Morgunblaðið - 06.09.2019, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2019
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
Mikil áhersla er lögð á öryggismál
við hönnun og útfærslu nýrrar við-
byggingar við stjórnarráðshúsið í
Lækjargötu. Húsnæðinu verður
skipt upp í mismunandi öryggis-
svæði og verður hæsta stig öryggis
í sérstöku fundarherbergi fyrir
þjóðaröryggisráð sem verður í
kjallara hússins.
Í samkeppnislýsingu vegna
byggingarinnar kemur fram að líta
þurfi á öryggismál í heildar-
samhengi. „Lóð og umhverfi ný-
byggingar þarf að útfæra þannig
að sem minnst hætta sé á að bílar
og farartæki geti keyrt inn á lóð-
ina og á byggingar. Æskilegt er að
bygging sé eins langt frá almennri
umferð og hægt er til að tryggja
öryggissvæði fyrir framan bygg-
ingar. Möguleiki þarf að vera á að
loka innkeyrslu í bílgeymslu með
öruggum hætti (ákeyrsluvörn) sem
næst götu,“ segir í samkeppnislýs-
ingunni.
„Fundarherbergi þjóðaröryggis-
ráðs (Ö3) verði (gluggalaust) í
kjallara, með öruggri tengingu við
flóttaleið,“ segir ennfremur. Gætt
verður að því að möguleikar verði
á óháðum flóttaleiðum vegna
bruna og annarra ógna, til dæmis
ytri sprenginga. Þá verður
öryggisgler sett í allar hliðar
byggingarinnar.
Samkvæmt upplýsingum frá for-
sætisráðuneytinu eru áform um
áðurnefnt fundarherbergi óbreytt
en endanleg útfærsla allra rýma
byggingarinnar muni þó ráðast við
fullnaðarhönnun byggingarinnar.
Stefnt er að því að útboð vegna
verklegra framkvæmda geti átt sér
stað vorið 2021 og að byggingar-
framkvæmdir hefjist haustið 2021
og verði lokið á vordögum 2023.
Hefur fundað sjö sinnum
Þjóðaröryggisráð hefur eftirlit
með því að þjóðaröryggisstefna
fyrir Ísland sé framkvæmd í sam-
ræmi við ályktun Alþingis og skal
vera samráðsvettvangur um þjóð-
aröryggismál. Ráðinu er enn frem-
ur ætlað að meta ástand og horfur
í öryggis- og varnarmálum og
fjalla um önnur málefni sem varða
þjóðaröryggi. Forsætisráðherra er
formaður ráðsins en í því eiga
einnig sæti utanríkis- og dóms-
málaráðherra, ráðuneytisstjórar
ráðuneytanna þriggja, fulltrúi
Slysavarnafélagsins Landsbjargar,
ríkislögreglustjóri, forstjóri Land-
helgisgæslunnar auk tveggja þing-
manna.
Þjóðaröryggisráð hefur ekki
fasta fundartíma en lagt er upp
með að það hittist 4-5 sinnum á
ári. Ráðið hefur alls fundað sjö
sinnum frá því það var stofnað,
samkvæmt upplýsingum frá Þór-
unni J. Hafstein, ritara þjóðarör-
yggisráðs. Fundir þjóðaröryggis-
ráðs hafa farið fram í Safnahúsinu,
á öryggissvæðinu á Keflavíkur-
flugvelli og í sérstöku öryggisrými
fyrir fundahöld og örugg samskipti
í húsakynnum utanríkisráðuneytis-
ins. Þá hefur ráðið fundað í fund-
araðstöðu á Stjórnarráðsreitnum
sem hlotið hefur sérstaka öryggis-
vottun ríkislögreglustjóra vegna
fundarins.
Viðbygging Verðlaunatillaga arkitektastofunnar Kurt og pí um viðbyggingu við stjórnarráðið í Lækjargötu.
Sérútbúið fundarherbergi
fyrir þjóðaröryggisráð
Fyllsta öryggis gætt í viðbyggingu stjórnarráðshússins
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
Alls fengu 80 fyrirtæki skrifleg til-
mæli um úrbætur í kjölfar heim-
sóknar frá vettvangseftirliti Ríkis-
skattstjóra í sumar. Rekstur var
stöðvaður hjá tveimur fyrirtækjum.
Þetta kemur fram í svari Ríkis-
skattstjóra við fyrirspurn Morgun-
blaðsins.
Samkvæmt upplýsingum frá
embættinu var vettvangseftirliti
þess í sumar hagað með hefð-
bundnum hætti á landsvísu. Fjórir
til sex starfsmenn sinntu eftirlitinu
og á tímabilinu maí, júní og júlí
voru alls 1.040 fyrirtæki og rekstr-
araðilar skoðuð. Af þeim er 603
málum lokið án athugasemda. 80
málum var lokið með leiðbeinandi
tilmælum en 91 máli lauk með
breytingum á reiknuðu endurgjaldi
stjórnenda. Þá eru 262 mál enn í
vinnslu.
Á síðasta ári voru 3.300 fyrirtæki
og rekstraraðilar tekin til skoðun-
ar. Undanfarin ár hefur verið lögð
áhersla á eftirlit með ferðaþjón-
ustu, einkum á sumrin. Af 1.040
fyrirtækjum á tímabilinu maí-júlí
voru 399 innan ferðaþjónustunnar.
Í svari við fyrirspurn Morgun-
blaðsins kemur fram að af þessum
399 ferðaþjónustufyrirtækjum var
141 skoðað í framhaldi af umferð-
areftirliti á vinsælum ferðamanna-
stöðum. Slíkt eftirlit er unnið í
samstarfi við lögreglu í viðkomandi
umdæmi. „Eftirlitið í sumar hefur
aðallega beinst að hópferðarbílum,
en einnig að leigubifreiðum t.d. við
Leifsstöð og öðrum stöðum þar
sem þær hafa biðstöð. Af 399 mál-
um innan ferðaþjónustunnar var
u.þ.b. 50% lokið án athugasemda.
Langflestar athugasemdirnar vörð-
uðu reiknað endurgjald eiganda og
tengdra aðila,“ segir í svari emb-
ættisins.
„Þegar eftirlit beinist að hóp-
bifreiðum á erlendum númerum og/
eða erlendu starfsfólki á bifreiðum
eru teknar niður nauðsynlegar upp-
lýsingar til frekari vinnslu og veitt
tilmæli um úrbætur eftir atvikum.
Hópbifreiðar á erlendum númerum
eru þó lágt hlutfall þeirra bifreiða
sem vettvangseftirlit hefur beinst
að. Hins vegar virðist nokkuð al-
gengt að erlendir leiðsögumenn
fylgi erlendum ferðamannahópum.“
Skatturinn skellti í lás á tveimur stöðum
Vettvangseftirlit Ríkisskattstjóra skoðaði yfir eitt þúsund fyrirtæki í maí, júní og júlí 80 fyrirtæki
þurftu í kjölfarið að gera úrbætur og rekstur tveggja var stöðvaður Sérstök áhersla á ferðaþjónustu
Morgunblaðið/Ómar
Ferðamenn við Geysi Ríkisskattstjóri hefur haft eftirlit með fyrirtækjum í ferðaþjónustu í sumar.
Brautarholti 24 • 105 Reykjavík • S.: 562 6464 • henson@henson.is
SENNILEGA FJÖLHÆFASTA FATAFRAMLEIÐSLUFYRIRTÆKI ÍSLANDS
OG ÞÓ AÐ VÍÐAR VÆRI LEITAÐ!
• FLOTTUSTU BÚNINGARNIR.
• ÞÍNAR SÉR ÓSKIR UM FJÖLBREYTTA
FRAMLEIÐSLU EÐA MERKINGAR.
• 846 BLS BÆKLINGUR Á HEIMASÍÐUNNI HENSON.IS
TIL MERKINGA EÐA EKKI.
SÍÐAN 1969
Fyrsta stóra réttahelgi haustsins er
um helgina. Í dag verður fé réttað á
fáeinum stöðum en víða á laugardag
og sunnudag. Sauðfjárbændur víða á
Norðurlandi rétta um helgina.
Nefna má Hrútatungurétt í Hrúta-
firði, Miðfjarðarrétt og Víðidals-
tungurétt í Víðidal á morgun, laug-
ardag. Af öðrum réttum má nefna
Fossrétt á Síðu í dag og Skaftárrétt
á morgun. Á sunnudag verður réttað
í Hraunsrétt í Aðaldal og Staðarrétt
í Skagafirði og í Silfrastaðarétt í
Blönduhlíð í Skagafirði á mánudag.
Fjárflestu réttir Suðurlands verða
um aðra helgi, meðal annars Hruna-
réttir í Hrunamannahreppi og
Skaftholtsréttir í Skeiða- og Gnúp-
verjahreppi föstudaginn 13. sept-
ember, og Reykjaréttir á Skeiðum
laugardaginn 14. september.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Landréttir Göngur og réttir standa
nú yfir og tvær næstu helgar.
Víða réttað um helgina
Fyrsta stóra réttahelgin er framundan
Réttir í Miðfirði og Hrútafirði