Morgunblaðið - 06.09.2019, Side 7
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2019
5 ára ábyrgð fylgir fólksbílum HEKLU að uppfylltum ákvæðum ábyrgðarskilmála. Þá er að finna á www.hekla.is/abyrgd
www.volkswagen.is HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is
Ódýrari & 100% rafmagnaður.
Volkswagen e-Golf kemur þér lengra en þú heldur á rafmagninu einu saman.
Þú nýtir hreina innlenda orku, tekur aldrei eldsneyti, ert laus við olíuskipti og upplifir
magnaðan akstur. Gríptu tækifærið núna og stökktu inn í framtíðina með
Volkswagen e-Golf – 100% rafmagnsbíl.
Skiptu yfir
í rafmagnsbíl.
Volkswagen e-Golf.
Tilboðsverð: 3.790.000 kr.
www.hekla.is/volkswagensalur
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Umræðan um þriðja orkupakkann
og þrjú tengd mál á nýliðnu þingi
er sú lengsta í þingsögunni. Um-
ræðan stóð yfir í nær 160 klukku-
stundir og þingmenn tóku 4.137
sinnum til máls.
Eins og menn muna fór umræð-
an um orkupakkann fram í tveimur
lotum. Fyrri lotan var í vor, þegar
Miðflokksmenn beittu málþófi, og
sú síðari á stuttu þingi um síðustu
mánaðamót. Lengsti þingfund-
urinn um málið stóð í 24 klst. og 16
mín., sem einnig er met. Svo fór að
þingsályktunartillagan um 3. orku-
pakkann var samþykkt með 46 at-
kvæðum gegn 13.
Samkvæmt upplýsingum frá Al-
þingi fór langmestur ræðutími í
sjálfan 3. orkupakkann, 777. mál.
Þingmenn tóku 3.881 sinni til máls.
Fluttar voru 492 þingræður í sam-
tals 45 klukkustundir og 3.389 at-
hugasemdir í samtals 102,32
klukkustundir. Ræðutíminn var því
samtals 147,32 klst.
Þrjú lagafrumvörp tengd orku-
pakkanum voru afgreidd á Alþingi.
Um er að ræða 782. mál: raf-
orkulög og Orkustofnun, 791. mál:
breyting á þingsályktun nr. 26/148,
um stefnu stjórnvalda um upp-
byggingu flutningskerfis raforku
og 792. mál: raforkulög. Þingmenn
tóku 256 sinnum til máls um þessi
mál, samtals í 12,38 klst.
Nýtt þing sett á þriðjudag
Starfsáætlun fyrir 150.
löggjafarþing hefur verið sam-
þykkt af forsætisnefnd. Þingsetn-
ing verður þriðjudaginn 10.
september 2019 og stefnuræða for-
sætisráðherra og umræður um
hana verða að kvöldi miðvikudags-
ins 11. september.
Fyrsta umræða um fjárlaga-
frumvarp 2020 fer fram fimmtu-
daginn 12. september og föstudag-
inn 13. september. Stefnt er að 2.
umræðu þriðjudaginn 12. nóvem-
ber og 3. umræðu þriðjudaginn 26.
nóvember. Jólahlé er áformað 14.
desember til 14. janúar. Þing-
frestun er áætluð 10. júní 2020.
Morgunblaðið/Hari
Maraþonumræður Segja má að þingmenn Miðflokksins hafi átt sviðið í um-
ræðum um 3. orkupakkann. Löngum stundum voru þeir einir í þingsalnum.
Þingmenn töluðu
4.437 sinnum um
orkupakkamálin
Viðreisn er flokkur sem hefur talað
til hægri en hefur í verkum sínum
og núna í þessu máli unnið til
vinstri,“ segir hann. Eyþór segir
einnig greinilegt að þrátt fyrir met-
tekjur þá sé borgin ekki södd og
vilji hækka álögur á íbúana ennþá
meira. Sjálfstæðismenn séu andvíg-
ir því. Spurður um þá afstöðu meiri-
hlutaflokkanna að samþykkja að
taka tillöguna áfram til nánari skoð-
unar segir Eyþór að þessir flokkar
séu þarna sammála um að skatt-
leggja sparnað, „ekki síst eldri
borgara, sem þyrftu að borga
kannski tvöfalt hærri skatt, þeir
bara afhjúpa sjálfa sig“.
Öll sveitarfélögin hefðu getað
fengið rúma 17 milljarða
Spurð um mögulegar tekjur af
álagningu útsvars á fjármagns-
tekjur segir Sanna að ef skoðaðar
séu tölur frá í fyrra sé áætlað að
borgin hefði getað fengið tæpa 6,8
milljarða í borgarsjóð og að öll
sveitarfélögin í heild hefðu fengið
rúmlega 17 miljarða ef útsvar hefði
verið lagt á fjármagnstekjur. „Sjálf-
stæðismenn tala um þetta sem
skattahækkun sem er ekki rétt,
þarna er ekki um neina hækkun að
ræða, heldur að allar tekjur beri
sömu skatta, hvort sem það eru fjár-
magnstekjur eða launatekjur. Ég
get því ekki séð þetta sem hækkun,
heldur að það sama gildi yfir alla,“
segir hún.
Sanna bendir á að fjármagns-
tekjuskattur sé t.d. lagður á ein-
staklinga sem fá greiddan arð frá
fyrirtækjum, einstaklinga sem selt
hafa fyrirtæki eða hluti í þeim með
söluhagnaði, einstaklinga sem hafa
miklar leigu- eða vaxtatekjur og
ekkert af þessu dragi úr fjárfest-
ingagetu fyrirtækja. „Það sem dreg-
ur úr fjárfestingagetu fyrirtækja
fyrst og fremst er hversu mikinn
arð eigendur taka úr rekstrinum til
að greiða sér,“ segir Sanna.
Þá segir hún um þá gagnrýni að
gengið sé á sparnað almennings
með slíkri skattheimtu að það séu
þrep í fjármagnstekjuskatti „til að
halda vöxtum af venjulegum sparn-
aði utan skattheimtu og við gerum
engar tillögur um að afnema þau,
það má jafnvel skoða það að hækka
þau lítillega. Til þess skapast svig-
rúm þegar ofurtekjur hinna ofsa-
ríku verða skattlagðar í sama hlut-
falli og lágar tekjur fólks sem er að
berjast fyrir að eiga í sig og á.“
á fjármagnstekjur
Sanna Magdalena
Mörtudóttir
Eyþór
Arnalds