Morgunblaðið - 06.09.2019, Síða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2019
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Stjórnvöld hafa útfært tillögu um að
tekinn verði upp skattur á urðun úr-
gangs og sent Sambandi íslenskra
sveitarfélaga drög að frumvarpi um
úrgangsskattinn til umsagnar.
Stjórn sambandsins gagnrýnir frum-
varpið harðlega í bókun sem sam-
þykkt var á stjórnarfundi í seinustu
viku og segir að það sé ótímabært,
óútfært og án nauðsynlegrar teng-
ingar við stefnumótun í úrgangsmál-
um og loftslagsmálum.
„Stjórnin leggst því eindregið
gegn því að frumvarp um urðunar-
skatt verði lagt fram á haustþingi og
kallar eftir víðtæku samráði um
mögulega útfærslu slíkrar skatt-
heimtu áður en ákvörðun er tekin um
lagabreytingar,“ segir í bókuninni.
Gert er ráð fyrir í drögunum að
verði frumvarp um skattinn lögfest
taki hann gildi 1. janúar næstkom-
andi.
Fram kemur í umsögn sveitarfé-
laganna við frumvarpsdrögin, til
fjármála- og efnahagsráðuneytisins
að miðað sé við að 192.418 tonn af al-
mennum úrgangi hafi fallið til á árinu
2017 og 2.016 tonn af svonefndum
óvirkum úrgangi. Að því gefnu gæti
urðunarskattur skilað ríkissjóði
tekjuauka sem nemur nærri þremur
milljörðum króna á ári.
Um sé að ræða nýjar álögur á
heimili og fyrirtæki og er nefnt sem
dæmi að í dag er móttökugjald Sorpu
fyrir móttöku og meðhöndlun og urð-
un úrgans 24,07 kr/kg. Með hækkun
um 15 kr. á kíló sé því um 62% hækk-
un að ræða „sem er mikil breyting og
langt frá því að vera æskilegt að inn-
leiða slíka kerfisbreytingu í einu
skrefi. Nauðsynlegt er að spyrja
hvernig slík gjaldskrárhækkun sam-
ræmist lífskjarasamningum sem sátt
náðist um fyrr á þessu ári,“ segi í um-
sögn sveitarfélaganna.
Er því einnig haldið fram að verði
frumvarpið að lögum muni það lík-
lega kippa fótunum undan þeim urð-
unarstöðum sem byggðir hafa verið
upp á undanförnum árum með ærn-
um kostnaði. Þá telur sambandið að
frumvarpið stuðli ekki nema að tak-
mörkuðu leyti að því markmiði að
draga úr losun gróðurhúsaloftteg-
unda og stuðla að samdrætti í urðun
úrgangs.
Tillaga útfærð um urðunarskatt
Sveitarfélög gagnrýna drögin
Gæti skilað allt að 3 milljörðum
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Sorphaugar Starfsmenn Sorpu í Álfsnesi þjappa saman úrgangi.
Raforkuvinnsla á landinu árið 2018
var alls 19.830 GWh sem var 283
GWh minna en orkuspá frá 2015
gerði ráð fyrir. Breytingin stafaði af
minni notkun stórnotenda og minni
almennri notkun. Mest munaði um
verksmiðju United Silicon sem var
ekki í rekstri í fyrra. Flutningstöp
voru hlutfallslega minni en gert var
ráð fyrir árið 2015. Þetta kemur fram
í raforkuspá 2019-2050.
Raforkunotkun stórnotenda var
15.260 GWh eða 128 GWh minna en
en spáin frá 2015 gerði ráð fyrir. Þar
af var frávikið frá spánni hjá álfyr-
irtækjum 62 GWh og hjá United Sili-
con og PCC Bakki samtals 534 GWh.
Járnblendið og Becromal notuðu 37
GWh minni orku miðað við spána frá
2015. Raforkuafhending til gagna-
vers Advania fluttist frá dreifikerfinu
til flutningskerfisins um áramótin
2015/2016. Hefði sú breyting ekki
orðið hefði frávikið verið 557 GWh.
Notkun gagnavera á orku frá flutn-
ingskerfinu var um 500 GWh meiri en
spáin frá 2015 gerði ráð fyrir.
Orkuskipti í samgöngum hafa
gengið heldur hraðar en spáin frá
2015 gerði ráð fyrir. Þeim var nú flýtt
um þrjú ár frá endurreikningi síðasta
árs. Það hefur þau áhrif að orkunotk-
un á heimilum og í þjónustu eykst á
árunum 2020-2030. Nýjar tölur um
bifreiðatíðni komu inn í endurreikn-
ing 2017 sem veldur aukinni raforku-
notkun heimila vegna samgangna.
Niðurstaðan er aukning um 130 GWh
við lok spátímabilsins. Raforkunotk-
un í samgöngum verður alls rúm 1
TWh við lok spátímabilsins.
Skýrslan var gerð á vegum orku-
spárnefndar. Hún er endurreikning-
ur á spá frá 2015 út frá nýjum gögn-
um og breyttum forsendum. Hana má
lesa á slóðinni: orkuspa.is.
gudni@mbl.is
Minni raforkunotkun
Mest munaði um verksmiðju United Silicon sem var ekki í
rekstri Flutningstöp hlutfallslega minni en áætlað var
Morgunblaðið/Ómar
Búrfellsvirkjun Raforkunotkun stórnotenda var minni en en spáð var.
Hulda Óskarsdóttir fagnaði 100
ára afmæli í gær, 5. september,
ásamt nánustu ættingjum. Hún
fæddist heima í Pósthússtræti 14 í
Reykjavík. Húsið var fyrst skráð
við Austurvöll, þá við Póst-
hússtræti og að endingu við
Kirkjutorg 6 án þess að hafa
nokkru sinni verið flutt úr stað.
Foreldrar hennar voru Óskar
Árnason rakarameistari og Guðný
Guðjónsdóttir. Systkini Huldu
voru rakararnir Haukur og Frið-
þjófur og Guðný Sesselja skrif-
stofustúlka.
Eiginmaður Huldu var Að-
alsteinn Jóhannsson, tæknifræð-
ingur og framkvæmdastjóri A. Jó-
hannsson og Smith í Reykjavík.
Hann dó árið 1998. Þau eignuðust
þrjár dætur, Guðnýju Snjólaugu,
Sigurlaugu og Auði Maríu.
Hulda býr nú í Seljahlíð, er ern
miðað við aldur og sest stundum
við píanóið og spilar sér til
ánægju. gudni@mbl.is Morgunblaðið/Eggert
100 ára og
sest enn
við píanóið
Birgir Ármannsson, þingflokks-
formaður Sjálfstæðisflokksins, seg-
ir að samstaða hafi verið um tillögu
Bjarna Benediktssonar um að Ás-
laug Arna Sigurbjörnsdóttir yrði
næsti dómsmálaráðherra. „Það
voru einhverjar umræður en ekki
langar,“ segir Birgir og bætir við
að þingmönnum flokksins lítist al-
mennt séð vel á nýjasta ráðherra
flokksins.
Ljóst er að Sjálfstæðisflokkurinn
mun þurfa að stokka upp á nýtt í
nokkur embætti á vegum flokksins,
en Áslaug Arna er nú meðal annars
formaður utanríkismálanefndar og
varaformaður þingflokksins auk
þess sem hún er ritari flokksins.
Birgir segir hins vegar of snemmt
að spá í hverjir muni taka við þeim
verkefnum sem Áslaug hefur sinnt
til þessa. „Það skýrist á næstu dög-
um.“
Jón Gunnarsson, þingmaður
Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi
ráðherra, tekur í sama streng og
Birgir um að góður andi hafi verið
á fundinum í gær. „Það var sam-
staða í þingflokknum um þessa nið-
urstöðu formannsins,“ segir Jón.
Hann bætir við að ekkert hafi
komið fram á fundinum um mögu-
legan arftaka Áslaugar í utanríkis-
málanefnd. „Nú endurskipuleggur
þingflokkurinn sig fyrir haustið og
það hefur legið fyrir að við yrðum
mögulega að gera breytingar á
nefndastarfinu okkar og það kemur
í ljós í næstu viku,“ segir Jón.
Jón segir jafnframt að frekari
hreyfingar á ráðherraliði flokksins
hafi ekki verið ræddar á fundinum í
gær. „Nú stefnum við í seinni hálf-
leik í þessu stjórnarsamstarfi, og
formaðurinn hefur valið það lið
sem hefur þann hálfleik og það var
um það víðtæk sátt í þing-
flokknum,“ segir Jón.
Auk Áslaugar höfðu aðrir þing-
menn flokksins verið orðaðir við
embætti dómsmálaráðherra, þar á
meðal Brynjar Níelsson og Sigríður
Á. Andersen, sem áður gegndi emb-
ættinu. Ekki náðist í þau þrátt fyrir
ítrekaðar tilraunir í gærkvöldi.
sgs@mbl.is
Víðtæk sátt í
þingflokknum
Skipan í nefndir rædd í næstu viku