis- flokksins, sýni með ákvörðun sinni og hafi sýnt það áður að hann treysti ungu fólki til stórra verkefna. „Það bíða mín margar áskoranir en ég fer glöð og spennt í ráðuneytið.“ Áslaug segist hafa frétt af ákvörðunni um einni mínútu áður en þingflokksfund- ur flokksins, þar sem tillaga Bjarna var samþykkt, hófst en hún var stödd á ráðstefnu um öryggis- og varnar- mál í Helsinki sem formaður utanrík- ismálanefndar í gær. Er reiðubúin til verka Áslaug Arna er nú 28 ára gömul og verður þar með yngsta manneskjan til þess að taka við ráðherraembætti frá því að Eysteinn Jónsson varð fjármálaráðherra árið 1934 á 28. ald- ursári sínu. Spurð um gagnrýni vegna ungs aldurs bendir Áslaug á að hún hafi verið í forystusveit flokksins undanfarin fjögur ár, setið á þingi frá árinu 2016 og á þeim tíma gegnt formennsku í bæði allsherjar- og menntamálanefnd og síðar utan- ríkismálanefnd. „Ég tel mig reiðu- búna til að takast á við embættið,“ segir Áslaug. Boðað hefur verið til ríkisráðsfundar á Bessastöðum í dag kl. 16.00 og mun Áslaug þar taka formlega við embættinu. Áslaug var kjörin ritari Sjálfstæð- isflokksins árið 2015 en samkvæmt skipulagsreglum flokksins er ritara hans meinað að gegna ráðherraemb- ætti á sama tíma. Nýr ritari verður því kjörinn á flokksráðsfundi Sjálf- stæðisflokksins sem haldinn verður 14. september næstkomandi. Hefur eflst við hverja raun Bjarni Benediktsson sagði í sam- tali við mbl.is í gær að frammistaða Áslaugar í orkupakkamálinu hefði sýnt að hún gæti tekist á við stór og flókin álitamál og haldið vel utan um þau. „Ég myndi segja að Áslaug hefði vaxið og eflst með hverri raun. Hún gaf mjög ung kost á sér sem rit- ari Sjálfstæðisflokksins og heillaði landsfund upp úr skónum í mjög eft- irminnilegri ræðu,“ bætti hann við. Þá væri Áslaug mörgum kostum búin og hefði brennandi áhuga á að láta gott af sér leiða. »2 Áslaug nýr ráðherra  Tillaga Bjarna Benediktssonar um nýjan dómsmálaráðherra samþykkt í þing- flokki Sjálfstæðisflokksins  Áslaug afar þakklát fyrir traustið sem henni er sýnt Dómsmálaráðherra Áslaug Arna segist þakklát fyrir traust þingflokksins. Morgunblaðið/Hari Valhöll Bjarni Benediktsson ræðir hér við fjölmiðla að loknum þingflokksfundinum í Valhöll en Jón Gunnarsson og Brynjar Níelsson halda heim á leið. Tillaga Bjarna um skipan Áslaugar var samþykkt einróma á fundinum.  „Ég get ekki séð að við þingmenn Sjálfstæðisflokksins getum stutt stjórnarsamstarf sem fer fram með þessum hætti. Það er best að gera grein fyrir því strax,“ segir Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðis- flokksins og fv. ráðherra, í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. Tilefni þessara ummæla er verk- lag umhverfisráðherra þegar kemur að friðlýsingum. „Aðferðafræði hans stenst að mínu mati enga skoð- un og hafa margir hagsmunaaðilar fullyrt að ekki sé farið að lögum í þeirri útfærslu sem hann boðar. Ég er sammála því að verklag hans samræmist ekki lögum.“ »19 Þingmaður hótar stjórnarslitum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.